Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 3
vr 3 ifgurínn 2ö. apnl 1962. 3 :w:Xv:-; 1 vínstúkunni. Frá vinstri: Valdimar Gíslason, kaupmaður, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, og Sigurður Magnússon, form. kaupmannasamtakanna. Á dansgólfi: Reynir Sigurðsson kaupmaður og kona hans Svala Thorarensen f Ijómandi skapi. MYNDSJÁ Miðvikudaginn fyrir páska var mikið um dýrðir í Lido. Þar komu kaupmenn saman og héldu mik- inn sumarfagnað, sem formaður þeirra, Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri, stjórnaði. Bauð hann gesti velkomna með stuttri ræðu. Þrír kaupmenn og konur þeirra andspænis: Frá vinstri: Jón Bjamason, Sigurður Matthías- son og Jón Júlíusson og frúmar Oddný Sigurðardóttir, Vigdís Eiríksson og Lilja MaríUS' dóttir (fremst). Tvær af tízkuverzlunum bæjarins sýndu tízk- una. Herrabúð P&O sýndi karlmannatízkuna og tízkuverzlunin Guðrún sýndi kventízkuna. Segj- um við nánar frá tízkufréttum hér í Myndsjánni á Iaugardaginn og birtum þá myndir. Fólk úr dans- skóla Hermanns Ragnars sýndi Charleston. Á miðnætti var reitt fram kalt borð og var þar' hver krásin annarri meiri. Dansinn dunaði allt kvöldið og fram á sumar. Kaupmenn, konur þeirra og aðrir gestir voru á einu máli um, að þarna hefði verið hin bezta skemmtun. Myndsjá Vísis var auðvitað komin á vettvang og hér birtum við á síðunni í dag þrjár myndir frá fagnaðinum. ' ' ' ;■ Fólkið, sem sýndi fötin frá P&O og tízkuverzl. Guðrúnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.