Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 16
aukaafurðin, sem fjölmiðlar básúna nú út, og hún á athygli almenn- ings óskerta. í útgáfu bókarinnar 1976 sá ég alls ekki fyrir, hve mikill og einróma fögnuður almennings - a.m.k. í Bandaríkjunum - yrði, er tölvan varð hluti af daglegu lífi fólks. Buddur og veski manna gerast æ þrútnari af plastkortum með segulrákum til hvers kyns nota; þau duga eigandanum til ferðar með almenningsfarartækjum, til að taka út peninga í tölvubönkum, í stað þess að reka slík erindi við annað fólk eins og áður. Flestir Bandaríkjamenn eiga nú tölvu af einhverri gerð. Örtölvur leynast í ljósmyndavélum og þvottavélum, bílvélum og úrum, ritvélum og símum. Og yfirleitt tökum við ekki eftir þeim. Fullbúnar heimilistölvur eru þó enn ekki orðnar jafnalgengar á heimilum og t.a.m. símtæki. Tölvuleikir Þær tölvur, sem almenningur hér veit einkum af, eru leikjatölvurnar, sem nú er krökkt af í leiksölum hvarvetna. Og tölvuleikir voru vissulega til 1976, þegar ég skrifaði bókina. Þegar ég lít um öxl nú, er mér engan veginn ljóst, hvers vegna ég áttaði mig ekki á því þá, hverju máli þeir skipta. Ég efa það ekki nú, að tölvuleikirnir, eins og þeir eru nú stundaðir í Bandaríkjunum, staðfesta að fullu þá svartsýni mína á framtíð heimsmenningarinnar, sem ég setti fram í bókinni. Menn hljóta vitaskuld að örvænta, ef þeir hugleiða, hvernig sjónvarpið er notað í bandarísku samfélagi. En svartsýnin hlýtur að margfaldast, þegar komið er inn í tölvusalina, þar sem ungmennin standa dáleidd við tölvuskjái. Ég óttast, að það sem ungu fólki er nú gert, jafnt í tölvusölum sem sumum skólastofum landsins, sýni sem skýrast hina sönnu ásjónu samtíma okkar. Ónotaleg saga er það og dapurleg. Til að kynna sér efni þessara tölvuleikja þarf ekki annað en kynna sér dagskrá sjónvarpsins (a.m.k. þess bandaríska). Þrennt er í boði; það sem Þjóðverjar kalla Unsinn, Blödsinn og Wahnsinn, þ.e. della, hálfvitaháttur og sturlun. Þar skiptast á efnislausir skemmtiþættir og hugsunarlausar ofbeldismyndir. Sama efni er á boðstólum laugardags- og sunnudagsmorgna, og þá í formi teiknimynda, svo að boðskapurinn verði börnunum aðgengilegri. Og það eru einmitt hlutir af þessu tagi, aðlagaðir nýjum miðli, sem við finnum í tölvuleikjunum. Sjónvarps- áhorfandi tekur ekki þátt í því, sem fram fer á skjánum. Við tölvuleiki gerast menn hins vegar virkir þátttakendur. Við sjónvarpið láta menn sér t.d. nægja að horfa á kafbáta skjóta tundurskeytum 16 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.