Tölvumál - 01.12.1988, Page 24
hægt er að hafa raunverulegt gagn af honum. Þetta á að vísu við um
allan tölvubúnað til hvers konar nota, en verður áþreifanlegra þegar
komið er að viðskiptagagnaskiptum.
Helst þarf að huga að eftirfarandi: hagkvæmni, mótaðilum, öryggis-
málum, lögfræðilegri hlið málsins, breyttu verklagi (rutiner), hvað á að
senda, gagnaflutningsaðferðum og samræmingu gagnastaka/kóða. Hverju
þessara atriða verða nú gerð viss skil, en það kemur berlega í ljós að
verulegur árangur næst eingöngu með samvinnu á breiðum grundvelli.
Hagkvæmni
Reynslan hefur sýnt, að eitt af skilyrðum þess að viðskiptagagnaskipti
milli tölva séu hagkvæm, er að allir geri hlutina nokkurn veginn eins,
noti sömu staðlana við samskiptin. En í hverju er þá þessi hagkvæmni
fólgin?
Búast má við sparnaði í eagnaskráningu. pappír oe pappírsmeðhöndlun.
í Bandaríkjunum er reiknað með 50-95% minnkun skráningarkostnaðar
í sambandi við pantanir og reikninga. Svíar reikna með að skrifstofu-
kostnaður við hvers kyns sendingar minnki um 20%. Við innflutning
sparast þannig 540 SEK á sendingu. innanlands 10 SEK á sendingu.
Hér er reiknað með að nær allir aðilar að sendingunni noti VIT, þ.e.a.s.
kaupandi, seljandi, flytjandi, tollur o.fl., og sparnaður allra lagður
saman.
Mörg fyrirtæki gera þó ráð fyrir meiri hagnaði af bættri áætlanagerð,
enda auðvelda VIT framkvæmd aðferðarinnar "á réttum tíma" (ÁRT)
eða "just-in-time" (JIT). VIT auðveldar ÁRT, og þar með fást betri
áætlanir, minni lagerkostnaður. stvttri afgreiðslutími o.fl. Að sjálfsögðu
dugar VIT hér ekki ein sér, sem einangrað fyrirbæri, heldur verða allir
þættir ÁRT-aðferðarinnar að vera í lagi.
Hérlendis eru aðstæður að nokkru leyti aðrar, og er það eitt af verk-
efnum nýstofnaðs vinnuhóps um viðskiptagagnaskipti, að finna hagkvæm-
ustu notkunarsvið þessarar tækni á íslandi. Leiða má getum að því
að tæknin nýtist helst í verslun (bæði smásölu og heildsölu), stærstu
fyrirtækjunum, bönkum, flutningsaðilum og tollstjórum.
Halda mætti þessum hagkvæmnishugleiðingum lengi áfram, en ég læt
lesendum það eftir í bili.
24 TÖLVUMÁL