Vísir - 10.05.1962, Page 7

Vísir - 10.05.1962, Page 7
Fimmtudagur 10. maí 1962. VISIR sr Ostar eru holl fæða Ostaréttur er með mikilvæg- ustu og beztu fæðutegundum, sem völ er á. í osti er mikið af eggjahvitu, vítamínum og sölt- um. Sérstaklega er mikið af fos- fór og kalksöltum. Flestir borða brauð með osti og er nú orðið völ á ýmsum ostategundum hér á landi. Getum við valið, hvort við viljum bragðsterkan eða bragðdaufan ost. Ennfremur eig. um við kost á feitum og mögr- um osti. Flestum þykir að vísu feiti osturinn bragðbetri, en fyr ir þá sem eru að reyna að grenna sig, er betra að velja magran ost. En ostur er ekki einungis hafður ofan á brauð, það er hægt að búa til ýmsa ostarétti og er það ágæt tilbreyting. Til þess er osturinn allt of dýr, segja margir. En miðað við næringargildi er ostur ekki ýkjadýr. Ef 30% fita er í þurr- efnum ostsins kostar hann 43,45 kr. kílóið, en ef 45% fita er í þurefnunum kostar hann 63,30 kr. kílóið. En það er ekki meira en borgað er fyrir beinlaust kjöt. í ostaréttum með rifnum osti er hagkvæmara að nota magra og ódýra ostinn, en þeg- ar osturinn er látinn bráðna á brauði er feiti osturinn betri. Kjötið er búið að missa nýja bragðið á þessum tíma árs, og skal því hér látið í té nokkrar uppskriftir af ostaréttum, sem góðar eru að bera fram á kvöld verðarborðið. Makkarónur meb osti: 80 g soðnar makkarónur 2 egg 1 dl. mjólk 1 dl. rjómi 25 g rifmn ostur salt Þeytið saman egg, mjólk og rjóma og blandið soðnum makkarónum og rifnum osti út í og salt' eftir bragði. Hellið öllu í smurt eldfast mót og strá- rifnum osti yfir. Látið nokkra smjörbita yfir ostinn og bakið réttinn um 20 mín. í heitum ofni. Hrisgrjónaréttur: 5 dl. mjólk 45 g hrísgrjón 1 laukur salt, pipar og papríka 120 g rifinn ostur Sjóðið hrísgrjónin og laukinn í mjólkinni, þar til grjónin eru meyr. Látið rifna ostinn saman við og kryddið. Hellið öllu í smurt eldfast mót, látið nokkra smjörbita yfir og bakið réttinn í 15 mín í heitum ofni. Berið tómatsósu eða tómat- mauk beint úr flösku með þess- um rétti. Einnig er gott að bera með grænt salat og saxað salt- kjöt eða hangikjöt. Heitt brauð með osti þykir flestum gott, og er slíkt brauð ljúffengt bæði sem heitur rétt- ur á kvöldverðarborðið og með kvöldkaffinu. Þar sem fljótlegt er að matreiða það, getur verið þægilegt að útbúa það, ef ó- væntir gestir koma í heimsókn Ostabraub meb bacon: 4 heilhveitibrauðsneiðar 4 þykkar ostasneiðar 4 baconsneiðar smjör Smyrjið brauðið með smjöri, leggið þykka ostasneið ofan á, og látið brauðsneiðarnar inn í heitan ofn, þar til osturinn er mjúkur. Leggið síðan bacon- sneið ofan á hverja brauðsneið og látið brauðið inn í ofninn aftur, þar til baconsneiðarnar eru stökkar (4-5 mín.) og berið síðan brauðið á borð. Það á vel við, að bera grænt salat með þessum rétti. Ostabraub meb skinku: 4 hveitibrauðsneiðar 4 sneiðar af skinku 4 þykkar ostasneiðar eða rifinn ostur smjör og sinnep Smyrjið brauðið með smjöri og sinnepi. Leggið eina skinku sneið og eina ostasneið eða rif- inn ost ofan á hverja brauð- sneið. Steikið brauðsneiðarnar á pönnu í smjörlíki eða í smjör líki og salatolíu til helminga og hafið lok á pönnunni. En gæta verður þess, að hafa ekki of mikinn hita, þvf að þá vill brauð ið brenna. Brauðið verður stökk ara og bragðbetra ef salatolían er notuð. Steikt ostabraub: 8 hveitibrauðsneiðar 4 þykkar ostasneiðar smjcr 1 egg 1 dl mjólk salt Smyrjið brauðsneiðarnar og leggið 2 brauðsneiðar saman með ostasneið á milli. Þeytið egg, sait og mjólk saman. Dýfið síðan brauðsneiðunum fyrst í vatn og síðan í egg og mjólk. Steikið strax brauðið á pönnu, þar til það er stökkt og fallega brúnt á báðum hliðum. Fiskveiðar Norðmnnnn: inna afíamagn, meira verðmæti Bráðabirgðayfirlit um fiskveiðar Norðmanna á síðasta ári hefur leitt í Ijós, að aflaniagnið varð nokkru niinna árið 1961 en árin 1959 og 1960, en aflaverðmætið varð hins vegar meira. Alls voru lagðar á land 1 316 243 lestir, að verðmæti 674,6 milij. kr. miðað við 1 324 808 lestir á 664,6 millj. kr. árið 1960, og 1 365 568 lestir áð verðmæti 670 millj. kr. árið 1959. Gífurleg minnkun vetrarsíldar- aflans, sem aðeins nam 69 042 lest- um s.l. ár, borið saman við 300 143 lestir árið 1960, hafði þau áhrif, að minna aflaðist í flokknum „síld og brislingur" en nokkurn tíma síðan árið 1946. Aflinn varð 553473 lestir, að verðmæti 160,7 millj. kr„ en var 698 374 lestir árið 1960 og verðmæti þá' 197,8 millj. kr. Stór- og smásildarveiðarnar á- samt síldveiðunum við ísland gáfu mikið í aðra hönd. Alls veiddust 107 388 lestir af stórsíld — um 45 000 lestum meira en 1960 — og 244 153 lestir af smásíld — um 12 000 lesta aukping frá árinu áður. Af Islandssíld var lagt á land 28 000 lestum meira en árið 1960, eða 105 541 lest alls; af því fóru 87 800 lestir í verksmiðjur, en hitt var saltað og kryddað (um 148 000 tunnur). Metafli varð á síldveiðun- um við ísland. Samdrátturinn í vetrarsíldveiðunum hefur haft í för með sér meiri nýtngu annarra hrá- efna. I sambandi við síldveiðarnar má nefna loðnuveiðar. Hún er stund- uð af sömu skipum og mannafla og eru í síldveiðiflotanum og aðallega notuð herpinót. Loðnuaflinn varð 217 168 lestir árið 1960, sem var metár. Norðursjávarsíldin, sandsíli og spærlingur gáfu minni afla s.l. ár on árið 1960, og má einkum kenna það slæmu veðri og ýmsum örðug- leikum við útgerðina. Þorskveiðarnar gengu allvel. Lagðar voru á land 77 580 lestir, en 75 024 lestir á riðl960. Veiðarnar gengu vel í Lófót og við Finnmörk, en miður á svæðinu frá Salten til Mæris, vegna stöðugrar ógæfta. í Lófót varð aflinn 41 664 lestir, borið saman við 37 387 lestir árið 1960. Vorveiðarnar við Finnmörk gáfu af sér 59 404 lestir af stór- þorski en aðeins 39 479 lestir árið áður; hins vegar var afli fjarðá- þorsks og grunnþorsks mjög svip- aður og 1960, eða 98 884 lestir. Það er athyglisvert, að þorskveiðarnar á fjarlægari miðum gáfu góða raun. Heildarþorskaflinn, að meðtöldum ýmsum unnum þorskafurðum, varð 252 106 lestir, ~f verðmæti 225,6 millj. kr„ en var 227 846 lestir árið, 1960, og verðmætið þá 194,6 millj. kr. 1 flokknum „annað“, sem nær yfir ýmsar sérveiðar og afurðir ýmis konar, varð heildaraflinn 510 700 lestir, að verðmæti 288,3 millj. kr. á s.l. ári, en var 416 588 lestir á 272,1 millj. kr. árið 1960. Hér er m. a. um að ræða loðnu- veiðarnar, sem áður eru nefndar. Þá eru ufsaveiðarnar, sem gáfu af sér 64 679 lestir árið sem leið, en 77 864 lestir árið 1960. Sú Iækkun á afla stafar fyrst og fremst af miklum ógæftum á vetrarvertiðinni. Metafli varð á ýsuveiðunum — 50 397 lestir á móti 38 359 lestum árið áður. Einkum veiddist mikið af ýsu við Finnmörk. Lúða, langa og brosma, sem allt eru mikilvægar fisktegundir í veiðum á grunnmið- um, brugðust að nokkru. — Lagð- ar voru á land 4 050 lestir af lúðu s.l. ár, en 5 663 lestir árið 1960. Þetta stafar m.a. af þvi, að línu- bátarnir, sem voru að veiðum í Norðvestur-Atlantshafi, hættu lúðu veiðunum, en fóru að veiða hámeri við Nýfundnaland. Af löngu aflað- ist 10 061 lest (12625 lestir árið 1960) og af brosmu 19 589 Iestir (21 493 lestir árið 1950). Aukinn áhugi var á „áfa-veiðum, og varð aflinn 30 736 lestir, sem er nýtt met og 5 000 lestum meira en aflaðist á árinu 1960. Hámera-veiðarnar gáfu betri afla en fyrr, vegna hinna nýju miða við N.-Ameríku, eða 2 074 lestir, 600 lestum meira en árið áður. Makríl-veiðarnar heppnuðust nú ekki jafn vel og 1960. Aflinn reynd- ist 14 659 lestir, en var 19 465 lestir fyrra árið. Styrju-aflinn var hins vegar mjög góður. Alls fengust 6 582 lest- ir, eða um helmingi meira en árið 1960. x Rækjuaflinn varð 9 677 lestir, eða álíka og árið á undan. Verð- mæti til sjómanna var 30,5 millj. kr„ og voru aðeins 6 greinar fisk- veiðanna, sem gáfu betri arð. Yfirleitt má segja, að verðið á flestum mikilvægustu fisktegund- unum hafi verið nokkru hærra á s.l. ári en árið 1980. Þess ber að gæta, áð veðurskilyrði voru slæm á Vesturlandi og Mæri 3—4 fyrstu mánuði ársins og á haustvertíðinni, og hefur það að sjálfsögðu dregið úr aflamagninu. Óvenju mikill afli barst á land í Finnmörk árið 1961. Þorsk- og ýsuveiðarnar gengu mjög vel og loðnan gaf metafla. Einnig aflaðist vel á stór- og smásíldar- veiðunum. (Skv. Ægi) Nkrumah slak- ar á tökum Nkrumah, sem er að kalla ein- valdur í Ghana, hefir heldur linað tökin á landslýðnum. Hann hafði fyrir nokkrum mán- uðum látið handtaka hundruð helztu andsiæðinga sinna og halda þeim í varðhaldi. Nú hefir hann hinsvegar treyst svo aðstöðu slna. að hann hefir látið leysa 160 manns úr haldi. Hömlur eru þó Iagðar áfram á stjórnmálastarf- semi peirra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.