Tölvumál - 01.12.1987, Page 14

Tölvumál - 01.12.1987, Page 14
350 ÞÚSUND KRÓNUR Á NOTANDA Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um verðfall á einmenningstölvum. Söluverð þeirra reiknað i bandaríkja- dölum hefur lækkað \om 30% á ári til jafnaðar undanfarin ár. Þessari þróun hefur stundum verið likt við byltingu. Minna hefur verið fjallað um að söluverð á meðalstórum tölvum sem hefur einnig lækkað mikið undanfarna mánuði. Lækkunin er ekki eins mikil og þegar einmenningstölvur eiga í hlut. Talið er að söluverð þessara tölva lækki um 20% árlega reiknað i dollurum. Verðlækkunina má aðallega rekja til harðnandi samkeppni. Mest ber þar á stórfyrirtækjunum IBM og DEC. Einn af lesendum TÖLVUMÁIA sendi okkur nylega grein, sem fjallaði um þessa þróun. í henni var fjallað um niður- stöður úr könnun, sem bandariska fyrirtækið The Sierra Group í Arizona gerði á raunkostnaði nokkurra tölvugerða. Greinin birtist i nóvemberblaði "Computer Economics". Athugun The Sierra Group var að því leyti athyglisverð að hún tók til heildarkostnaðar við tölvukaup á 5 ára tíma- bili. Reiknað var með tölvukaupum, hugbúnaði og viðhaldi fullkomins kerfis fyrir skrifstofusjálfvirkni. Rannsökuð voru tæki frá 4 framleiðendum. Umfang kerfanna var breytilegt. Reiknað var með kerfum fyrir 4 notendur og allt upp i kerfi fyrir 100 notendur. Lækkandi kostnaður. Könnunin leiddi i ljós að kostnaður hefur farið lækkandi siðasta ár. Helstu ástæður þess eru að fjöldi hagkvæmra tölva af millistærð hefur verið settur á markaðinn á síðustu mánuðum. Viðskiptamenn njóta þar einkum harðnandi samkeppni IBM og DEC. Einnig hefur fyrirtækið Data General sett ný afkastamikil tæki á markaðinn undanfarin ár. Aðrir framleiðendur koma einnig við sögu. Lækkun á söluverði tækja hefur þó ekki skilað sér að fullu i lækkuðu verði á tölvukerfum. Hugbúnaður hefur hækkað á móti og dregið úr áhrifum tækniþróunarinnar. 14

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.