Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Mánudagur 21. maí 1962. Útgefandi Blaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinr. Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Járnsmiðjumar auðar Þjóðviljinn og Tíminn birta stórar myndir af tóm- um járnsmiðjum og reyna að kenna ríkisstjórninni um að þar skuli ekki vera unnið. Þessi viðbrögð blaðanna minna á sakamann, sem er kominn í sjálfheldu og reynir að skella skuldinni á aðra. Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að vélsmiðjur borgarinnar standa nú auðar og hljóðar í stað þess að vinna að undirbúningi síldarvertíðarinnar. Sökin liggur hjá áróðursmönnum kommúnista í Járnsmíða- félaginu ,sem blekktu járnsmiði til pólitísks verkfalls. Einlit kommúnistahjörð stjómar félaginu og formað- urinn er einkabílstjóri og vikadrengur Hannibals. Ráð voru brugguð fyrir mánuði þess efnis að járnsmiðir skyldu fara í verkfall til þess að unnt yrði síðan í kosningabaráttunni að kenna ríkisstjórninni um stöðvunina. Járnsmiðir vita jafnvel og aðrir íslendingar að verk- föll og óðakröfur eru ekki leiðin til raunhæfra kjara- bóta. Kjarabætur koma því aðeins að haldi að kaupið haldist í hendur við aukna þjóðarframleiðslu. Það er sá sannleikur sem tekið hefir okkur íslendinga sár- grætilega langan tíma að skilja. Hinar auðu járnsmiðjur eru vitni um að ennþá eru til menn á landinu sem neita að viðurkenna stað- reyndir. Hugsjónin fundin Loksins, loksins kom að því! Andstæðingaflokkarnir öðluðust loks eldheitt bar- áttumál í borgarstjórnarkosningunum. Þeir höfðu leit- að síðustu vikurnar með logandi ljósi eftir hugsjón — en hvergi fundið. En Sjálfstæðismenn komu til hjálp- ar eins og góðir englar og vörpuðu stórmálinu upp í henduma á andstæðingunum. Þeir afnámu lýðræðið 't borgarstjórninni og kúguðu fulltrúa sína. Svona menn er ekki hægt að kjósa aftur til valda. Þeim get- ur enginn treyst! Það sýnir bezt sálarástand ritstjóra andstæðingablaða Sjálfstæðisflokksins, að þeir skuli eygja nokkra von um að lesendur taki þá alvarlega í „atkvæðaseðils- málinu“. Sú saga er öll hin broslegasta. En hún er einnig lærdómsrík. Hún sýnir hver eyðimörk fátækt- arinnar ríkir nú í vinstri herbúðunum. Þar em engin málefni til í hlöðunni, því er tekið með fegins hendi, sem manna af himnum ofan, þegar einum Sjálfstæð- ísmanninum verða á þau mistök að merkja við rang- an listabókstaf í nefndarkosningu, Þá var málinu borgið. Blöðin fengu eitthvað að skrifa um. Hugsjón- in var fundin. AfburBa svínakótelettur Nú er Maitre Pierre Dest- rieux á förum. Má telja vafa- laust að matmenn muni sakna hans sáran, því að matreiðsla hans hafði náð miklum vinsæld- um á þeim sex mánuðum, sem hann var kokkur í Glaumbæ. Vér höfðum frétt að hann væri að skrifa bók um Islenzkan mat og gengum á hans fund til að frétta eitthvað nánar af því. Franska, er eins og kunnugt er, eitt af vanræktari tungumálum í íslenzkum menntastofnunum og vér töldum ekki vænlegt til árangurs að fara án þess að hafa túlk. Hrafnhildur Schram, flugfreyja hjá Flugfélagi ís- lands féllst á að vera túlkur og héldum við saman i Glaumbæ að hitta Pétur. Maitre Pierre er miðaldra maður, vel í holdum eins og stöðu hans sæmir, mjög lífleg- ur og talar aldrei með munnin- um einum saman, heldur einnig öllum líkamanum. Þegar hann leggur áherzlu á eitthvað at- riði, með öllum slnum hundrað kílóum, leikur lítill vafi á að hann meinar það. Hann tekur okkur ákaflega vel, en þó Hrafnhildi mun bet- ur. Þetta er mjög skiljanlegt, því að meðal hennar kosta er einn augljósastur, hún er ung og hugguleg stúlka. Virðist það vera sameiginlegt með Frökk- um og Islendingum að kunna vel að meta svo mikilvæga kosti. Við byrjum nú að spyrja. — Um hvað á þessi bók að vera? ... — Hún á að,' fjallái um franska matreiðslu á íslenzkum hráefnum. Raymond Olivier, yf- irmaður minn, og ég vinnum að þessu í sameiningu. Upp- hafsmaður að þessu er Ragnar Þórðarson, enda verður bókin tileinkum honiim. — Hvers lags réttir eru heizt í bókinni? — Eingöngu réttir sem gera má úr íslenzkum hráefnum. í bókinni verða 30 humarréttir, 15 laxaréttir, 15 heilagfiski- réttir, 15 silungsréttir, 30 úr lambakjöti, 15 grænmetisréttir, auk 15 Isa og deserta og 15 aukarétta, svo sem sveppa og slíks. — Hvað um borðvínin? — í bókinni verður aftast kafli, sem fjallar um hvaða vín eiga við með hverjum rétti. Fremst 1 henni verður aftur á móti kafli, sem nefnist leyndar- mál kokksins og fjallar um alls kyns smá brögð sem kokkar þurfa að kunna. Maitre Pierre — Hafa allir réttirnir í bók- inni verið notaðir hér? — Á þeim sex mánuðum sem ég hef verið kokkur hér hef ég reynt þá alla í Glaumbæ og hafa þeir líkað vel. — Fást öll nauðsynleg vín hér? — Franski verzlunarfulltrú- inn hér, Cosheret, hefur verið ráðunautur áfengisverzlunarinn ar um vínkaup, svo að hér fást öll nauðsynleg vln. — Kunna menn yfirleitt að panta rétt vín? — Margir íslendingar hafa verið mikið erlendis og lært það þar, en varla er við þvl að búast að menn kunni það, sem aldrei hafa fengizt við það. Þetta þarf að læra eins og allt annað. — Kunna íslendingar vel að meta franska matreiðslu? — Mér virðist Islendingar vera smekkmenn I eðli sínu og fijótir að tileinka sér nýjungar. Ég get tekið sem dæmi að mjög auðvelt hefur verið að kenna ungu kokkunum hér I húsinu, sem koma til með að taka við af mér. Þeir verða með alveg sömu matreiðslu og ég hef notað. — Hvernig hefur þér líkað við okkar alíslenzka mat? — Mjög vel. Svið eru til dæmis ákaflega góður matur og sama má segja um hangi- kjöt. — Hver er tilgangurinn með bókinni? — Megintilgangurinn er að kynna íslenzk hráefni erlendis. Þið hafið afburða hráefni til matargerðat hér á Iandi, svo sem humarinn, lambakjötið, endur og fleira. Ef svo bókin verður gefin út á íslenzku, sem ekki er endanlega ákveðið enn, getur hún kennt Islendingum nýjar aðferðir við matreiðslu á sínum eigin mat. — Hvar hefur þú fengið beztan mat á íslandi? — Hjá Erlu, konu Theódórs Ólafssonar, framkvæmdastjóra hússins. Ég fékk hjá henni steiktar svínakótelettur með grænmeti og rauðkáli, sem voru alveg afburða góðar. Annars líkar mér vel hvernig þið hagið sunnudagsmatnum hér, ýmist steiktur hryggur eða læri. Þetta er afar góður og einfaldur mat- ur, enda er Iambakjötið hér sér lega gott. — Hvernig hefur þér líkað við íslenzka kvenfólkið? Pierre fær glampa I augun, en svarar með alvörusvip: — Ég er kvæntur og á þrjú börn. Konan mín eignaðist dóttur fyrir tveim mánuðum, sem ég hef aldrei séð. Þegar við fyrst hittum Pierre var var hann talandi og þegar við skiljum við hann er hann enn talandi. Þær fáu spurningar sem hér birtast eru þær einu sem hægt var að koma að á meðan hann kastaði mæðinni. Þó að viðtal þetta sé ekki lengra, skyldi enginn fá þá hugmynd að Maitre Pierre sé fámálugur maður. Það er sannarlega öðru nær. V.VAV.'.V.W.V.V.V/.V.'.V.V.V.V/.V.VV.V.V.VV.V.V, Endurtekur sagan sig? Biblían segir frá því, að Drottinn hafi verið fús til að þyrma Sódóma og Góm- orra, ef hann fyndi þar a. m. k. 12 réttláta, en lífemi borg- arbúa var svo spillt, að hvergi þekktust slíks dæmi. Þessir tólf réttlátu fundust ekki, svo að eidi og brenni- steini rigndi yfir borgimar og eyddi þær — en kona Lots breyttist í saltctólpa. Menn telja sig vita, hvar Sódóma er, og er þar nú náma, sem unnin er pottaska í. En maðurinn á erfitt með að læra, og þær fregnir hafa borizt frá Jerúsaiem, að mað- ur að nafni Koppen Rosen- berg, sem segist hafa „ótak- markað“ fé frá gistihúsaeig- endum í Miami Beach í Bandaríkjunum, hefur óskað heimildar tii að endurreisa borgina í stíl við gleðiborgin Las Vegas í Nevada-fylki í Bandaríkjunum — með spila- vítum og öllu tilheyrandi. Þegar þetta spurðist, sögðu menn í Agudat-flokknum i ísrael, en hann fylgir lögmál- inu stranglega: Var einu sinni ekki nóg? Myndin til hægri er af merki, sem gefur til kynna hvar Sódóma stóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.