Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 8
Bjarni Júlíusson: Á I i t a m á I RANNSÖKNARSTOFNUN Á VILLIGÖTUM? Fyrir nokkru bárust undirrituðum niðurstöður nefndar sem skipuð var til að fjalla um framtíðarskipan rannsókna í tölvufræðum innan Háskólans. Þar sem niðurstöður nefndarinnar snerta nokkuð starfsemi hugbúnaðarhúsa þótti við hæfi að skoða hvaða áhrif slík stofnun gæti haft á hugbúnaðariðnaðinn í landinu. Niðurstöður nefndarinnar voru þríþættar. í fyrsta lagi taldi nefndin að nauðsynlegt væri að efla rannsóknir hérlendis í tölvufræðum. í öðru lagi var talið að nú væri tímabært að sameina krafta hinna ýmsu stofnana sem vinna að tölvumálum innan Háskólans og reyna þannig að nýta betur alla aðstöðu, búnað og mannafla er Háskólinn hefur yfir að ráða. í þriðja lagi, taldi nefndin að mikil þörf væri á að efla sérstaklega þjónustu við íslenskan hugbúnaðariðnað. Til að ná fram þessum markmiðum telur nefndin að nú sé tímabært að stofna "Upplýsingatæknistofnun íslands". í skýrslu nefndarinnar er því lýst hvernig stofnunin skuli uppbyggð og hvernig starfsemi hennar skuli háttað. Flestir geta fallist á það, að ofangreind markmið nefndarinnar séu æskileg og eflaust væri það íslenskum tölvu- og upplýsingaiðnaði og Háskóla íslands til framdráttar, ef þau næðu fram að ganga. Hins vegar eru þær leiðir sem nefndin hugðist fara til að ná fram ofan- greindum markmiðum vægast sagt hæpnar og gætu jafnvel verið skaðlegar íslenskum hugbúnaðariðnaði. Yið lestur skýrslunnar vöknuðu ýmsar áleitnar spurningar um hlutverk þessarar stofnunar og munu nú nokkur sláandi atriði tínd til. Til hvers nýja stofnun? Hverjum á þessi ágæta stofnun að þjóna? Er henni ætlað að þjóna hugbúnaðarhúsum eða á hún að aðstoða önnur fyrirtæki sem þurfa á 8 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.