Tölvumál - 01.12.1987, Qupperneq 5

Tölvumál - 01.12.1987, Qupperneq 5
starfsaðferðir þeirra hafa vankanta ekki siður en verklag tæknimannanna. Hér á landi má fljótlega vænta svipaðrar þróunar varðandi sjónarmið fólks gagnvart tæknimönnum. Á siðasta áratug hafa stjórnmálamenn oft varpað ábyrgð af mistökum sinum yfir á tæknilega ráðgjafa. Margar tæknilegar framkvæmdir hafa vissulega verið umdeildar. Enginn vafi er á þvi að neikvæð umræða um verklegar framkvæmdir og fjárfestingar hefur komið verkfræðingum illa. Til skamms tíma þurftu hagfræðimenntuðu stéttirnar ekki að liða fyrir umræðu af þessu tagi. Það hefur breyst hin síðari ár. Hin miklu gjaldþrotamál og rekstrarerfiðleika undanfarinna ára hafa flest verið skrifuð á reikning hinna svonefndu "fjármála- manna". Einnig má nefna að opinberar hagfræðistofnanir hafa lent í erfiðleiktun með að sýna fram á ágæti sitt. Umræður hafa til dæmis orðið um að efnahagsáætlanir séu of ónákvæmar og hagfræðingunum hafi mistekist að segja fyrir um þróun í mikilvægum málum. Óhætt er að fullyrða að umræðan i þjóðfélaginu hafi verið hinum "fjármálamenntuðu" stéttum óhagstæð undanfarna mánuði. Margt af þvi fólki, sem sótt hefur i viðskiptanám hefur verið mjög metnaðarfullt og framagjarnt. Nemendur tækni- háskólanna hafa þótt heldur rólegri. Nú virðist sem ungt metnaðarfullt fólk sæki i auknum mæli i tækninám. í verk- fræðináminu sér það framtiðarmöguleikana. Tiltölulega fáir eru heillaðir af tækninni, sem slikri. Hún er einungis tæki. Hinir ungu tæknimenn hafa ekki endilega áhuga á að finna upp nýja tækni eða leita nýrra leiða. Það eru fyrst og fremst laun og framavon, sem heilla. Tæknilegur áhugi er að vaxa i okkar heimshluta. Þrátt fyrir ýmisleg tæknileg mistök undanfarinna ára er almenningur jákvæðari en áður gagnvart tækni og tæknimönnum. Eðlileg afleiðing af þessari þróun er að vegur tæknimenntaðra manna fer vaxandi. Stefán Ingólfsson 5

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.