Tölvumál - 01.12.1988, Page 7

Tölvumál - 01.12.1988, Page 7
það er fjötrað í. Fjölga verður félögum með öllum ráðum. Hér með er skorað á stjórn Skýrslutæknifélagsins að leggja fram breytingatillögur við lög þess á aðalfundi í lok janúar. Breytingarnar miði að því að gera næstu stjórn kleift að breyta aðild að félaginu með það fyrir augum að opna það og fjölga félögum. Einnig að tillögur um félagsgjöld verði settar þannig fram að lækka megi félagsgjöld einstaklinga og taka sérstakt gjald af fyrirtækjum. Að lokum vill undirritaður sem formaður ritnefndar senda öllum nú- verandi og fyrrverandi samstarfsmönnum I nefndinni kveðjur og þakka ánægjulegt samstarf. Sérstaklega fær framkvæmdastjóri félagsins þakkir. Kolbrún Þórhallsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélagsins eftir næsta aðalfund. Hún hefur borið hitann og þungann af útkomu blaðsins, séð um að koma því í hendur félaga og ritað drjúgan hluta þess. Ritnefnd Tölvumála sendir öllum lesendum nýjum og gömlum bestu jóla- og nýársóskir. Nefndin þakkar fyrir samveruna á iiðnum árum og óskar félögum Skýrslutæknifélagsins gæfu og gengis á nýju ári. Nefndin sendir nýjum aðilum sem taka munu við útgáfunni baráttu- kveðjur. Stefán Ingólfsson TÖLVUMÁL7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.