Vísir - 25.04.1962, Síða 5

Vísir - 25.04.1962, Síða 5
Miðvikudagurinn 25. aprll 1962. VISIR Messa eftir ungt reykvískt tónskáU fíutt i kvöU Pólýfónkórinn byrjar aðaltón- leika sína á árinu í kvöld í Landakotskirkju og frumflytur þá fyrsta verk sinnar tegundar eftir íslenzkt tónskáld, Messu fyrir blandaðan kór og einsöngvara, eft- ir Gunnar Reyni Sveinsson, nýtízku tónlist byggð á fornum texta. Gunnar Reynir er ungur Reyk- víkingur (f. 1933), sem útskrifað- ist frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík s.I. vor, þar sem hann hafði tónsmíðar fyrir aðalgrein, og var kennari hans Jón Þórarinsson tón- skáld. Hann hefir leikið á sláttar- hljóðfæri í sinfóníuhljósveitinni og einnig verið víbrafónleikari í ýms- um danshljómsveitum bæjarins. Tónleikar Pólýfónkórsins verða í Lahdakotskirkju fimm næstu kvöld, þeir fyrstu annað kvöld kl. 21 og verða þar flutt einungis and- leg tónverk eftir erlend tónskáld, auk messunnar eftir Gunnar Reyni Svéinsson. I gær áttu fréttamenn samtal við tónskáldið unga, Jón kennara hans og söngstjóra Pólýfónkórsins, Ing- ólf Guðbrandsson. Sagði Jón Þór- rinsson, að á seinni tímum hefði aðeins einn íslendingur samið sams konar tónverk á undan Gunnari Rejni, sem sé Sigurður tónskáld Þórðarson er samið hafi messu fyr ir karlakór. Messa Gunnars Reynis S'ildveiðin væri hins vegar samin fyrir bland- aðan kór ,hin fyrsta sinnar tegund- ar hér á Iandi um margar aldir. „Ég þori ekki að segja, hvað orðið hefur til af slíku tagi á dögum Jóns biskups Ögmundssonar," sagði Jón, „tel þó víst, að þá hafi gerzt margt merkilegt í tónskáldskap sem nú er L'atað. Þeir voru nefnilega virki- lega með á nótunum í þann tíð hér á landi, örugglega miklu tónvísari en 1 seinni tíð.“ Ingólfur Guðbrandsson söngstj. kvaðst hafa talið þetta svo merka frumsmíð hins unga tónskálds, að sjálfsagt hafi verið að freista þess að Pólýfónkórinn æfði það til flutn ings og hann hefði fljótt orðið þess viss, að það sómdi sér vel á efnis- skrá kórsins. En þ!að væri feikilega erfitt verk og framandi hérlendu söngfólki, byggt á nýjum tónasam- böndum. „En það hefur verið höf- uðtilgangur kórsins. frá byrjun að flytja tónverk frá fyrri öldum, 16. og 17. öld ,og svo aftur nútíma- verk. Of lítið hefur verið gert af því hér á landi áður að sýna fram á, að til hafi verið góð músik fyrir daga Johanns Sebastians Bach, og svo á hinn bóginn að kynna andleg tónverk sprottin upp í nútímanum. Þetta reynum við að gera jöfnum höndum." Gunnar Reynir kvað tvær tón- smíðar eftir sig hafa verið fluttar áður, á nemendatónleikum Tón- listarskólans. En þetta nýja verk hans, sem var samið í minningu tveggja systkina hans látinna og verið hafi prófverkefni í lokapröfi hans s.l. vor, væri svo vel æft af Pólýfónkórnum, og í samræmi við það, sem fyrir sér hafi vakað, og efaðist hann ekki um, að kórinn myndi skila þvi vel á tónleikunum. ELEXSAMBAND VIÐ ÚTLÖND Framh. al 1. síðu. — Síldveiðarnar í vetur marka þáttaskil, þannig að bú- ast má við að nokkrir hinna stærri báta stundi nú síldveiðar allan veturinn og hverfi frá netjaveiöum. Hér í Eyjum munu þetta vera um 15 bátar. Með nýju tækjunum teljum við að vetrarsíldveiðarnar séu orðnar árvissar og þegar nokkr- ir stærstu bátarnir snúa sér að þeim getur það þýtt að nokkuð dragi úr netjaveiðunum. Hafa margir og talið að netjaveiðin hafi verið of setin. í sambandi við þetta gat Björn þess, að Vestmannaeying- ar hefðu komið sér up 3500 mála síldarvarksmiðju, með litl- um stuðningi. Vissu fæstir um það að síldarverksmiðjan í Eyj- um væri svo afkastamikil, jafn- vel afkastameiri en síldarverk- smiðjurnar á Austfjörðum. í lok apríl er áfórmað að taka í notkun svokallað telexsamband j við útlönd. Þetia samband er þannig, að fyrirtælci og einstakl- ingar leigja tæki, sem hefur borð eins og ritvél. Er hægt að tengja tækið við tæki notenda erlendis og kemur þá það sem annar skrifar, fram á þar til gerðri rit- I vél hjá hinum. ' Þar sem hraðinn er takmark- aður, þegar vélrita þarf beint, er einnig hægt að fá með þessu aukatæki, til að gera göt á gata- strimil, sem síðan er rennt í gegn um sendivél. Gengur send- ing þannig miklu hraðar en ella. Tæki þessi eru mikið notuð erlendis og er þess vænzt að stærri fyrirtæki hér muni sjá sér hag í að nota þau. Til dæmis eru tíu slík tæki þegar í notkun í Færeyjum. Tæki þessi geta sparað mikið fé fyrir þá sem mikil viðskipti hafa við útlönd. Lágmarksgjald er tekið fyrir þrjár mínútur og geta menn síðan haldið áfram eftir þörfúm, og er þá tekið auka gjald fyrir hverja mínútu. Kost- ar um 40 prósent minna að nota þetta tæki en talsíma. Talsíma- gjald til Englands kostar nú l62 krónur fyrir þrjár mínútur, en j 93 krónur með telexsambandi. j Ef reiknað er með að send séu tvö til þrjú hundruð orð á þrem mínútum, kostar hvert orð að-, eins 40 til 60 aura. Sérstök stöð hefur verið sett upp til að annast þessa af- greiðslu og er rúm í henni fyrir 30 tæki. Ellefu tæki hafa þegar verið pöntuð og er búizt við að þau verði mun fleiri. Hver not- andi fær síðan skrá með nöfnum allrai notenda úti í heimi. Stofngjald tækis þessa er 10.000 krónur, en árlegt afnota- gjald verður 16.000 krónur. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld. Ljósm. Vísis I. M. Auknar líkur fyrir æðstu manna Framboð Sjálfstæðismanna Listi Sjálfstæðismanna við hrepps- nefndarkosningarnar I Seltjarnar- neshreppi er þannig: 1. Jón Guðmundsson, endurskoð- andi, Nýjabæ. 2. Karl B. Guðmundsson, banka- fulltrúi, Vegamótum. 3. Sigurgeir Sigurðsson, sölumað- ur, Skólabraut 41. 4. Snæbjörn Ásgeirsson, skrifstofu maður, Nýlendu. 5. Kristinn P. Michaelson, iðnað- armaður Unnarbraut 3C. 6. Ingibjörg Stéphensen, húsfrú, Breiðabliki. 7. Vilhjálihur H. Vilhjálmsson, kaupmaður, Skólabraut 17. 8. Ásgeir M. Ásgeirsson, kaupmað- ur, ’ögmbrekku. J. fryggvi junnaieinsson, bifreið- arstjóri, Tryggvastöðum. 10. Friðrik Dungal, kaupmaður. Til sýslunefndar Jón Guðmundsson endurskoð- andi. Til vara Karl B. Guðmunds- son, bankafulltrúi. Framboðslisti Sjálfstæðismanna í Miðneshreppi við sveitastjórnar- kosningarnar 27\. maí n.k.: 1. Jón Júlíusson, Tjarnargötu 10, 2. Páll Ó. Pálsson, Lágafelli, 3. Sigurður Ólason, Skólastr. 1, 4. Jón Axelsson, Brekkustíg 1, 5. Óskar Guðjónsson, Nprðurg., 6. Guðmundur Þorkelsson, Birkihl. 7. Aðalsteinn Gíslason, Tjarnar- götu 11. 8. Níels Björgvinss., Brekkust. 14 9 Húnbogi Þorleifsson, Uppsala- vegi 5, 10. Guðmundur Guðmundsson, Bala Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks ins til sýslunefndar: Guðmundur Þorkelsson, Birkihlíð Níels Björgvinsson, Brekkust. 11. I . Listi Sjálfstæðismanna á Seyðis- firði hefur verið ákveðinn. Efstu níu sætin eru þannig skipuð: 1. Pétur Blöndal iðnrekandi. 2. Sveinn Guðmundsson framkvstj. 3. Stefán Jóhannsson vélfr. 4. Hörður Jónsson verkamaður. 5. Guðmundur Gíslason bankaritari Þorbjörn Arnoddsson bifr.stj. 7. Mikael Jónsson verkamaður. 8. Theodór Blöndal bankastjóri. 9. Svavar Karlsson varðstjóri. Síðasta kjörtímabil sátu þrír Sjálfstæðismenn f bæjarstjórn. Nú koma fram fimm listar á Seyðis- firði ,sá fimmti borinn fram af vinsfcrimönnum. Harold Macmillan forsætisráð- ] herra Bretlands fer vestur yfir haf í dag og ræðir við Kennedy for- seta á laugardag — m.a. hið nýja viðhorf, sem til sögunnar kemur við að Bandaríkin byrja að sprengja á ný. Hann mun beita mjög áhrifum sínum til að vinna að því, að haldinn verði fundur æðstu rnanna, og líkur meiri en áð- ur fyrir, að samkomulag um slíkan fund náist. Á Bretlandi heyrðust margar raddir um það fyrir og um pásk- ana, að Macmillan ætti að reyna að fá Kennedy til að hætta við að spréngja meðan Genfarráðstefnan um afvopnun stæði, og Nehru for- sætisráðherra Indlands hvatti til hins sama, en Andrei Gromyko ut anríkisráðherra Sovétríkjanna end- urtók, að ef Kennedy heimilaði að hefja kjarnorkusprengingar í lofti, myndu Sovétríkin einnig hefjast handa um að reyna nú sovézk kjarnorkuvopn. Annars er það al- kunn staðreynd, að það er vegna hinna mörgu kjarnorkusprenginga Rússa s.l. haust, sem Bandaríkin telja sig knúin til þess að hefja þessar tilraunir nú, en jafnframt hefur Kennedy margsinnis lýst yf- !r, að Bandaríkin séu fús til þess að hætta við þessi áform svo framt að Sovétríkin fallist á bánn við framleiðslu og notkun kjarnorku- vopna og alþjóðlegt eftirlit með að slíkt bann verði haldið, en þessu hafa Rússar þverneitað, á þeim ý.-undvelli að þr* jafngilti njósn- um. Hlutlausu þjóðixnar hafa því reynt að miðla málum og lagt til, ..5 eftirlitið verði f höndum hlut- lausra þjóða. Sarht er vonað — Þott mörgum þyki dökk blika hafa færzt á loft við að kjárnorku- sprengingar hefjast á ný, ríkir nokkur bjartsýni um framtíðina. Horfur eru taldara öllu vænlegri um samkomulag um Berlín og jafn vel Krúsév látið f það skína. Það er mikið áhugamál Macmill- ans að koma á fundi æðstu manna og mun hann ræða það við Kenne- dy, sem er np sagður ekki frá- hverfur hugmyndinni, en eftir Krú- sév er nú haft, að hann sé nú sam- mála Kennedy um, að slíkan fund beri að undirbúa sem vandlegast. Jöfn skifti Þegar framboðslisti Þjóð- varnar var kominn fram, en framboðslisti kommúnista í burðarliðnum, hittust tveir menn, Frjálsþýðingur og kommi á götu. Frjálsþýðingurinn var montinn yfir þvf, að á frarn- boðslista hans væru átta fyrr- verandi kommúnistar. Komm- inn var hinn æfasti og sagði, að það væru tómir aular. Hefði Þjóðvörn líklega ekki þurft að sækja slíka menn til komma, þar sem hún ætti nóg af slíku sjálf. Til dæmis ættu Þjóðvam armenn tvo menn sem hann taldi lítilfjörlega á pósthúsinu, þá Leif Haraldsson og Ásgeir Höskuldsson, og hefði líklega ejns getað haft þá á listanum Frjálsþýðingurinn varð mjög undirfurðulegur á svipinn, þeg- ar hann hélt því frarn, að Leif- ur væri hinn mætasti maður, en með Ásgeir væri svo komið, að hann væri víst í fimmta sæti hjá kommum. „Því trNúi ég aldrei“, æpti kominn og þaut i burtu!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.