Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 17
að fleytum "óvinarins", og geta fagnað því, ef vopnin hæfa mark sitt. í tölvuleik getur unglingur skotið tundurskeytunum sjálfur og fundið af eigin raun þá spennu, sem því fylgir. Hér var ég næstum búinn að skrifa "þá spennu, sem því fylgir að drepa", og þau pennaglöp segja sína sögu: Ég býst við að fáir skipstjórar kafbáta líti á sig sem manndrápara, er þeir styðja á þann sakleysislega hnapp, sem sendir tundurskeyti í átt að skotmarki sínu. Og fáir flugmenn sprengjuflug- véla líta þeim augum á verk sitt, er þeir sleppa sprengjunum. Það væri flestum mönnum um megn að vinna slík verk, ef þeir gætu ekki haldið nokkrum fjarska milli sjálfra sín og afleiðinga verka sinna, "klínískri fjarlægð", eins og læknavísindin kalla það. Og án alls rósamáls: það þarf að þjálfa venjulega menn af hörku og sljóvga sálarlíf þeirra verulega, áður en þeir fást til að sökkva skipum með tundurskeytum eða sleppa sprengjum, sem eyða heilum stórborgum nokkrum mílum fyrir neðan þá. Við hernaðarþjálfun er raunar miklum tíma og orku varið einmitt til þess að ljá manndrápum sem sakleysislegast og tæknilegast yfirbragð. Og hið sama á við um alla þá, sem starfa að smíð vopnahluta eða þróaðri búnaðar, sem vísar eldflaugum greiða leið að skotmörkunum, sem þeim hafa verið valin. Það er umtalsverður markaður hér í heimi fyrir fólk, sem er þegar haldið slíkum sálardoða, þegar það hefur starfsævi sína; fólk, sem hlotið hefur rækilega þjálfun í því að tengja ekki á nokkurn hátt í huga sér verk sín annars vegar og hins vegar áhrif þeirra á þá, sem í lokin njóta verkanna eða verða fórnarlömb þeirra. Flestir tölvuleikir, sem ég hef séð, þjálfa einmitt slíka "hæfileika". Flugvélum og kafbátum er eytt án afláts. Sprengjur eru látnar leggja heil lönd í auðn. Margir leikir eru þannig úr garði gerðir, að þar skal enginn lifa af. Að "vinna" felst einatt í því að halda leiknum gangandi lengur en aðrir, þ.e. að reynast stórvirkari og skjótari til mannvíga. Á markaði hér í Bandaríkjunum er jafnvel til leikurinn "Hefnd Custers", þar sem sá sigrar, sem tekst að nauðga flestum Indíánakonum. í þeim leik er verknaðurinn hvítþveginn af allri þjáningu, angist og niðurlægingu. Það er stutt á hnappa úr plasti, það er allt og sumt. Þetta er það, sem ég á við, þegar ég fjölyrði um sálardoða. Kennsla og raunveruleiki Þegar þetta er skrifað, er ástand í skólamálum Bandaríkjanna í ringulreið. Fjölmiðlar hafa lýst því yfir, að við lifum á "upplýsinga- 17 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.