Tölvumál - 01.01.1988, Side 13

Tölvumál - 01.01.1988, Side 13
('Mvndflötur birtis sem getur birt sviprit. / Dæmi: Myndflötur mvndlamoa-) og mótald (Búnaður sem mótar og afmótar merki. / Eitt af hlutverkum mótalds er að gera kleift að senda stafræn gögn um gaenarás sem ætluð er fyrir flaumræn gögn. ...). í þessum sem flestum öðrum tilfellum þarf venjulegur tölvunotandi sem hugsanlega er unglingur í grunnskóla (gætið að því að venju- legur tölvunotandi í dag er ekki sambærilegur við venjulegan tölvunotanda fyrir fimm árum) stutta einfalda og hnitmiðaða skýringu sem segir á venjulegu máli hvað orðið á við: skjár: sá hluti tölvunnar þar sem letrið birtist, og mótald: tæki til að senda um síma gögn úr einni tölvu í aðra. Hér sést líka annar munur á hinni almennu málnotkun og staðli íðorðasafnsins. Venjulegur tölvunotandi í dag hefur enga sérstaka þörf fyrir hina nákvæmu aðgreiningu staðalsins. Hann getur sem best notað orðið skjár (og gerir það hiklaust) yfir myndflötinn, mæninn (e: monitor) og jafnvel tölvuna alla ef hún er diskalaus. Screen. Cathode-rav Tube. Visual Displav Unit. Monitor og Video Terminal heitir allt skiár í munni almennings. Jafnvel öll tölvan getur heitið skjár, t. d. þegar menn tala um að sitja við skjáinn (en það er þá væntanlega pars pro toto). Hér hefur verið bent á það að vegna hinnar skyndilegu og öru tölvubyltingar er brýn þörf fyrir tölvuorðasafn fyrir almenning sem styðst að svo miklu leyti sem kostur er við orðaforða Tölvuorða- safnsins. Almenningur getur ekki notað Tölvuorðasafnið nema að litlu leyti af eðlilegum ástæðum. Það er hins vegar ekki æskilegt að reyna samsteypu íðorðasafns og tölvuorðasafns fyrir almenning. Til þess eru markmið slíkra safna of ólík. Tölvuorðasafn fyrir almenning myndi styrkja stoðir Tölvuorðasafnsins mikið ef rétt er að staðið. Nýyrði verða að fá bæði kynningu og notkun til þess að öðlast líf, sum fá ekki líf þrátt fyrir það, en þá koma önnur þeirra í stað. Það er nefnilega öruggt að almenningur stendur ekki orðlaus gagnvart tækninni. Vilhjálmur Sigurjónsson er kerfisfræðingur hjá Microtölvunni hf. 13 -

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.