Tölvumál - 01.12.1987, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.12.1987, Qupperneq 17
ET-tölvur hagkvæmastar. Ein af helstu niðurstöðum bandarikjamannanna er að meðal- stórar tölvur svonefndar "minitölvur" standist ekki verðsamanburð við einmenningstölvur. Sérstaklega verður hagkvæmni einmenningstölvanna áberandi þegar notendur eru fáir. Þetta gildir þó ekki um einmenningstölvur, sem tengdar eru saman með sérstökum tölvunetum. Enn sem komið er kosta einmenningstölvur tengdar saman í net ekki minna en fjölnotendatölvur, sem þjóna jafn mörgum notendum. Oftast eru ET netin dýrari auk þess að þau eru óöruggari i rekstri. Af þessu má draga þann lærdóm að þegar unnt er að leysa vandamál með sjálfstæðum einmenningstölvum sé það ódýrast. Þá er að sjálfsögðu engin afstaða tekin til þess hvernig til hefur tekist að leysa verkefni á skrifstofum með einmenningstölvum. Um það hafa menn deilt stanslaust frá tilkomu þessara tækja og halda væntanlega áfram enn um sinn. -si 17

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.