Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 1
SH og SÍS fá rekstr- 52. árg. — Þriðjudagur 24. apríl 1962. — 91. tbl. Sá brezki hlaut 250þús. kr. sekt Dómur var kveðinn upp í Reykja vík i gær í máli Grimmars togara- skipstjóra frá Aberdeen, sem sak- aður var um ólöglegar veiðar inn- an islenzkrar landhelgi. Var hann dæmdur til greiðslu 250 þúsund króna sektar og sakarkostnaðar, en afli og veiðarfæri gert upp- tækt. Það var varðskipið Þór, sem tók togarann, BEN LUI, hinn 18. apríl á Selvogsbanka og fór með hann hingað. Réttarhöld hófust þann dag um kvöldið (miðvikudag) og var þeim haldið áfram á skírdag og þar næst á laugardag, og dómur loks upp kveðinn í gær. Skipstjóri var borinn þeim sök- um, að hafa verið að velðum 1 til 1]'> mílu innan markann?-, en hann taldi sig vera utan þeirra. Brezka eftirlitsskipið Russell kom á vett- vang og gerði mælingar, sem gefn- ar voru upp fyrir réttinum, og voru þær í samræmi vifi framburð Grimmars skipstjóra. Bnr þannig mikið á milli. Ben Lui var búinn að vera að veiðum nolikra dagá. Hann var með 350 kassa. Togari þessi er með stærri tog- urum £ Aberdeen, en þó nokkru minni en íslenzku togararnir. í' t Ofæffuferð I stolnum bíl Akureyri í morgun. Maður slasaðist illa er hann tók í ölæði bifreið ófrjálsri hendi og hvolfdi henni á allmikilli ferð að- faranótt skírdags. Slys þetta skeði skammt frá Öxnafelli í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði, og pilturinn sem ók bílnum bæði mállaus og heyrnarlaus og hafði epda ekki ökuréttindi. Hafði pilturinn setið að drykkju kvöldið áður og fram á nótt, en þá tekið bíl bróður síns f óleyfi og geystist af stað. — Skammt frá Öxnafelli lenti hann út af veginum og hvolfdi bílnum niður í skurð, hlaut við það mikið höfuðhögg og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri um nótt- ina. Þar hefur hann legið síðan. arlán í Ameríku Fisksölusamtökin sem selja frystan fisk tii Anieríku, Sölu- miðstöðin og SÍS fengu fyrir nokkru 1,5 millj. dollara lán í Bandaríkjunum fyrir milligöngu Landsbanka Islands. Er lán þetta upphafið að því að leystir verði rekstrarfjárörðugleikar þeir sem gerðu vart við sig vegna stór aukinnar fisksölu á amerískan markað. Er áfram unnið að því að fá frekari rekstrarlán og má búast við að þau fáist á næst- unni og myndi ástandið þá batna veruiega. Þeirri 1,5 millj. dollara sem nýlega fengust var skipt þann- ig, að SH fékk 1,125,000 doll- ara en SÍS 375 þús. dollara. Af þessum fjárhæðum greiddu sölu samtökin allmikinn hluta upp í eldri bráðabirgðalán, en lánið hefur þó stuðlað að því að stytta greiðslufrest á fiski sem sendur er til Ameríku. Er nú unnið að því að fá frekari rekstrarlán með veði í fiskbirgðum í Banda- ríkjunum og að því stefnt, að hægt verði að greiða alian fisk jafnóðum og hann fer úr landi. Bókaútgáfa Helgafells hélt Kiljansafmæli hátíðlegt í Há- skólabíóinu í gær á 60 ára afmæli Halldórs Kiljans Lax- ness Nóbelsskálds, og voru forsetahjónin meðal gesta. Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis I. M. við það tækifæri. Talið frá vinstri: Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti Is- lands og Ragnar Jónsson for- stjóri Helgafells, sem þakkar þeim komuna. Nánari frásögn af Kiljansafmælinu er á bls. 5 Fullkomin samstaða Karlsefnis-manna VÍSIR TOGARINN Karlsefni kom á sum- ardaginn fyrsta til Reykjavíkur og lagðist utan á þá mörgu togara, sem lágu fyrir við Faxagarð vegna verkfallsins. Strax og togarinn var kominn að bryggju gengu út í hann fulltrúar Sjómannafélags Reykjavíkur, þeir Jón Sigurðsson, formaður, Hilmar Jónsson, varaformaður og Pétur Sigurðsson ritari og fulltrúar Dags- brúnar þeir Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Félagsfundur Ekki áttu þeir þó miklar viðræð- ur við skipsmenn að sinni aðrar en þær að spyrja hver vilji eða sam- staða hefði verið um að fara í auka söluferðina, sem stjórn Sjómanna- félagsins telur verkfallsbrot. Boð- uðu þeir skipsmenn til fundar við sig á laugardaginn í ákrifstofu fél- agsins. Ekki mættu þó margir á þeim fundi. í dag ætlaði stjórn Sjó- mannafélagsins að ræða málið og mun væntanlega verða haldinn al- mennur félagsfundur um málið síð ar í vikunni. Allir sammála. ’ /lsir stti ;al af »stípstióranum á Karlsefni, Halldóri Ingimarssyni. — Öll skipshöfnin var sammála um að fara í þessa aukasöluferð, sagði Halldór. Ég talaði við þá alla og enginn mælti á móti því. í allri ferðinni var fullkomin samstaða um að halda henni áfram til loka og gott samkomulag. — Var skipsmönnum ljóst, að hér væri um verkfallsbrot að ræða? Þeim var ljóst, að stjórn sjó- mannafélagsins myndi líta svo á, en þess ber að gæta, að það' er ekk- ert óalgengt að togari fari þannig í tvær söluferðir án viðkomu f Reykjavík. Losnuðu við ásókn. — Hvers vegna lokuðuð þið talstöðinni? — Það gerðum við nú bara til að hafa frið. Enda kom í ljós að sí- felld ásókn var að ná sambandi við skipið, aðallega frá blöðunum í Reykjavík og við máttum ekki vera að þvi að sinna því. Hinsveg- ar tókum við á móti skeytum til skipshafnar. Lftið talað. — Töluðu þeir ekki við þig frá ^ramh 5 síðu Togarinn Karlsefni kominn í höfn eftir lJ/2 mánaða útVist og hér liggur hann í- höfninni við hlið ina á öðrum verkfallstogurum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.