Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 8
1988 NORRÆNT TÆKNIÁR Ráðherranefnd Norðurlandaráðs (iðnaðarráðherrar) ákvað á fundi 17. október 1986, að árið 1988 skyldi vera norrænt tækniár. Samnorrænni undirbúningsnefnd var komið á laggirnar um áramótin 1986/87 og hefur síðan verið unnið að samhæfingu og undirbúningi. Markmið norræns tækniárs hafa verið skilgreind á eftir- farandi hátt: Að auka þekkingu á tækni og skilning á mikilvægi tækni og tækniþróunar fyrir samfélagið og einstaklinga i öllum þjóðfélagshópum á Norðurlöndum. Að hvetja til og hlúa að tæknisamvinnu milli fyrir- tækja, rannsóknarstofnana, menntastofnana og opinberra aðila i ljósi þess að auðlindir og þekking nytist betur með virkri samvinnu á öllum sviðum. Á íslandi hafa Félag isl. iðnrekenda, Háskóli íslands, Iðntæknistofnun íslands og Verkfræðingafélag íslands, að beiðni Iðnaðarráðuneytisins, hafist handa um skipulagningu og framkvæmd tækniárs á íslandi. í heild byggir skipulagið á íslandi á eftirfarandi fjórum einingum: Fulltrúum íslands í norrænni samstarfsnefnd. Framkvæmdanefnd á íslandi (verkefnastjórn). Framkvæmdastjóra tækniárs. Fulltrúum þátttökuaðila i verkefnum. Hér á landi hafa fimm höfuðverkefnasvið verið valin: 1. Tækni og atvinnulíf. 2. Tækni, rannsóknir og þekkingaröflun. 3. Tækni og unga fólkið. 4. Upplysingatæknin og samfélagið. 5. Tækni og daglegt lif. Ákveðið hefur verið að Skyrslutæknifélag íslands taki þátt i verkefnasviði 4; upplysingatæknin og samfélagið, ásamt fleiri aðilum, sem láta sig málið varða. Fulltrúi SÍ verður Hjörtur Hjartar, rekstrarhagfræðingur hjá Eimskip hf. Tækniárið hefst opinberlega mánudaginn 11. janúar 1988.-kþ. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.