Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 7
HEIÐURSFÉLAGI LÁTINN Gunnlaugur G. Björnson, fyrrver- andi skipulagsstjóri Útvegsbanka íslands og kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna, lést 26. ágúst s.l., 76 ára að aldri. Gunnlaugur var einn af stofnendum Skýrslutæknifélagsins og endur- skoðandi þess frá byrjun. Hann var stærðfræðingur að mennt og einn af frumkvöðlum gagna- vinnslumála hérlendis. Kunnur var hann fyrir það hversu fljótt og auðveldlega hann gat tileinkað sér hina nýju tækni með sjálfsnámi. Þeim hæfileika hélt hann allt til síðasta árs. Gunnlaugur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. um áraraðir í stjórn Starfsmannafélags Útvegsbanka íslands, formaður Sambands ísl. bankamanna, fyrsti formaður samstarfsnefndar um Reiknistofu bankanna og um skeið formaður Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Á 20 ára afmæli Skýrslutæknifélagins 6. apríl s.l. var Gunnlaugur gerður heiðursfélagi í þakkarskyni fyrir störf að málefnum félagsins og að þróun upplýsingatækni á íslandi. Félagar í Skýrslutæknifélaginu senda fjölskyldu og ættingjum Gunnlaugs samúðarkveðjur. - kþ. TÖLVUMÁL 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.