Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 10
Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. 10 V'SIR Höggbor raforkumálastjómarinnar að starfi á bakka Brúarár.j Yirkjun Brúarár — Frh. af bls. 9. Efri Brúará frýs aldrei svo vit aS sé, því upptakslindir hennar eru einungis fáa km frá stíflu- stæði. Er því nokkurn veginn sama hitastig á vatninu vetur sem sumar, eða um 2 — 3 gráður á Celsíus. — Hafa mælingar á rennsli verið gerðar I Brúará? — Já, við Dynjanda frá því 1948. Við Efri Brúará hafa ein- ungis verið gerðar einstaka mæl ingar, en síritandi vatnshæða- mælir var settur þar upp í fyrra. — Hvað um boranirnar? — Boranirnar, sem undanfar- ið hafa verið framkvæmdar við Brúará, eru gerðar í þvl augnamiði að kann'a jarðveg á stíflustæðum og í stæði hugs- anlegrar pípulínu. Upp við stíflu stæði eru mjög þykkar mýrar, oft með sandi eða jökulruðningi undir. Mjög erfitt er að ferðast um þessar mýrar nema þegar þær eru frosnar og er það ein ástæðan fyrir því, að verkið er framkvæmt á þessum tíma. — Af því að þú minntist á Dynjanda 1 Brúará og vatnsmæl- ingar þar, væri ekki úr vegi að spyrja hvort þar hafi einnig verið athugaðir virkjunarmögu- leikar. — Jú, það hefir verið gert, auk þeirra athugana sem að framan greinir á Efri Brúará. í Dynjanda er rennslið um 66 m 3/sek., fallhæð um 10 metrar og stærð virkjunar tæp 6MW. — Eru líkur til að þarna verði ráðizt í virkjun á næst- unni? — Um það þori ég ekkert að segja að svo komnu máli. Hitt er svo annað mál að báðir þessir virkjunarstaðir við Brúará eru nokkurn veginn full rannsakaðir og þess vegna unnt að ráðast í virkjun þar með stuttum fyr- iryara. Þ.J. Stúlka óskast í borðstofu starfsfólksins á Kleppsspítalanum. Uppl. hjá matráðskonunni. Sími 38164 eftir kl. 14. Fiskverkunarhús og skemma Kópavogskaupstaðar við höfnina í Kársnesi eru til leigu frá 15. ágúst n. k. Tilboð skulu send á skrifstofu Kópavogskaupstaðar, Skjólbraut 10, fyrir 15. maí n. k. BÆJARSTJÓRINN í KÓPAVOGI. /jbrótfir . — ' Framh. af 2. síðu. réttri hefðu átt að vera a. m. k. 2 — 3 eftir gangi leiksins, en fram að þessu hafði St. Mirren vörnin með Clunie miðframvörð, sem lang- bezta mann, varizt ótrúlega. Á 40. mín. varð mannfjöldanum loksins að ósk sinni og Brand, v. innherja Rangers tekst að skora af markteig en Wilson bakverði tókst ekki að ná boltanum þrátt fyrir góða tilraun. St. Mirren sýndi líf fyrstu 5 mín. í síðari hálfleik var engu líkara en St. Mirren hefði tekið öll völd í sínar hendur,, og fyrstu 5 mínút- urnar voru Paisley-menn í mikilli sókn og hætta skapaðist við Rang- ersmarkið. En eftir 5 fjörlegar mín- útur St. Mirren féll allt í sama farið og Rangers hóf að leika þann yfirburðaleik, sem verið háfði í fyrri hálfleiknum og á 12. mín. síð- ari hálfleiks skoraði Wilson 2:0 fyrir Rangers frá markteig. Will- iamson gerði tilraun til að verja þetta snögga skot, en árangurs- laust. Eftir þetta kom mikið vonleysi í leik St. Mirren og leikurinn varð mjög daufur, sigur Glasgow Rang- ers 1 bikarkeppninni í 16. skipti var staðreynd. Síðustu mínúturnar var pressa á St. Mirren-markið, án marks. Rangersáhorfendurnir fögnuðu \ þessum sigri sinna manna, sem er 16. sigur þeirra í bikarkeppninni i frá úpphafi. Fyrirliðinn Eric Cal- dow og vinstri útherjinn Wilson hlupu heiðurshring með hinn stóra silfurbikar á milli sín. i . ■ Verðskuldaður Rangers-sigur. Sigur Glasgow Rangers i þessum , leik var verðskuldaður, sem fyrr ’ segir. Rangers sýndi mjög góðan framlínuleik, en á vörnina reyndi sáralitið, því leikurinu var ein- stefnukenndur. Hvað eftir annað tókst framlínunni að leika inn að markteig, en hinn sterki miðvörð- j ur St. Mirren bjargaði oft ótrú- lega vel. Beztir í framlínu Rang- erse voru þeir Brand og Wilson, sem mynduðu vinstri væng sókn- arinnar, en framlínan í heild sýndi geysifallega knattspyrnu oft á tíð- um. St. Mirren mátti sín lítils og átti ekki nema 10 — 20% af leiknum, og átti vömin því annríkisdag ejns og sjá má. Langbezíur í vörninni var fyrirliðinn Clunie, en bakverð- irnir Wilson og Campbell áttu og góðan leik og sama má um Will- iamson markvörð segja. Við ís- lendingarnir I stúkunni á Hampden vorum að sjálfsögðu með Þórólf undir smásjánni og um hann má þetta segja: Þórólfur var greinilega með langbeztu tælcnina af öllum þeim 22 leikmönnum, sem við sá- um í þessum bikarúrslitum. Þórólf- ur átti að leilca á vinstri kanti en leika mikið inn á völlinn en Kerri- gan eða Fernie skipta við hann um stöðu á meðan. Þórólfur útfærði þetta rétt en hvorugur félaga hans virtist skilja þetta og af þeim sök- um var staða han á vinstri kanti mjög dau~.ir punktur lengst af i sókn St. Mirren. Tækni Þórólfs naut sín heldur ekki nema örsjald- an vegna, að því er okkur fannst, ólöglegiar hörku leikmanna Rang- ers, sem brutu niður allt sem fínt gat talizt. Þórólfur var þó bezti maður framlinu St. Mirren, og eini maður hennar, sem reyndi að kom- ast í gegn með samvinnu, hinir reyndu allir með eigin krafti og dugnaði. Dómarinn dæmdi hér mjög vel, á skozka vísu, en hræddur er ég um að svona leikur yrði líkastur flautukonsert hjá dómurum annars staðar, þar sem menn vilja leiða fram fínni og betri knattspyrnu. Að lokum: Mér fannst að Þórólfur eigi ekki hcima í hinrii grófgerðu skozku knattspyrnu. Til þess er hann of Iaginn og „tekniskur“ leik- r.iaður. Hvað eftir annað var hann valdaður kröftulega þannig að hann fékk ekkert að gert og í þau 2 — 3 skipti, sem hann reyndi hörku sjálfur fannst mér það ekki „klæða hann“. Meginlandsknatt- spyrnan ætti að falla Þórólfi betur. jbp. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Austurstræti 4, sími 10292. Kaup’ gull og siltur Heilbrigðu rætur eru undir- staða velliðunar Látið þýzku Berkanstork skóinnleggin lækna fætur yðar Skóinnleggstofan Vífilsgötu 2 Opið kl. 2-4,30. Innflutningur rafritvéla til landsins er frjáls I B M býður yður: fjölbreytt leturúrval, margs konar LITI, sem hæfa skrifstofu yðar og húsgögnum. Fislétt í áslætti. Fáir takkar, en miklir möguleikar. Örugg tækni aðstoð og stór varahlutalager. @¥76 A. MICHELSEN Klapparstíg 25—27 ¥eg@fesfing iælum Sefiism upp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.