Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 4
V SIR
Fimmtudagurinn 26. apríl 1962.
VERZLAR MEÐ ALLT
nema
enga
Heildverzlun Kristjáns Ó.
Skagfjörð á fimmtíu ára af-
mæli þann 27. apríl. Er hún
me3 elztu heildverzlunum bæj-
arins og jafnframt í hópi
þeirra stærstu. í tilefni af af-
mælinu átti Vísir viðtal við
Jón Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Fyrirtækið er nú til húsa I
Gamla Hamarshúsinu. Fyrst eft-
ir stofnun hlutafélagsins var það
til húsa í Túngötunni, en það
húsnæði varð fljótlega of lítið.
Húsið sem það nú er í er gamalt
og ekki sérlega fallegt. Stingur
mjög í stúf að koma inn í skrif-
stofurnar sem eru mjög bjartar
og vistlegar.
Eitt af því sem maður tekur
fyrst eftir, er það að fram-
kvæmdastjórinn situr mitt í allri
umferðinni. Segir hann að það
sé fyrsta skilyrðið í verzlun að
vera við fyrir hvern sem er. Um
leið og menn loki hurð að baki
sér séu þeir að loka úti væntan-
lega kaupendur. Snobberí segir
hann eiga lítið að gera í heil-
brigðum viðskiptum.
Heildsala á Patreksfirði
„Hvenær byrjaði Skagfjörð
að verzla?"
„Verzlunarleyfi hans var gef-
ið út á Patreksfirði 27. aprll
1912. Veitti það honum leyfi
til að verzla með hvað sem
var nema brennivln. Segir þar:
„Undanþegið leyfi þessu er
verzlun með áfenga Drykki.“
Guðmundur Björnsson sýslu-
maður gaf út leyfi þetta og
hefur hann skrifað „drykki“
með stórum staf.“
„Fékkst Kristján við smá-
sölu á Patreksfirði?"
„Hann byrjaði þegar á heild-
sölu og fékkst aldrei við aðra
verzlun. Hann hafði unnið í
Englandi árið áður og aflað sér
umboð fyrir ýmis fyrirtæki
þar. Verzlaði hann alltaf með
mikið af veiðarfærum, auk
allra algengra vara.“
„Hefur fyrirtækið enn eitt-
hvað af umboðum þeim sem
Kristján byrjaði með.“
„Eitt af elztu umboðum
Skagfjörð var Svenska Centri-
fugal Aktiebplaget, sem fram-
leiðir skilvindur og strokka.
Við seljum ennþá milli tíu og
tuttugu skilvindur á ári og
annað eins af strokkum. Annað
af elztu umboðunum er Reckitt
Colman, sem framleiðir alls
kynns hreinsiefni. Aðal sölu-
varan frá þeim var I eina tíð
ofnasverta, en hún er alveg
búin að vera núna. Eitt af því
sem alveg er hætt að selja
núna er olíufatnaður, sem mik-
ið var flutt inn af á sínum tíma.
Nú eru allir í plast eða gúmmí-
fötum."
Brautriðjandi
í félagsmálum
„Kristján hafði alla tíð mik-
inn áhuga fyrir félagsmálum?"
„Það má segja að hann hafi
haft miklu meiri áhuga fyrir
þeim en fyrir verzlun. Sérstak-
lega hafði hann mikinn áhuga
á ferðalögum. Hann var fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags ís-
lands frá stofnun þess til
dauðadags og lagði á sig mikla
vinnu vegna þess. Skáli Ferða-
félagsins í Þórsmörk ber nafn
hans. Einnig var hann mikiil
áhugamaður um skiðaíþrótt. Þá
hafði hann forystu um stofnun
Jón Guðbjartsson.
Golfklúbbs Reykjavíkur og
starfaði í Oddfe'lowreglunni."
„Fékkst Kristján við nokkur
önnur viðskipti en heildsölu?"
„Hann hafði alla tíð áhuga
fyrir útgerð. Meðal annars sá
hann einu sinni um rekstur tog-
ara og var einn af stofnendum
hvalveiðihlutafélagsins."
Fullkominn
heiðursmaður
„Hvað viljið þér segja okkur
um Kristján sem mann?“
„Kristján var einn hinna full-
ekkja hans, frú Emilía Skag-
fjörð, Haraldur Ágústsson og
Margeir Sigurjónsson. 1954
kom ég svo til fyrirtækisins,
sem framkvæmdastjóri."
„Hefur fyrirtækið vaxið mik-
ið síðan?“
„Þegar hlutafélagið var
stofnað var hlutaféð níutíu
þúsund, en er nú ein milljón.
Það gefur einnig nokkra hug-
mynd um vöxtinn að 1954
voru starfsmenn þrír en eru
nú 26.“
Veiðarfæraverzlunin
stærst
„Þið verzlið enn með mikið
af veiðarfærum?“
„Um helmingur verzlunar
okkar er veiðarfæri. Við flytj-
um þau inn frá Vestur-Evrópu
og I seinni tíð frá Japan. Verzl-
un með þau er á margan hátt
ólík flestri annarri verzlun. Við
getum til dæmis vitað nokk-
urn veginn hvað við seljum mik
ið á mánuði af þvottadufti, salti
og öðrum slíkum vörum. Um
veiðarfæri veit maður aldrei
neitt með vissu. Það er aldrei
að vita hvað lengi bátarnir eru
á línu, hvað djúpt þeir vilja
hafa netin þetta árið eða hvaða
möskvastærð og svo fram-
vegis. Þ essi verzlun er þv£ al-
ger sérgrein. Raunar er það svo
að ef við fáum að vita hvar við
landið, hvaða fisk og á hvaða
tíma árs á að veiða, getum við
sent veiðarfæri, sem örugglega
passa, án þess að fá nokkrar
frekari upplýsingar. Við verzl-
um svo mikið með þetta, að
það er varla til sá útgerðar-
maður, allt í kring um landið,
sem við ekki þekkjum persónu-
lega.“
Verzlunarbankinn
stærsta skrefið
„Ætlið þið að halda áfram
að stækka fyrirtækið?"
„Þurfið þið ekki að lána flést-
um ykkar viðskiptavina?“
„Flestum þurfum við að lána
um einhvern tíma og það er ein-
mitt orsökin fyrir okkar miklu
rekstrarfjárþörf. Þetta er þó
mjög mismunandi og yfirleitt
gengur okkur vel að fá borgað“.
„Fáið þið ekki lánstraust hjá
viðskiptamönnum ykkar erlend-
is?“ 11
„Það er yfirleitt auðfengið og
var áður fyrr oftast sex ,mánaða
Kristján Ó. Skagfjörð.
greiðslufrestur. Nú hafa gjald-
eyrisbankarnir sett hámarkstlm
ann þrjá mánuði á slík lán. Hef-
ur þetta valdið okkur nokkrum
óþægindum, en mun vera gert
til þess að hafa betri yfirsýn
yfir gjaldeyrisaðstöðuna. Ekki
alls fyrir löngu fengum við um-
boð fyrir danskt fyrirtæki sem
framleiðir ullargarn. Þeir vildu
að við hefðum hér nægar birgð-
ir af garni, en við sögðum þeim
að til þess hefðum við enga
peninga. Buðust þeir þá til að
senda okkur peninga til að
borga birgðirnar hér heima.
Áttu siðan umboðslaun okkar
að ganga upp í skuldina. Sótt-
um við um leyfi til að gera
þetta, en fengum ekki“.
Verðlagsákvæði óþörf
í frjálsri verzlun
„Hvað viljið þið segja um
verðlagsákvæðin?“
„Ég álít verðlagsákvæði al-
gerlega óþörf, þegar nóg er af
vörum. Það sem ræður því
hvort vara selst er verð og
vörugæði. Ef vörugæði eru
fyrir hendi, en verð ósam-
keppnisfært, selst varan ekki.
Það er því lítil hætta á að
menn leggi óeðlilega á. Auk
þess má ekki gleyma því að
það kostar visst að dreifa
vöru, hvort sem um er að ræða
ríkisverzlun, félagsverzlun eða
einstaklinga. Stundum hefur
hámarksálagningin farið niður
fyrir þetta Iágmark. Bezta út-
koman fyrir alla verður alltaf
sem mest frjálsræði , við-
skiptum."
Afmælishóf
1 tilefni af afmælinu verður
tekið á móti gestum í húsa-
kynnum fyrirtækisins í Gamla
Hamarshúsinu, við Tryggva-
götu, milli kl. 4 og 6 þann 28.
apríl.
ÞRJÚ INNBROT
komnu heiðursmanna. Það verð
ur ekki metið til fjár hvað það
hefur þýtt fyrir okkur'að fyr-
irtækið ber nafn hans. Kristján
safnaði ekki fé, heldur þvl sem
meira virði er, allra manna
virðingu og trausti. Kristján
var aldrei ríkur maður. Til
þess eyddi hann of miklum
tíma og fé I sln mörgu áhuga-
mál, og aldrei keypti hann
annað en það sem hann gat
borgað.“
„Hvað varð um fyrirtækið
eftir að hann dó?“
„Skagfjörð dó 1951, en 1952
var stofnað hlutafélag um fyr-
irtækið og eru I stjórn þess
„I verzlun er ekkert til sem
heitir að standa I stað. Það er
annaðhvort aftur á bak eða á-
fram.“
„Hver eru helztu vandamál I
heildv jrzlún?“
„Rekstrarfjárskorturinn er
erfiðastur. Þó er hreinn leikur
að reka verzlun núna miðað
við það sem var fyrir tveim ár-
um. Stafar 1 að aðallega af
auknu frjálsræði I innflutn-
ingi. Auk þess hefur stofnun
Verzlunarbankans verið mjög
stórt skref í framfaraátt. Eg
álit það einn stærsta dag ís-
lenzkrar verzlunarsögu þegar
hann var stofnaður.“
\ Uppvíst varð um þrjú innbrot
I gær • og höfðu a. m. k. tvö
þeirra erið framin í fyrrinótt en eitt
þeirra sennilega einhverntíma um
páskahelgina þó þess yrði ekki
vart fyrr en í morgun.
Þetta síðastnefnda innbrot var
I Vogaskóla. Eins og kunnugt er,
er helmingur skólahússins enn I
smíðum, en .jallarinn þó verið
i tekinn I notkun fyri - smíðastofur
S og kennslustofur yfir yngstu
\ nemendur. Inn I þenna kjallara
var brotizt og sprengdur upp lít-
ill peningakassi sem kennarinn
hafði geymt 1 skrifborði slnu. I
kassanum voru geymd spari-
merki og 740 kr. I peningum fyrir
seld sparimerki. Peningana hirti
þjófurinn en skildi merkin eftir.
Ennfremur fór þjófurinn inn í
herbergi umsjónarmanns og stal
fr' honum bæði litskuggamyndum.
og öðrum myndum.
í nótt var brotizt inn á tveim
stöðum. Annað þeirra var I bif-
reiðaverkstæði Drif h.f. að Hring-
braut 119 með því að brjóta rúðu
á bakhlið hússins og fara þar inn.
Ekki varð séð að neinu hafi verið
stolið að undanteknum tveim
lyklum úr bilum sem þar voru til
viðgerðar.
Hitt innbrotið I nótt var í verk-
smiðjuhús Sigurplast’s að Lækjar-
teig 6. Þar hafði þjófurinn komizt
inn um óbyrgt lúguop á vestur-
gafli hússins og inn I verk-
smiðjusalinn. Á milli verksmiðju-
salar og skrifstofu er lítil lúga og
þar I gegn hafði þjófurinn smeygt
sér, og stolið peningakassa af
! skrifstofuborði með þvl sem I
honum var. Peningakassinn var
40x25 sm að stærð og I honum
I voru geymdar 600 — 700 krónur i
| skiptimynt en auk þess mikil verð
mæti I víxlum, sem sumir hverjir
voru samþykktir og stimplaðir, en
hinsvegar ekki útgefnir.
Væntir lögreglan þess að þeir
sem séð hafa til ferða manna á
þessum slóðum, eða búa yfir öðr-
um upplýsingum, að þeir gefi sig
fram við hana.
35 þjóðir skulda Sameinuðu
þjóðunum enn árstillag sitt fyr
Xm'm 1 QdQ