Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 7
Óheyrilegur auglýsingakostnaður hækkar verð tölvunámskeiða. Heyrst hefur að kostnaður við það að fá nemendur á styttri námskeið (8-20 klst.) sé orðinn allt að 40% af tekjum af hvers námskeiðs. Er það álit þeirra sem standa að tölvuskólunum, að breytist þetta ekki, þá muni skólarnir hætta slíkum námskeiðum, en einbeita sér að lengra námi. Há laun í tölvufyrirtækjum. Félag íslenskra iðnrekenda gekkst fyrir könnun á launakjörum starfsmanna í tölvufyrirtækjum. Kom í ljós að laun þeirra eru mjög góð ef borið er saman við önnur fyrirtæki með svipaðan rekstur. Starfsmenn eru almennt ánægðir með þessi launakjör, en sagt er að eigendur fyrirtækjanna stynji undan háum launakostnaði. Athygli vekur í þessari könnun FÍI að sölumenn eru almennt ekki sérmenntaðir og fylla lægri launaflokkana. Virðist sem tölvunarfræð- ingar og verkfræðingar leggi ekki á þá braut ótilneyddir. Þeir sem það hafa gert eru sagðir ágætir sölumenn vegna sérþekkingar sinnar og faglegrar umfjöllunar. Er ekki ástæða fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki að huga að þessum mikilvæga þætti rekstrarins með áherslu á vandaða og góða sölu- mennsku með sérmenntuðu fólki? í erlendum stórfyrirtækjum eru það yfirleitt best menntuðu starfsmennirnir sem sinna sölumálum. Radarstöðvar Nató. Mikið kapp er nú hlaupið í íslensk verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtækji vegna fyrirhugaðra framkvæmda við radarstöðvar. FÍI hefur haft forustu um að vinna að kynningu íslenskra fyrirtækja á þessu sviði með það fyrir augum að þau fái hlutdeild í uppbyggingu radarstöðva fyrir Nató á íslandi. Mun um háar fjárhæðir að tefla, en heildar- kostnaður við þetta verk er talinn verða á bilinu 200 - 300 milljónir dollara. Guðríður Jóhannesdóttir - 7 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.