Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 20
á því, sem í þeim felst. Og yfirleitt er ekki ýkja mikil áhersla lögð á atriði sem þessi í námskrám tölvudeilda háskólanna heldur. Hugsanir af þessu tagi eru einatt afskrifaðar sem "heimspekilegar vangaveltur". Yið þetta bætist, að í öllu óðagotinu við að fylla skóla landsins af tölvum ferst það fyrir að veita kennurum þá þjálfun, sem þyrfti. Það er ljóslega með öllu ókleift að þjálfa fjölda kennara, svo í nokkru samræmi sé við þann fjölda af tölvum, sem nú flæðir inn í skólana. Og þar hafa bandarísk skólayfirvöld gert sér dyggð úr áfalli; nú er það kallað hólsvert, að bandarískir kennarar í tölvu- fræðum kunna yfirleitt minna fyrir sér en ungviðið, sem þeim er falið að fræða! Ég óttast, að niðurstaða alls þessa verði sú, að flestir unglingar, sem kynnast tölvum í grunn- og framhaldsskólum, verði færir um að gera sér líkön til tölvunotkunar, án þess þó að hafa minnsta hugboð um takmarkanir slíkra líkana. Þannig yrði alin upp ný kynslóð, óðfús að koma nýju tækniglingri á framfæri, þótt heimurinn sé þegar yfir- fullur, mettaður og ofurölvi af slíkum hlutum. En meira áhyggjuefni er þó það, að þessi barnslegi einfeldningsháttur, sem ég er að tala um, muni fela í sér, - og geri það í raun þegar -, afsal allrar ábyrgðar, - að menn loki huganum gagnvart ytri raunveruleika, án þess að þeim finnist, sem nokkurs sé misst; - með öðrum orðum blindu á afleiðingar unninna verka, sálardoða eins og þann, sem tölvuleik- irnir valda. Tölvudýrkun Hér ofar tók ég dæmi af sjónvarpinu og líkti því við tölvuleikina. Þeim samanburði mætti fylgja eftir. Að líkindum er erfitt að meta, hvaða áhrif sjónvarp hefur á áhorfanda, ef hugað er að einstaklingi, sem horfir á sjónvarpsþátt. En áhrif sjónvarpsins á þjóðfélag okkar í heild einkennast ekki síst af því, að sama efnið grípur hugi milljóna manna í senn. Þessu má líkja við tölvurnar. Tökum dæmi af tölvuleiknum "Defender". í honum er borgum óspart eytt með kjarnorkusprengjum. Eitt er það, ef unglingur leikur slíkan leik einn síns liðs. Allt annað er hitt, ef leikurinn er settur í samhengi, leikinn af mörgum sama sinnis, af hópi félaga, sem eru leiknum alvanir og orðnir gegnsósa af öðrum slíkum leikjum. Það er menn- ingarlegt samhengi af þessu tagi, sem taka verður með í reikninginn, þegar við hugleiðum, hvaða áhrif það mun hafa að innræta börnum lotningu fyrir tölvum. Innræta þeim lotningu fyrir þeirri tegund rökhyggju, sem þarf til að forrita tölvu, og þá skoðun, að útreikn- framh. á bls. 22 - 20 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.