Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 4
FAGFÉLAG TÖLVURÁÐGJAFA Fyrir nokkrum árum hafði ungur snyrtilega klæddur maður samband við undirritaðan. Hann kvaðst vera rekstrarráðgjafi með tölvur sem sérsvið. Erindi hans var að spyrjast fyrir um faglega hæfni ákveðins manns, sem hafði sótt um vinnu hjá meðalstóru fyrirtæki. Ungi maðurinn var ráðgjafi fyrirtækisins við að stofna tölvudeild og ráða starfsfólk. Hann hafði þegar hér var komið sögu unnið í tæpt ár við að forrita litlar tölvur. Menntun hans fólst í þriggja mánaða nám- skeiði í tölvuforritun á ónefndum skóla í Bandaríkjunum auk þess að hann hafði lokið grunnskólanámi. Þeir sem kalla sig tölvuráðgjafa eiga ekki nema nafnið sameiginlegt. í hópi þeirra eru margir hæfir menn sem hafa mikinn starfsmetnað og hafa skilað góðu starfi. Aðrir kalla sig ráðgjafa í tölvumálum þó að störf þeirra eigi lítið sammerkt með ráðgjöf. Oft er um illa dulbúna sölumennsku að ræða. Ráðgjöf í tölvumálum er einn þáttur í almennri rekstrarráðgjöf. Til rekstrarráðgjafa eru gerðar miklar kröfur um faglega hæfni og að þeir séu hlutlausir í ráðgjöf sinni. Til dæmis gerir Félag ráðgjafar- verkfræðinga, sem er eitt elsta fagfélag ráðgjafa hér á landi, strangar kröfur til félaga sinna. Aðili, sem leitar ráða hjá sérfróðum aðila um hvernig hann geti best komið tölvumálum sínum verður að geta treyst því að ráðgjafinn eigi ekki hagsmuna að gæta. Þessi hagsmunatengsl eru af ýmsum toga. Augljósust eru þau að sjálfsögðu þegar "ráðgjafi" mælir með því að keyptur sé tölvubúnaður sem hann flytur sjálfur inn eða notað tölvukerfi sem hann eða fyrirtæki hans hafa hannað. Sama máli gildir þegar "ráðgjafinn" tekur við þóknun frá tölvuinnflytjenda. Það gerist oftast þannig að tölvusalinn sendir ráðgjafanum eins konar umboðs- laun fyrir að mæla með sínum tölvum. Oftast eru hagsmunatengslin þó óljósari. Hér á landi er ekki starfandi fagfélag ráðgjafa í tölvumálum. Margir þeirra eru þó starfandi í öðrum félögum. Rekstrarráðgjafar, ráðgjafar- verkfræðingar og fleiri lúta siðareglum sinna samtaka og eru bundnir af þeim þegar þeir starfa að tölvuráðgjöf. Það er skoðun margra að tímabært sé tölvuráðgjafar stofni sérstakt félag. Félag tölvuráðgjafa þarf ao gefa út siðareglur fyrir félaga sína. Siðareglur leggja áherslu - 4 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.