Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 16
VISÍR Mánudagur 21. maí 1962. Flutningar ganga vel Sildarriutningar til Noregs eru nú £ fullum gangi, þrátt fyrir byrj- unarerfiðleika. Gunnar Petersen, sem haft hefur milligcngu um sölu á sildinni, skýrði blaðinu svo frá í morgun að skipunum tveim, sem lögðu af stað fyrir helgi, hefði gengið vel til þessa. Það voru skipin Vestkysten og Steinfalk, sem lögðu at stað fyrir helgi. Verið er nú að lesta eitt skip á Akranesi og leggur það væntanlega af stað í kvöld. Auk þess bíða tvö skip eftir síld á Akranesi. Undanfarna viku hefur veiði verið litil, vegna hvassviðris á miðunum. Hefur þvi ekki fengizt eins mikil síld og búizt var við. Standa vonir til að þetta breytist ð5, þegar veður stillist. Allir bátar eru nú á sjó, en ekki enn kunnugt hvort þeir hafa fengið afla. Línuritið sýnir hve mjög íbúðabyggingar drógust saman, þegar vinstri stjórnin tók við völdum. Eina heila árið, sem vinstri stjómin sat að völdum, minnkuðu byggingar hvorki meira né minna en 9%, skv. upplýsingum Hagstofunnar. Þannig spillti vinstri stjórnin möguleikum Reykvíkinga til að koma upp þaki yfir höfuðið á sér. Vinstrí stjómin lækkaði húsnæðislán um 55pr. Danir gefa fslandi íandmælingagögn Ágúst Böðvarsson, forstjóri Land- meelinga íslands, hefur veitt við- töku stórmerkum landmælinga- gögnurn, sem stofnuninni hafa verið færð að gjöf frá landmæl- ingastofnuninni dönsku, en hér er um að ræða allar frumheimildir, útreikninga og mælibækur fyrir þríhyrningamælingum á Islandi, sem danska herforingjaráðið og danska landmælingastofnunin hafa framkvæmt. Vísir ræddi í morgun við Ágúst Böðvarsson um þessa merku gjöf. Hann kvað hana bera miklum höfðingsskap og vináttu vitni, og einnig lofaði hann mjög allt sam- starf dönsku landmælingastofnun- arinnar við ísl. landmælingastofn- unina og vináttu í garð íslenzku þjóðarinnar. Þríhyrningamælingar danska her foringjaráðsins hófust hér alda- mótaárið og voru ætlaðar sem grunnlag fyrir kort af íslandi og var haldio áfram til fyrri heims- styrjaldar 1914, en þá varð hlé á þar til eftir styrjöldina og hófust aftur 1919-20. Féliu svo mælingar aftur niður til 1930, á vegum hinn- ar nýju stofnunar Geodætisk In- stitut, sem þá var tekin til starfa, og verkinu lokið 1939. Á árunum 1905-1915 gaf her- foringjaráðið út alls 117 korta- blöð af suður- og suðvesturhluta landsins. Þessi kort voru gerð í mælikvarða 1:50.000 og voru þau svo notuð sem grundvöllur fyrir kortum í mælikvarða 1:100.000 og eru þau kort 87 af öllu landinu. Mælingastarf þetta var tvíþætt: Annars vegar þríhylningamælingar og hins vegar kortlagning, sem byggð var á 910 grunnpunktum, víðs vegar um landið. Á árunum 1955-56 var ný og nákvæmari þrí- hyrningamæling gerð yfir landið. Geodætisk Institut framkvæmdi það verk í samvinnu Army Map Service í Washington og Landmæl- ingar íslands. Voru þá mældir 136 punktar til viðbótar hinum gömlu og margir þeirra endurmældir. Kostaði Geodætisk Institut fag- Framh. á 3. síðu. Látinn: iéki Guðmundsson yfirlögregluþjónn Jón Guðmundsson yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði lézt í fyrradag. Jón heitinn var maður á bezta aldri, aðeins 57 ára að aldri, gegn maður í starfi og vel látinn af þeim er til hans þekktu. Síðast- j liðinn vetur var Jón meira eða ! minna frá störfum sökum van- heilsu og lá þungt haldinn síðustu vikurnar. Jón var kvæntur Stein- unni Hafstað. 1 Þjóðviljanum 18. maí er grein um íbúðarbyggingar í Reykja- vík á árunum 1942—1961. Er þar reynt að telja lesendum blaðs- ins trú um að það beri að þakka kommúnistum og Alþýðubanda- laginu þær miklu byggingarframkvæmdir, sem áttu sér stað á árunum 1945 til 1947, svo og þá byggingaröldu, er reis 1954 og 1955. Hér er sannleikanum gjörsam- lega snúið við, því í hvert skipti sem kommúnistar hafa ráðið hér nokkru hafa þeir sett verðbólgu- skriðui af stað og þar með dregið úr byggingarframkvæmdum. En jafnframt því lækkað lánveitingar til íbúðabygginga og þannig tor- veldaö mönnum að eignast sitt eig- ið húsnæði. Lög um lánveitingar Þegar litið er yfir þróun bygging- í. llanna á undanförnum árum, má glögglega sjá þá forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á hendi í þeim. Er það jafnt á þingi sem og í borgarstjórn Reykjavík- ur. Eftir síðustu heimsstyrjöld gerði húsnæðisskortur nokkuð vart við sig hér á landi, en einkum þó í Reykjavík. Sumpart stafaði þetta af því að ekki var unnt að byggja nægilega mikið meðan á stríðinu stóð, en þó aðallega vegna aðstreymis fólks frá landsbyggð- inni til bæjarins. Þegar nýsköpunarstjórn Ólafs Thors tók við völdum árið 1945, var það því eitt af hennar fyrstu verkum að skipuleggja byggingar- iðnaðinn betur en verið hafði. Var það gert m.a. meo þvi að stórauka innflutning á sementi og öðrum Samsöngur Geysis Annað kvöld kl. 7 heldur karla- kórinn Geysir tónleika í Austur- bæjarbiói. Eru miðar seldir hjá Eymundsen og í Austurbæjarbíói. Kórinn hefir undanfarið haldið tón leika í Hafnarfirði, Keflavik og Vestmannaeyjum, alls staðar við hinar beztu undirtektir. í kvöld syngur kórinn á Selfossi. byggingarvörum, en á þeim hafði verið mikill hörgull. Jafnframt því voru samþykkt lög á Alþingi um lánveitingar til húsbygginga, sem komu mörgum byggingarfélögum að miklum notum, er byggðu íbúð- ir í félagsskap. Áhrif þessara aðgerða komu fljótlega í ljós, og voru byggðar 1175 íbúðir á árunum 1945 og 1946, en það var mun meir en til þurfti til þess að mæta fólksfjölguninni í bænum • þessi tvö ár. Mikill áfangi Á þessum árum hóf Reykjavík- urbær einnig byggingu 4 hæða fjöl býlishúsa í stórum stíl. Er þar t.d. hægt að benda á Skúlagötuhúsin, Hringbrautarhúsin og fjölbýlishús- in við Lönguhlíð er byggð voru litlu seinna. Hús þessi voru sum- part seld til einstaklinga, eða leigð út vægu verði til þeirra er ekki höfðu þá bolmagn til þess að kaupa sínar íbúðir. Þegar Ólafur Thors tók aftur við stjórnarforystunni árið 1953, var í málefnasamningi aðila, að tilhlut- an Sjálfstæðismanna, ákvæði um húsnæðismálin, sem hljóðaði svo: „Tryggt verði aukið fjármagn til íbúðarbyggina í kaupstöðum, kaup túnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðar- húsa, sem nú eru í smíðum, og lagður grundvöllur að því að Ieysa vandamál til frambúðar". Með þessari samþykkt var brot- ið blað í byggingarsögu okkar. Einkum var það mikils virði að nú skyldi leysa þetta vandamál til frambúðar. Stjórnin skipaði strax nefnd til þess að undirbúa frum- varp til laga um nýtt veðlánakerfi, er gæti leyst hin eldri og óvirl j hólmi. Nefndin vann mikið verk á stutt- um tíma, er leiddi til þess að árið 1955 voru samþykkt lög á Alþingi um húsnæðismálastjórn, veðlán til Framh. á 3. síðu Ljósmyndari Vísis I.M. tók þessa mynd við dómsuppkvaðninguna í morgun: Ármann Kristinsson sakadómari (t.v.) og Margeir J. Magnússon (t.h.). okur 1 VIORGUN var i Sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli Margeirs Jóns Magnússonar vixlara til heimilis að Miðstræti 3A, en hann var af sakadómara ríkisins ákærður fyrir okurstarf- semi og fyrir það að hafa ekki haldið lögskylt bókhald, enda þótt hann hafi stundaí víxlara- störf eingöngu um 6 ára skeið, með allt að 5 millj. króna veltu. I ákæru Saksóknara ríkisins dags. 11. júlí 1961 er Margeir Jón Magnússon ákærður fyrir eftirfar- andi atriði. 1. Um sl. 6 ár stundað víxla- stört eingöngu og haft í veltu alh aö 5 milljónir kr., án þess að nalda lögskyldar bókhaldsbæk- ui um starfsemi sína. 2. Um sama tíma og í lið 1. hér að framan greimr lánað út pen- inga (allt að því 5 milljónir kr.), gegn okurvöxtum eða allt að því 5% mánaðarvöxtum, til ýmissa manna (sbr. t.d. það, er hér fer á eftir). 3. Á árinu 1958 eða 1959 veitt Höskuldi Andrési Þorsteinssyni, múrara, Víghólastíg 14 í Kópa- vogi, peningalán samkv. 6 mán- aða víxli að fjárhæð kr. 15.000,00 samþykktum af nefndum Höskuldi og útgefnum af eiginkonu hans, tryggðum með fasteignaveði, og tekið í forvexti og kostnað kr. 5.000,00, svo og fyrir að hafa nokkrum sinnum framlengt víxil- inn til 3ja mánaða í senn gegn 2.250,00 kr. vaxtagreiðslu fyrir hverja 3 mánuði og loks fyrir að hafa 1 eða 2 árum eftir lánveit- inguna tekið við af áðurnefndum Höskuldi 7.500,00 kr. í peningum Framh. á 3. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.