Tölvumál - 01.12.1987, Page 16
svo að þegar afkastageta tölvukerfis fjórfaldist tvöfaldist
kostnaðurinn. Einnig má segja að unnt sé að fá niu sinnum
afkastameira kerfi fyrir þrisvar sinnum hærra verð. Svo er
að sjá að þetta gamla lögmál um hagkvæmni stærðarinnar
gildi ekki lengur. Að minnsta kosti gefur könnunin aðra
mynd. Hún gefur þvert á móti til kynna að kostnaður á
hvern notanda lækki ekki endilega þó tölvubúnaðurinn verði
öflugri.
Ef tekið er meðaltal af kostnaðarverði þess búnaðar, sem
The Sierra Group kannaði kemur i ljós að kostnaður á hvern
notanda er afar svipaður i kerfum fyrir 16 notendur og
kerfum fyrir 50 notendur. Kostnaður á hvern notanda i 100
notenda kerfi er til jafnaðar einungis 6,5% lægri en i 16
notenda kerfi. Ef Grosch lögmál væri enn i gildi mundi
kostnaður i 100 notenda kerfi vera 60% lægri en i 16
notenda kerfi.
Segja má að kostnaði tölvukerfa með allt að 100 notendur
megi lýsa þannig að stofnkostnaður nemi 32.000 dollurum og
siðan bætist 9.312 dollarar við fyrir hvern notanda, sem
tengst getur kerfinu. Ef þessar fjárhæðir eru reiknaðar
yfir i islenskar krónur má reikna með því að stofnkostnaður
fjölnotendakerfis sé 1.200 þúsund krónur. Til viðbótar
þarf siðan að greiða 350 þúsund krónur fyrir hvern notanda.
Þetta eru án efa hærri fjárhæðir en margir söluaðila vilja
viðurkenna að gildi hér á landi. Kostnaður við tækjakaup
er hærri hér á landi en i Bandaríkjunum. Af þeim sökum má
þvert á móti vænta þess að kostnaður sé enn hærri hér á
landi.
Til fróðleiks er hér á eftir birt yfirlit yfir kostnað við
nokkur tölvukerfi eins og áætla má hann eftir bandarisku
könnuninni.
Fiöldi notenda
Kostnaður
i bús kr.
5
10
25
50
75
100
2.946
4.692
9.930
19.614
27.390
36.121
16