Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. V'SIR CBCIL SAIN7 -LAURENl / / KAROL (CAROLINt CHERIE) 18 orð af vörum en stalst til að líta á hina fagurvöxnu mey við hlið sér, sem var alls ófeimin þótt hún stæði þarna hálfnakin. Án þess að hafa mælt nokkurt orð fór Karolína að klæða sig og sneri baki að Inezi, er hún reimaði að sér lífstykkinu, og heyrði hana þá allt í einu segja að baki sér: — Yður er sjálfsagt vel ljóst hve þér hafið fallegan hnakka. Karolína kipptist við og roðn- aði. Hún sneri sér að henni vand ræðaleg á svip og vissi ekki hverju hún skyldi svara, er henni voru slegnir slíkir gull- hamrar, en Inez virtist ekkert taka eftir þvi og gekk að henni og vaggaði um leið dálítið mjöðmunum og hjálpaði henni að reima lífstykkið. — Er það of fast reimétð? — Nei, alls ekki, þúsund þakk ir J Inez settist á rúmstokkinn og fór að greiða hið fagra hár sitt og fór séi að engu óðslega. Karolína, sem nú var ltomin í kjólinn, hefði gjarnan viljað halda úfram samræðunni, en vissi ekki hvað segja skyldi og ákvað að fara niður í borðsalinn. Þegar hún hafði setið þar dá- litla stund með mjólkurkrúsina fyrir framan sig kom Inez og var hrokafull og eins og viðut- an. Hún settist gegnt Karolínu, bragðaði ekki á brauðinu, drakk tvo eða þrjá mjólkursopa, reis a fætur án þess að yrða á Karo- línu og fór svo leið sína í kennslustofuna. Allan daginn var framkoma hennar svipuð. Karolína reyndi árangurslaust að draga að sér athygli hennar, en Inez virtist ekki veita því neina athygli. Karolína komst að þeirri niður- stöðu, að hún hlyti að hafa reitt hana til reiði um morguninn og spillt því tækifæri, sem hún hafði haft, til þess að fá hana fyrir vinkonu. Þegar hún kom um kvöldið í herbergið sat Antoinetta við náttboðið og var að skrifa bréf. Hún þóttist vera önnum kafin og svaraði henni vart, er hún ávarpaði hana, en litlu sfðar reis hún snöggt á fætur og gekk að jrúmi Karolínu, sem hafði lagt Hreinsum allan fatnað Hreinsum vel \ Hreinsum fljótt Sækjum - Sendum ifnalaugin LINDIN m. Hafnarstræti 18 Sími 18820. Skúlagötu 51 Simi 18825. j sig á rúm sitt. — Hafðu ekki fyrir að neita því, að þú ert ástfangin í Inezi! — Ég veit ekki við hvað þú átt, sagði Karolína lágt og var sér þess meðvitandi, að hún hafði skipt litum. Karolína varð að játa með sjálfri sér, að stúlkan hafði satt að mæla. Hún skildi ekki hvern- iy á því stóð, að hún þráði heitt vinfengi þessarar stúlku, svo heitt, að það var ástríða, lík þeim, sem hún hafði lesið um í skáldsögum, þegar karl og kona unnust. Það var eins og dofnað hefði yfir ævintýrinu í skógin- um með Gaston við að kynnast þessari stúlku. Mest furðaði hún sig þó á spurningu Antonettu, sem virtist líta á hugarfar henn- ar sem eðlilegar tilfinningar, og ekkert verið auðveldara en geta sér til hverjar þær væru. — Þú mátt ekki halda, að ég |sé þér fjandsamleg, hélt Antoin- ette áfram. Ég hefi líka elskað hana og liðið mikið hennar j vegna. Hún er ekki eins og ung- ! ar stúlkur ættu að vera, hún er kvendjöfull, I hamingju bænum, þegið. j Hún getur komið á hvaða augna j i bliki sem er. j — Hafðu engar áhyggjur, — I hún fer á hverju kvöldi í kapell- i una til þess að biðjast fyrir. Ég . skil ekkert í hvernig hún getur j Igert það, því hún hefur játað fyrir mér, að hún sé ekki trúuð, en það sem ég vildi segja, að hún hefir gert mér svo mikið illt, og eins mun fara fyrir þér, ef þú gætir þín ekki þegar í byrjun. Ef ég gæti mín ekki — hvað stoða ákvarðanir — annaðhvort elska menn einhvern — eða ekki. Þær þögðu stundarkorn. — Elska — eða elska ekki, sagði Antoinette og hermdi eftir henni. Væna mín, þú virðist vita meira en svo, að ég geti gerst svo djörf að ráðleggja þér neitt. En ég hefi að minnsta kosti gert skyldu mína sem kristin stúlka og aðvarað þig — gegn mann- eskju, sem mun gera þér illt eitt. Andlit Antoinette hafði verið hörkulegt frá byrjun, en nú var sem hatur leiftraði úr augum hennar. Hú flýtti sér að hátta. Hún lagði aftur augun og brátt virtist andardráttur hennar ró- legur, en Karolínu grunaði, að hún þættist sofa. Brátt opnuðust dyrnar. KK SOKRYs S\Z(' AP’OLOGIZE7 A, M WARRIOR, "SUT THE TWO STRAMGER.S SH0UL7 SE TA<EM TO THE K.ING—“ T A R Z A H Mér þykir það leitt sagði foringi hermannanna, en við verðum að fylgja hinum tveim ókunnugu mönn Barnasagan — # — ilALLi q§ hafsían Brátt var ómögulegt að hafast við á þilfari KRÁKS. Loftið var orðið svo sárt, að mann verkjaði í augu og eyru og fæturnir voru eins og leður viðkomu. Prófessor- inn hafði safnað áhöfninni saman í káetu sinni. ,,með nokkrum vísinda- legum brögðum hef ég breytt káet- unni í yfirþrýstingsklefa," útskýrði hann og gat illa leynt ánægju sinni. 'SHOULI7 5E?* SRUTTEKEP KURAN. "I INSIST THAT THEY SE-- AN7 QUlCiCLV// g-b-56lð um fyrir konunginn. — Já, auðvitað sagði Kuran, ég krefst þess, að þeir verði leiddir fyrir konunginn, og það þegar í stað. .w.v Svo voru þeir leiddir fyrir hinn grálynda Uran, konung Urango. „Þið munuð ekki eiga erfitt um andardrátt, og það er engin hætta á að þið fáið súrefniskúlur í blóð- ið. Öll slík líkamleg óþægindi eru útilokuð hér í kiefanum. Ylckur líð ur öllum vel núna, er það ekki?“ „Nei,“ svaraði stýrimaðurinn. „Mig kitlar meira í líkþornið, en nokkru sinni fyrr, og það táknar, að við fljúgum beint í ógæfuna". „Della“, sagði vísindamaðurinn, „það er að- eins vegna þess að þið eruð óvanir því enn“. Og raunverulega hafði stýrimaðurinn enga ástæðú til að kvarta. Það var þægilegur hiti I til- raunastofunni, og suðið og tikkið í tækjunum virtust miklu meira ró- andi, heldur en gnauðið í vindin- um fyrir utan. „Já, eins og er líð- ur okkur ekki illa, en hvenær tek- ur þetta enda. Hversu hátt uppi er KRÁK núna?“ „4000 metra“, svar- aði prófessorinn hressilega. „Það táknar að við erum á leið niður. Sem sagt engin ástæða til að gera sér áhyggjur. En það versta «r, að við hröpum nokkuð hratt. Um lOO metra á mínútu. 15 Leikritið er spcnnandi. — Jæja, börnin góð, nú verðið þið að fara að slökkva. Hvað er þetta, er Inez ekki komin enn þa. Þá verið þið að bíða, en á morgun verð ég að segja henni, að hún megi ekki vera svo lengi í kapellunni. Góða nótt. Systir María-Angela brosti og lokaði dyrunum. Þessi nunna var ung og fögur og kom ávallt fram við stúlk- urnar eins og þær væru yngri systur hennar og gætu leitað ráða hjá henni, ef eitthvað bját- aði á, en einhvern veginn gat Karolína ekki fengið traust á henni, vegna þess, að hún var allt af brosandi og jafn vin- samleg. Þegar nokkur stund var liðin heyrði Karolína Inez koma. Hún lagði aftur augun og lézt sofa, en opnaði brátt augun lítið eitt til þess að gefa Inez gætur, en þegar hún hafði lagt frá sér sjal- ið hafði hún gengið út að glugg anum, stóð þar og horfði út. Svo leit hún sem snöggvast á Karolínu og svo á rúm Antoin- ette. Rólegur andardráttur beggja virtist sannfæra hana um, þær væru báðar sofandi. Hún fór að hátta, en fór sér að engu óðslega. Brátt stóð hún alls j nakin á gólfinu og virti fyrir sér líkama sinn. Stóð hún svo góða Váju*. íÍAFþÖR ÓOPMUNDSS0N Vesiíiruja&l /7,wím Simi 23970 INNHEIMTA L ÖOFRÆ QlSTÖHr EINAR SIGURÐSSON, hdl. Málflutningur . Fasteignasala tngólfsstræti 4 . Sfml 16767 MAGNÚS THORLACIUS Málaflutningsskrífstofa ACalstræti 9 . Sfmi 1-1875 PÁLL S. PÁLSSON hæstaréttarlögmaður Bergsstaðastrætu 14 Sími 24200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.