Vísir - 26.04.1962, Síða 1

Vísir - 26.04.1962, Síða 1
VISIR 52. árg. — Fimmtudagur 26. apríl 1962. — 93. tbl. aðstaða til plast framleiðslu á Islandi Baldur Líndal efnaverkfræð- ingur bendir á það í skýrslu um orkufrekan útfiutningsiðnað er liggur fyrir Verkfræðingaþinginu, að aðstæða sé góð hér á landi til framleiðslu góðra plastefna. Segir hann að þessi efni ættu framundan mjög öra markaðsþróun innan- iands og jafnframt gæti aðstaða til útflutnings styrkst stórlega við það. •fc Stóraukinn innflutningur f sambandi við þessar hug- myndir um stofnun plastverksmiðju birti Baldur Líndal línurit er sýnir innflutning á plasti. Kemur þar í ljós að heildarinnflutningurinn sem nam um 250 tonnum árið 1955 var j j kominn upp í 900 tonn að verð- j mæti 40 milljón krónur árið 1960. ' Hann áætlar að innflutningurinn muni stóraukast á næstu árum og gerir ráð fyrir að hann verði orðinn 4000 tonn árið 1965, eða fjórfald- ur á við það sem hann var 1960. Þetta fylgir þeirri þróun, sem nú er að verða um allan heim. Alls staðar er um að ræða stóraukna notkun á plasti. Hér á landi gæti plastframleiðsla haft sérstaklega mikla þýðingu, þar sem við flytjum inn mikið af byggingarefnum, svo sem timbur og stál. En plastið gæti að nokkru leyti bætt okkur upp skortinn á innlendu byggingarefni. ir Acetylen og vinylklór Segir Baldur í erindinu að aðal efnin í pólyvinylplasti, sem er gott plastefni séu acetylen og vinylklór. í Acetylen er unnið úr léttum jarð- olíuhlutum, en nú er verið að full- komna aðferðir til að vinna það úr olíu með rafmagni. Vinnsla vinyl- klórs byggist hins vegar á saltsýru- gasi, sem fæst við sameiningu klörs og vetnis eftir rafgreiningu á salti. Framleiðsla klórs hefur verið at- huguð hér og þess er ekki að vænta, að um mikla erfiðleika væri að ræða þar, væri fyrirhuguð sæmi- lega stór verksmiðja. Talar Baldur þar um verksmiðju sem framleiddi 50 þúsund tonn af vinylklórid. Framleiðsla á þessum efnum gæti ðrkuraðslefmin orðið hagkvæmari hér en víða ann- ars staðar vegna þess að möguleik- ar eru á að fá ódýrara rafmagn en í öðrum löndum. -fc Heppileg aðstaða I erindi sínu vék Baldur að möguleikum á margs konar annarri framleiðslu sem byggist á raforku og jarðhita. I iok erindisins gerir hann grein fyrir hver grundvallar aðstaða sé til ýmis konar fram- leiðslu. Aðstaðan er bezt til framleiðslu á þungu vatni eða 19% okkur í vil. Framleiðsla á kísilgúr við Mý- vatn er 9% okkur í vil, á alumin- íum, natríum og vinylklórid er hún 8% okkur í vil á magnesíum 6% og á natríum klórat 5% okkur í vil. mgar í pósthásinu Bíllinn bilnði, bnrnið slnpp Á 7. tímanum í gærkvöidi mun- aði litlu, að slys yrði á Þórsgötu, rétt fyrir ofan Baldursgötu. Leigubifreið kom upp götuna, en beggja vegna hennar stóðu bif- reiðir, rétt austan Baldursgötu. — Þegar leigubifreiðin rann á milli þeirra, kom drengur hlaupandi fram fyrir aðra kyrrstæðu bifreiðina og hefði hann orðið undir leigubifreið- inni, ef bifreiðarstjórinn hefði ekki j snarhemlað. Stöðvaði hann bifreið j sína svo skyndilega, að hún slitn- ! aði niður að framan og var varla j ökufær á eftir. Hitaveita í Laugarnesi Hitaveituframkvæmdirnar í Laugarnesi ganga nú allhratt. Sem stendur eru tvær skurðgröf ur að verki við að grafa skurði fyrir hitaveitustokkum og sækir önnur þeirra upp eftir Bugðu- læk en hin upp eftir Rauðalæk. Nú þegar er búið að steypa fyrstu stokkana, frá Sundlauga- veginum og eftir Laugalæknum og jafnvel nokkuð á Bugðulækn- um. Hafa íbúarnir í hverfinu haft gaman af því að virða fyr- ir sér vinnubrögðin. Mynd þessa tók Ijósmyndari Vísis og sýnir hún hluta af stokknum sem bú- ið er að steypa og brunn á horni Bugðulækjar og Laugalækjar. Póststjómin hefur nú f athugun hvort heppilegt muni vera að taka upp postgiro þjónustu hér á landi. Þorgeir Þorgeirsson, viðskiptafræð ingur, er nú í Noregi, á vegum póststjórnarinnar, til að kynna sér þessi mál og mun hann síðar halda til Danmerkur og Svíþjóðar, sömu erinda. Þjónusta þessi er fólgin í bvi að pósthúsin hafa milligöngu um greiðslu ýmissa gjalda, sér í Iagi opinberra gjalda. Eins og nú háttar, verða menn að greiða á mismunandi stöðum skatta, útsvör, sjúkrasamlagsgjöld, rafmagnsreikninga, tryggingargjöld ! og svo framvegis. Ef postgiro væri komið á stofn j hér myndu menn geta lagt inn pen- inga á pósthúsinu og þurfa síðan ekki annað i að gera, en að senda pósthúsinu í posti, tilkynningar um hvað greiða skuli. Menn þurfa því að opna hlaupareikning hjá póst- inum, enda myndu flestar stærri stofnanir hafa slíka reikninga. Er því fyrst og fremst um að ræða millifærslu milli reikninga. Þar sem postgiro er fullkomið nær þetta þó enn lengra. Vilji mað- Framl. i 5 siðu Rafmagn Eldur í bílhlassi Tæknilega mögulegt, segir í nótt var slökkviliðið hvatt á Grundarstfg vegna elds f bflhlassi, og er gizkað á að eldsupptökin séu af mannavöldum. Vörubifreiðin R 975 stóð fyrir utan Grundarstíg 12 í nótt með heyhlass mikið. Allt í einu var því veitt athygli að heyið tók að loga og var slökkviliðinu þá gert aðvart. Var það ráð tekið að steypa heyinu af bílnum á götuna og á þann hátt slapp bfllinn frá skemmdum, en heyið eyðilagðist að mestu eða öllu. Talið er óhugsandi að kviknað hafi í heyinu öðruvísi en af manna völdum. — Nú orðið leikur eng inn vafi á því að tækni- lega er framkvæman- legt að flytja raforku frá íslandi til Skotlands um sæstreng, sem væri rúm lega 800 km. langur og síðan í loftlínu áfram suður um Skotland og England. Þetta sagði Jakob Gíslason raforkumálastjóri á Orku- málaráðstefnunni í morgun. Raforkumálastjóri sagði enn- fremur að ekki virtist fjar- stætt að hugsa sér þann möguleika að Bretar kaupi um skeið, meðan þeir eru að þróa kjamorkutækni sína, svo sem hálfa milljón kíló- watta frá tslandi á verði sem væri verulega lægra en vinnslukostnaður raforku úr kjamorkuverum. Það er ekki I #i B1 i if> i i~'i 11 C&lQfBSlDBtfQBfK vert að lita aiveg fram hjá þessum möguleika þegar ráða gerðir eru gerðar um framtíð ar orkubúskap okkar íslend- inga, sagði hann ennfremur. Ekki myndi slík virkjun svara kostnaði nema um sé að ræða flutning á miklu orkumagni, tæplega minna en hálfa millj. kílówatta af afli og 4 milljarða kwst. á ári. Gætu þá 1-200 millj. krónur á ári fallið f hlut Islands af slíkum útflutningi rafmagns. Þetta raforkumagn er sem svarar helmingur þeirra orku, sem með sæmilegu öryggi má fullyrða að fáist úr þjórsá. Raforkumálastjóri benti á ýmsar mótbárur þess að flytja rafmagn til Englands, en þar hefði áhugi verið IítiII á slíkum kaupum. En ekki má þó slá því föstu fyrirfram, sagði hann, að þessi mögu- leiki sé útilokaður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.