Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 15
í síðasta tölublaði TÖLVUMÁLA var fjallað um harðnandi samkeppni IBM og DEC á þessu sviði. Hún hefur verið mjög til umfjöllunar í tímaritum vestanhafs. Þykir IBM eiga þyngra undir fæti i þeirri samkeppni en fyrirtækið hefur átt að venjast. Hinn svonefndi VAX bani (Vax killer) , en svo er IBM 3970 lina fyrirtækisins nefnd, þótti ekki eins öflugt útspil i samkeppninni og menn höfðu vænst. Hér á landi hefur IBM þó tekist ágætlega upp með VAX banann. Hefur tölvan i einhverjum tilfellum verið tekin fram yfir VAX tölvur frá DEC i útboðum. Fyrir notendur skiptir þó mestu máli að hinar nýju tölvur þessara fyrirtækja og annarra eins og Data General og Wang, sem keppa á þessum markaði eru ódýrari, öflugri og áreiðan- legri en áður. Falinn kostnaður Könnun The Sierra Group leiddi i ljós að staðhæfingar tölvuframleiðenda um kostnað verður að taka með fyrirvara. í Bandarikjunum staðhæfa ákveðin fyrirtæki að kostnaður á hvern notanda i tölukerfi geti farið niður i 4 - 5 þúsund dollara. Það svarar til 150 - 200 þúsund króna. Könnunin leiddi hins vegar i ljós að lægsti kostnaður var 40% til 80% hærri. Kostnaður á notanda í ódýrasta kerfinu var 7.130 dollarar eða 265 þúsund krónur. Þetta er að visu ekki nýr sannleikur. Reynsla rekstrar- ráðgjafa sýnir að það er nánast regla að upplýsingar seljenda um kostnað við tæki, hugbúnað og viðhald taki ekki til allra þátta. Oft hefur þetta unnið gegn þeim sölu- aðilum, sem gert hafa ítarlegustu tilboðin. Aðrir hafa boðið lausnir, sem innihalda einungis hluta þess, sem til þarf, fyrir lægra verð. Hér á landi er það til dæmis viðvarandi vandamál innan opinbera kerfisins að Skýrslu- vélar hafa þurft að keppa við útreiknaða valkosti, sem ekki taka til allra þátta. Grosch löemál Grosch lögmál segir að kostnaður við tölvukerfi aukist, sem kvaðratrótin af afkastagetu tölvukerfisins. Þetta má orða 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.