Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 4
ERFIÐLEIKAR í UPPLÝSINGAIÐNAÐI Á liðnum vetri var rætt um rekstrarerfiðleika nokkurra tölvufyrir- tækja. Sum urðu gjaldþrota en önnur voru yfirtekin af sterkari fyr- irtækjum. Mönnum ber saman um að mikils samdráttar gæti í sölu tölvubúnaðar. Hann hófst síðari hluta árs 1987 og hefur haldið áfram á þessu ári. Ástandið hefur valdið innflytjendum og tölvusölum búsifjum. Einnig hefur gætt erfiðleika hjá fyrirtækjum sem framleiða hugbúnað. Mörgum hefur gengið þunglega að afla verkefna og orðið að draga saman seglin ekki síður en seljendur. Fyrir nokkrum árum varð mikill samdráttur í upplýsingaiðnaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Sérstaklega voru árin 1985 og 1986 tölvuframleiðendum þung í skauti. Nokkur af kunnustu tölvufyrir- tækjum í heimi lentu í erfiðleikum. IBM varð fyrir umtalsverðum áföllum og varð að endurskipuleggja rekstur sinn. Sömu sögu er að segja af Apple. Eftir tveggja ára samdráttarskeið tók markaðurinn við sér á ný. Hinn ört vaxandi hugbúnaðariðnaður í Bandaríkjunum varð einnig fyrir áföllum. Sérstaklega urðu lítil fyrirtæki illa úti. Fram að þessum erfiðleikaárum höfðu menn átt að venjast stöðugum vexti í upplýsingaiðnaði. Fyrirtæki höfðu miðað áform sín og rekstraráætlanir við 30% til 40% söluaukningu á ári. Þau voru illa í stakk búin til að mæta óvæntum samdrætti. Á þessum árum voru almennt miklar sviptingar í rekstri bandarískra fyrirtækja. Mörg þeirra neyddust til að endurskipuleggja rekstur sinn og skera niður rekstrarkostnað. Tölvudeildir lentu undir hnífnum ekki síður en aðrar rekstrareiningar. Upplýsingadeildir hafa átt að venjast meiri þenslu en framleiðsludeildir. Tölvuvæðing hefur verið forgangsverkefni og oft gengið fyrir um fjármagn. Þó að illa gengi höfðu tölvumenn ekki þurft að draga jafn mikið saman seglin og aðrir. Árin 1985 og 1986 breyttist það sjónarmið. Tölvudeildirnar þurftu að sætta sig við að minnka umsvif, endurskoða áætlanir eða fresta framkvæmdum til jafns við aðra. Það kann að hafa ráðið afstöðu stjórnenda fyrirtækjanna að efasemdir höfðu víða vaknað um arðsemi tölvuvæðingarinnar. Sam- drátturinn náði ekki til íslands. Afkoma fyrirtækja í upplýsingaiðn- aði hér á landi var almennt góð þau ár sem áður eru nefnd. Ekki er ósennilegt að við getum dregið lærdóm af reynslu Banda- ríkjamanna. Það sem af er þessu ári hefur gætt erfiðleika í rekstri fyrirtækja í flestum atvinnugreinum. Gjaldþrot hafa verið tíð, fyrirtæki hafa verið yfirtekin af öðrum sterkari og mörg hafa endur- 4 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.