Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 22
HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA MENNTUNARÁTAK FYRIR ÍSLENSKAN HUGBÚNAÐARIÐNAÐ Á vegum Endurmenntunarnefndar Háskóla íslands, í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda og Skýrslutæknifélag íslands, verður í vetur boðið upp á röð námskeiða fyrir þá sem starfa við hugbúnaðar- gerð. Markmið þessarar samvinnu er að efla íslenskan hugbúnaðar- iðnað. Á námskeiðunum verða kynntar nýjungar í tölvunarfræðum, nýjar aðferðir við þróun og framleiðslu hugbúnaðarkerfa og kennd verður verkefnastjórnun við hugbúnaðargerð. Er það von aðstandenda að með þessu megi auka afköst og gæði í þessari nýju hátæknigrein og stuðla að aukinni samræmingu innan hennar. Námskeiðin hafa skipulagt: Frá Háskóla íslands; Oddur Benediktsson, prófessor, Páll Jensson, prófessor og Helgi Þórsson, forstöðumaður Reiknistofnunar H.í. Frá hugbúnaðariðnaðinum; Bjarni Júlíusson, framkvæmdastjóri Tölvu- Mynda h.f., Björgvin Schram, viðskiptafræðingur og Bergur Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Verzlunarbanka íslands. Nánari upplýsingar um námskeiðin verða í næsta tölublaði TÖLVU- MÁLA. 22 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.