Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 14
DV í HÓPI STÆRSTU TÖLVUSALA? Könnun Tölvumála bendir til aö árlega séu seldar 600 til 800 notaöar ET tölvur fyrir allt aö 40 milljónum króna. Af þeim seljast 500 til 600 í gegnum auglýs- ingar í DV. Velta smáauglýsingadálka DV er 25 - 30 milljónir króna aö mati Tölvumála. Þaö skipar þeim í hóp umsvifamestu tölvusala á landinu. Endursölumarkaður Tölvur endast í skamman tíma. Við mat á fjárfestingum eru tæki og hugbúnaður afskrifuð á 5 árum. Fjölnotendatölvur verða verðlausar á fáum árum eftir að hætt er að framleiða þær. Því veldur ekki síst mikill viðhalds- og rekstrarkostnaður. Tölvur úreldast á fáum árum. Nýjar og ódýrari gerðir koma sífellt á markaðinn. Þær eru fyrirferðar- minni, hraðvirkari og krefjast minna viðhalds en hinar eldri. Talið er að verð á tölvum lækki um 20% á ári reiknað á föstu verðlagi. Þessi þróun veldur því að hefðbundnar tölvur eru ekki varanleg eign. Erlendis er víða nokkur markaður fyrir notaðar tölvur. Hann er þó minni en ætla mætti sökum þess hversu illa tækin endast. Með tilkomu einmenningstölvanna breyttust þessar forsendur. ET tölvur eru mjög öruggar. Það kosta minna að reka þær en fjölnotendatölvur. Mikið af ódýrum og góðum hugbúnaði er fáanlegur fyrir þær. Auðvelt er að auka afköstin. Bæta má seguldiskum, segulminni og hraðvirkum örgjörvum í gamlar vélar og skipta um skjái. Reynslan sýnir að vegna þessara eiginleika endast ET tölvurnar lengur en eldri tölvugerðir. í landinu eru nú 13 - 15 þúsund einmenningstölvur. Árlega seljast 3000 til 3500 nýjar vélar. Af þeim sökum má vænta þess að hér á landi komi upp líflegur markaður fyrir notaðar ET tölvur eins og gerst hefur í öðrum löndum. Tölvumarkaður DV Hér á landi er enn sem komið er tæplega unnt að tala um skipulegan endursölumarkað fyrir ET tölvur. Stærstu tölvusalarnir taka þær ekki í endursölu. Eigendur einmenningstölva leita þó oft til tölvusalanna til að fá upplýsingar um endursöluverð. Nokkrir tölvusalar sem Tölvumál leituðu til voru sammála um að tölvur af gerðum sem enn eru framleiddar seljist notaðar fyrir 65% til 75% af verði nýrra. Tölvur sem hætt væri að framleiða seljist með enn meiri afföllum. 14 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.