Vísir - 21.05.1962, Page 10

Vísir - 21.05.1962, Page 10
w VlSIR Borg í örum vexti Framh. af 9 síðu: ári. Að 20 árum liðnum er gert ráð fyrir að á landinu öllu búi þá um 265.000 manns, en árið 2000 um 390.000. Þegar gerð var áætlun yfir fólksfjöldann í Reykjavík var reiknað út hvað margir mundu búa í Reykjavík, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði, Mosfellssveit og Bessastaðahreppi. En eftir því sem þessir staðir vaxa meir saman verður erfiðara að áætla nákvæmlega tölu fyrir hvern þeirra. Reiknað er með því að í þessum bæjarfélögum muni búa um 162.000 manns að 20 árum liðnum, en með því að ganga út frá því að hér í Reykjavík muni búa um 45% af landsmönnum, sem er litlu hærra hlutfall en nú, ættu að vera um 123.000 íbúar í Reykjavík árið 1981. I Reykjavík mun því fjölga um tæp 50 þús. frá því sem nú er. Nákvæm athugun hefur farið fram hvar sé hægt að byggja fyrir allan þennan fjölda á næstu 20 árum. Byggingarsvæði vestan við Elliðaár er nú brátt á þrot- um. í Fossvogi og þeim svæð um sem enn eru óbyggð bæj- armegin við Elliðaár er rúm fyrir 20—25.000 manns. Af þeim ástæðum er 'sýnt að á þessu tímabili þarf að byggja fyrir um 20.000 manns aust- an við árnar. I tillögum þeim, er fyrir liggja nú, er gert ráð fyrir því að byggð verði sjálfstæð hverfi með um 5000 manns. í hverju slíku hverfi yrði séð fyrir þörfum íbúanna, svo að tryggt væri að umferð truflaðist ekki við of tíðar ferðir í Miðbæinn. Einnig þarf að gera ráð fyrir að léttur iðnaður yrði að nokkru leyti á þessum stöð- um. Byggingarþörf. ^rið 1910 var talið að með- alfjöldskylda væri hér 6.2, en síðan hefur þessi tala farið minnkandi um 0.3 á nverjum 10 árum. Með þeirri þróun í næstu 20 ár ætti þvi meðalstærð fjölskyldu að vera um 4 manns. En með batnandi hag þjóðarinnar fer það sífellt í vöxt að einhleypingar hafi sínar eigin íbúðir. Þykir því hæfilegt að áætla að um árið 1980 verði að koma ein íbúð fyrir hverja 3.5 borgarbúa. Við verðum því að byggja um 12000 íbúðir vegna fólks- fjölgunar á þessum tíma, en um leið verðum við að byggja 4000 íbúðir vegna minnkandi fjölskyldustærð- ar, útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og batnandi hag- sældar þjóðarinnar. Á næstu 20 áram þurfum við því að byggja samtals i 6.000 íbúðir til þess að allir hafi hér hollar og rúmgóðar íbúðir. Nú er talið að með því að byggja 650 íbúðir árlega í næstu 4 ár, sé sæmilega séð fyrir þörfum borgarbúa, en í næstu 16 ár þar á eftir þurf- um við þá að byggja að með- altali á ári um 835 íbúðir. Að því loknu ættu að vera í Reykjavík um 35.000 íbúð- ir. Á hverjum 10 árum verð- um við að byggja jafnmarg- ar íbúðir og voru hér 1940. Þetta sýnir hina öru þróun bæjarins og mun hann ger- breyta útliti á næstu árum, eins og hann hefur gert frá 1940. Þegar þessum áfanga verð- ur náð, að 20 árum liðnum, verða mörg sjálfstæð hverfi risin af grunni. Steyptir veg- ir munu tengja hverfin við Miðbæinn, svo þeir sem þang að þurfa að sækja komist á milli á skömmum tíma. En hverfin verða tengd með skrúðgörðum og grænum grundum, þar sem borgarar þeirra geta notið kyrrðar og hins fagra útsýnis yfir sund- in að afloknum vinnudegi, en jafnframt getur æskan verið þarna ótrufluð að leik. UTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboð um að byggja og fullgera barnaskóla í Álftamýri (1. áfanga) hér í borg, vitji út- boðsgagna í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 2000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Hreinsutn allan fatnað Hreinsum vel Hreinsum fljótt SÆKJUM — SENDUM Efnalaugin LINDIN HF. Hanfarstræti 18. Skúlagötu 51 Sími 18820. Simi 18825. Geðvernd — Framh. at 4. síðu. heilbrigð börn, og þar sem heim ilisaðstæður eru þannig, að börn in geta dvalizt heima hjá sér. Hlutverk deildarinnar er fyrst og fremst að vera foreldrum til aðstoðar um uppeldi barna sinna. I flestum fjölskyldum koma fyrir erfiðleikar, sem geta haft áhrif á geðrænan þroska , barna til hins verra — og þá getur verið nauðsynlegt að kippa í liðinn, áður en vand- kvæðin ná að festa rætur og grafa um sig. XJfVERNIG er þá starfi ykkar AJL háttað? — Til þess að geta veitt for- eldrum ráð og leiðbeiningar sem að gagni mega koma, er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast börnunum vel. Það ger um við með því að rannsaka börnin með sálfræðilegum að- ferðum (höfum greindarpróf, persónuleikapróf, leikathugun og viðtöl). Eins þurfum við að ganga úr skugga um, að erfið- leikarnir stafi ekki að líkamleg- um orsökum. Ennfremur er nauðsynleg' að við þekkjum foreldra barnsins og getum gert okkur grein fyrir þeim aðstæð- um, sem barnið elst upp við. Rannsóknir sem þessar taka oft talsvert Iangan tíma, vegna þess, að svo mörg atriði kofna til greina, sem taka þarf tillit til. Að lokinni rannsókn eru að- gerðir okkar mismunandi. Stundum liggja málin þannig, að við getum lítið sem ekki hjálpað, I öðrum tilfellum verð- um við að láta stuttar ráðlegj- ingar nægja. Loks er svo einn hópur ,sem við veitum sálfræði- lega meðferð (play-therapy,), en það þýðir, að b^iin gangá til sálfræðingsins um lengri tíma, og foreldrarnir hafa reglubund- ið samband við félagsfræðing- inn meðan meðferðin stendur yfir. ■|1JVAÐ hafið þið fengið mörg börn til rannsóknar? — Þau eru um 250, og hefur okkur reynzt það ærið nóg þennan tíma síðan deildin tók til starfa. Þörf fyrir starfsemi af þessu tagi virðist vera mjög brýn, eins og bezt kemur í ljós á því, að nú bíða um 50 börn eftir því að komast að. Aukn- ing starfseminnar hindrast þó af því, að ekki er völ á fleiri sérfræðingum en þeim, sem nú eru við störf. Tilfinnanlega vant ar barnageðlækna, barnasálfræð inga og félagsfræðinga (social workers), og væri mikil þörf á, að ungt og efnilegt fólk legði sig eftir þessum greinum. Þó að við höfum séð um 250 börn, er ekki nema lítill hluti þéirra, sem við höfum getað hjálpað að nokkru ráði. Athafnasvið okk- ar er í rauninni fremur þröngt. Væri til lækningaheimili, eins og það sem Barnaverndarfélagið hefir forgöngu um að koma upp, myndi talsvert stór hópur, sem hingað fer erindisleysu, fá að- stoð. M.s. Dronaang Alexandrine fer frá Reykjavík 22 mai til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. Til- kynningar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen. Mánudagur 21. maí 1962. Honta Rafsuðutækin 200 amp. fyrirliggjandi. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Þessi tæki hafa verið í notkun hér á landi í 20 ár og reynzt afbragðs vel. Raftækjaverzlun Islands hf. Skólavörðustíg 3 . Sími 1795/76 Veggfesting Mælum upp Setfum VINNA Óskum að ráða stúlku í létta og hreinlega verksmiðju- vinnu. Skilyrði að viðkomandi taki starfið til ein- hverrar frambúðar. Sigurplasf Lækjarteig 6 . Sími 35590 SPEGLAR SPEGLAR Speglar í teakrömmum fyrirliggjundi. — Margar stærðir. Baðspeglar — Handspeglar — Rakspeglar og alls konar smærri speglar í miklu og fjöl- breyttu úrvali. SPEGLAGERÐIN Laugavegi 15 fyrirliggjandi. Útvegum allar stærðir at PERFECTA miðstöðvardælum með st.uttum fyrirvara. SMYRILL Laugavegi 170 . Sími 1-22-60

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.