Tölvumál - 01.12.1988, Side 8

Tölvumál - 01.12.1988, Side 8
FRÁ FORMANNI: Á aðalfundi Skýrslutæknifélagsins í janúar n.k. verða nokkur umskipti í stjórninni. Undirritaður, Lilja Ólafsdóttir og Stefán Ingólfsson, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Þau Lilja og Stefán hafa bæði setið lengi í stjórn SÍ og sett mikinn og já- kvæðan svip á starf félagsins. Enn um sinn mun þó félagið njóta krafta og ritfærni Stefáns sem ritstjóri Tölvumála. Þá hyggur hinn ágæti framkvæmdastjóri okkar á önnur mið, og er okkur öllum mikil eftirsjá í henni eftir frábær- lega vel unnin störf. Nú gætu menn freistast til að álykta útfrá þessu, að einhver misklíð sé á ferðinni, eða að stjórnarseta sé svo erfið eða jafnvel leiðinleg að fólk hrökklist frá félaginu. Ekkert af þessu er þó tilfellið, heldur öðru nær. Mér hefur a.m.k. fundist samkomulag í stjórninni og í félaginu í heild gott, og stjórnar- setan mjög skemmtileg og gefandi. Þetta segi ég ekki síst í þeim tilgangi að hvetja félagsmenn til að gefa kost á sér í næstu stjórn. Helst óska ég þess fyrir hönd félagsins að sjá 2-3 í framboði um hvert stjórnarsæti og fjöruga atkvæðagreiðslu á fjölmennum aðalfundi. Ég þykist nefnilega viss um að falleraðir kandídatar muni ekki fyrtast við. Viss samkeppni af þessu tagi mun hins vegar lífga upp á félagið og auka áhuga félagsmanna á starfsem- inni. En hvernig starfar stjórnin? Nú er það eflaust mjög mismunandi, en núverandi stjórn hefur fundað í hádegi, stundum allt að vikulega, en oftast þó sjaldnar. Sum mál eru unnin sameiginlega, en í öðrum skipta menn verkum og vinna nokkuð sjálfstætt í samvinnu við framkvæmda- stjóra. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna undirbúning funda, ráðstefna og annarrar félagsstarfsemi, sem stjórnin hefur ákveðið að standa að. Af slíkum viðburðum á undanförnu ári, má nefna ráðstefn- 8 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.