Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.01.1988, Blaðsíða 18
öld". Og nú er þjarmað að skólunum, og heimtað, að þeir sjái börnum, fimm ára og eldri, fyrir tölvukennslu. Hér er meiri háttar tískubóla á ferð. Og þessi tískubóla er að líkindum ekki eins léttvæg og þær, sem áður hafa farið hjá. Nú á að móta hug ung- viðisins á nýjan hátt. Og þetta er ekki aðeins til skemmtunar. Varðar þetta að einhverju leyti tölvuleikina, sem ég hef rætt um hér? Já, að minnsta kosti á tvo vegu. Eitt er það, að á litlu tölvurnar, sem settar eru í skóla, má leika flesta vinsælustu tölvuleikina. Og það eru slíkir leikir, sem laða margt barnið að tölvum í upphafi. Við getum m.ö.o. vænst þess, að þau verði "menntuð" til ofbeldis án sektarkenndar, til sálardoða af því tagi, sem sækja má í leiksalina og oft í heimilistölvuna líka. Það félli þá í hlut skólanna að styrkja slíka "þjálfun". Annað er svo það, að forritunarkennsla sú, sem skólar munu að líkindum standa að til að búa ungviðið til þátttöku í upplýsingaþjóð- félaginu svonefnda, mun fela í sér hönnun líkana meðal annars. Og sú iðja hentar ekki síður til að rjúfa tengsl milli verks og afleiðinga verks en tölvuleikirnir, sem ég hef rætt um. í eðli sínu er hún þó öllu lævísari. Það er vissulega hægt og auðgert að kynna ungviðinu gerð reiknilíkana, án þess að skaði sé að. Til þess þurfum við ekki annað en vökula kennara, sem sjálfir vita, hvað líkön eru; hvað læra má af þeim og hvað ekki. Ég ræði um líkön og fræðikenningar í bókinni. Það sem hér skiptir máli, er að líkön fela aðeins í sér meginatriði þess, sem þeim er ætlað að koma til skila. Eigi að prófa bíl í vindgöngum, skiptir ytra form bílsins eitt máli. Sæti og allt annað, sem finna má inni í raunverulegum bíl, skiptir ekki máli í slíku líkani. Það er með öllu háð ásetningi höfundar líkansins, hvaða þáttum raunveruleikans hann sinnir og hverjum ekki. En það er sama, hvert markmiðið er. Líkan - og hér hef ég í huga tölvulíkön af ákveðnum þáttum raunveru- leikans -, hlýtur eðli síns vegna að verða svipt næstum öllu, sem felst í þeim raunveruleika, sem það á að spegla. Og þess vegna er það í öllum tilvikum afar takmarkað, sem hægt er að læra af líkani. Sá kennari sem veit þetta og gerir sér fulla grein fyrir því í tölvukennslu, á þess því kost að forða nemendum sínum frá allri oftrú á þeim verkum, sem þeir vinna á tölvur. En raunin er hins vegar sú, að sárafáir kennarar (á hvaða skólastigi sem er), gera sér grein fyrir þessum takmörkunum líkana og átta sig framh. á bls. 20 18 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.