Tölvumál - 01.12.1988, Síða 26

Tölvumál - 01.12.1988, Síða 26
Það er á þessu sviði sem mest starf fer fram núna. Verið er að skil- greina rafeindaskjöl ýmiss konar, með því að byggja á málfræðistaðlinum EDIFACT (ISO 9735). Starfið er lengst komið varðandi pantanir og reikninga, en nokkur evrópsk fyrirtæki eru að hefja tilraunasendingar á slíkum "skjölum". Þrátt fyrir stöðluð "rafeindaskjöl", þurfa fyrirtæki að koma sér saman um hvaða hlutmengi þeirra skuli notuð. Gagnaflutningsaðferðir Nota má misfullkomnar aðferðir við sjálfan skráarflutninginn. Allar hljóta þó að byggja á X.25 eða öðru gagnaneti. Fullkomnustu skráaflutningsaðferðirnar eru FTAM og X.400. Þær byggja á OSI-líkaninu og bjóða upp á margs konar möguleika, en sumir telja þær of dýrar í framkvæmd. Hægt er að nota aðferðir sem bundnar eru ákveðnum vélbúnaði, en það gerir erfitt fyrir um samskipti við þá sem hafa annars konar vélbúnað. Hugsanlegt millistig milli flókinnar aðferðar og vélbundinnar aðferðar er ODETTE. Það er einföld skráaflutningsaðferð sem ekki fylgir OSI. Aðferðin var þróuð af samtökum evrópskra bílaframleiðenda, og er raunar búin að vera í notkun hjá þeim í meira en ár. Samræming gagnastaka og kóða Á þessu sviði þurfa fyrirtækin að vinna mikið starf. Menn hafa nefni- lega tilhneigingu til að skilereina hlutina á mismunandi hátt. og eins vilja oft verða til innanhússaðferðir við að kóða uDDlvsingarnar. Tökum einfalt dæmi um mismunandi skilgreiningar: Afhendingardagur er túlkaður mismunandi af seljanda og kaupanda, það er aðeins kaup- andinn sem telur flutningstímann með. Nokkur dæmi um mismunandi kóðun upplýsinga: IATA og innanlandsflug Flugleiða nota mismunandi 3-stafa kóða fyrir íslenska flugvelli. Land- snúmer þegar hringt er, er ekki það sama og notað er í viðskiptum. Kaupandi og seljandi hafa nær alltaf sitt hvort vörunúmerakerfið. ODETTE-skráaflutningsaðferðin notar annað kerfi fyrir vistfang en X.25, og svona mætti lengi telja. 26 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.