Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 17
ET-tölvur hagkvæmastar. Ein af helstu niðurstöðum bandarikjamannanna er að meðal- stórar tölvur svonefndar "minitölvur" standist ekki verðsamanburð við einmenningstölvur. Sérstaklega verður hagkvæmni einmenningstölvanna áberandi þegar notendur eru fáir. Þetta gildir þó ekki um einmenningstölvur, sem tengdar eru saman með sérstökum tölvunetum. Enn sem komið er kosta einmenningstölvur tengdar saman í net ekki minna en fjölnotendatölvur, sem þjóna jafn mörgum notendum. Oftast eru ET netin dýrari auk þess að þau eru óöruggari i rekstri. Af þessu má draga þann lærdóm að þegar unnt er að leysa vandamál með sjálfstæðum einmenningstölvum sé það ódýrast. Þá er að sjálfsögðu engin afstaða tekin til þess hvernig til hefur tekist að leysa verkefni á skrifstofum með einmenningstölvum. Um það hafa menn deilt stanslaust frá tilkomu þessara tækja og halda væntanlega áfram enn um sinn. -si 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.