Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 2
2
Vormót IR
Vormót ÍR í frjálsum íþróttum
fór fram á Melavellinum í gærdag
í ágætis veðri að öðru leyti en
því að nokkur vindgola var, en hún
hafði skemmandi áhrif á öll hring-
hlaupin.
Árangur var yfirleitt mjög lof-
andi á þessu fyrsta frjálsíþrótta-
móti sumarsinr. T.d. má nefna lang
stökk Þorvaldar Jónassonar úr KR
en hann stökk nú fyrsta sinni yfir
7 metra og setti nýtt unglingamet.
Við erum líka á góðri leið með að
eignati góða 100 metra hlaupara.
Allir drengirnir sem kepptu eru
bráðefnilegir og fengu góða tíma.
Kristleifur er í góðu „formi“ með
sínar 8:54,7 mín. I 3000 m og lofar
góðu fyrir sumarið. Valbjörn var
ekki í essinu sínu í stangarstökk-
inu, en hann kom í það beint úr 100
metra hlaupinu og tókst aldrei al-
mennilega að ná góðri tilraun við
4 metrana, en líklega verða þeir
ekki neitt vandamál í sumar.
Orslit á mótinu urðu annars
þessi:
Þorvaldur Jónasson KR
VISIR
Mánudagur 21. maí 1962.
jr jr \ ____
i“J QTní. "T
W//4Mm//4MZ7////á
„Það átti hvorugt liðið
B 9 f ®f • ÆÆ
skilsð ssð vinna leikinn
— sögðu menn eftir 0:0 Fram og KR
lofar góðu
100 metra hlaup
Valbjörn Þorláksson iR 11,2
Úlfar Teitson KR 11,3
Þórhaliur Sigtryggsson KR 11,5
400 metra hlaup
Kristján Mikaelsson, ÍR 55,9
Sigurjón Kristjánsson IR 62,9
3000 metra hlaup
Kristleifur Guðbjörnss. KR 8:54,7
Agnar Leví KR 9:10,1
Halldór Jóhannson HSÞ 9:31,3
4x100 metra boðhiaup
iRa 46,1 - KR 46,6 - ÍRb 47,7
100 metra hlaup drengja
Skafti Þorgrímsson IR 11,5
Birgir Ágeirsson IR 1,7
Ólafur Ottósson IR 11,9
Jón Þorgeirsson ÍR 12,3
(aðeins 14 ára gamall).
Kúluvarp
Gunnar Huseby KR 15,31
Guðm. Hermannsson KR 15,18
Jón Pétursson KR 14,61
Kringlukast
Hallgrímur Jónsson Á 47,25
Gunnar Huseby KR 44,72
Jón Pétursson KR 44,49
Lángstökk
Þorvaldur Jónasson KR 7,01
Úlfar Teitsson KR 6,80
Einar Frímannson KR 6,72
Stangarstökk
Valbjörn Þorláksson ÍR 3,70
Magnús Jakobsson felldi byrjun-
arhæð.
Frá hinum þófkennda knatt-'
spyrnuleik í gær. Geir (Fram),
er kominn út úr markinu og i
knötturinn virðist vera á leið'
í markið, en Guðjón bjargar á,
línu, sendingunni, sem hafðii
komið frá Sigþóri (KR). Leikur-|
inn endaði með jafntefli, 0:0.,
KR OG FRAM voru heldur dauf-
gerð í vorsólinni á Melavellinum
í gær, þar sem á 4. þúsund manns
var komið til að horfa á hörð átök
liðanna, enda leikurinn nokkurs
konar úrslitaleikur. Eftir að jafn-
tefli er tilkomið hcfur Valur misst
alla von um að vinna Reykjavík-
meistaratignina í ár, en áður
voru möguleikar á að Fram ynni
KR og Valur síðan Fram og hefðu
þá öll þrjú verið jöfn. Leikur Vals
og Fram sfðar í vikunni verður því
mjög afgerandi. Vinni Fram verða
KR og Fram jöfn að stigum, en
verði jafntefli eða Valur vinni, hef-
ur KR hlotið sigur í Reykjavíkur-
mótinu að þessu sinni.
★ Hálfgerð einstefna
að KR-markinu
Fyrri hálfleikurinn leiddi í
ljós nokkra yfirburði Fram og yfir
leitt voru það Framarar sem sóttu.
Hallgrímur Scheving varð fyrstur,
til að reyna að skora á 11. mínútu
er hann „sneið“ boltann fallega
á lofti, en tókst ekki að halda hon-
um alveg nógu vel niðri. Fyrsta
tilraun KR kom ekki fyrr en á 29.
mínútu, en þá átti Jón Sigurðsson
gott skot af vítateig nokkra sentí-
metra frá stöng. Á 32, mínútu
skaut svo Ásgeir Sigurðsson í
stöngina í einni skemmtilegustu
þvögu leiksins og þar á eftir fékk
Hallgrímur S.cheving boltann, en
Heimir varði gott skot hans fallega.
★ KRlheppnin dugaði ekki til
Og enn hélt Fram áfram að
sækja heldur á KR í síðari hálf-
leiknum og stórhætta var við KR
markið á 12. mínútu, þegar Baldur
Scheving náði rúllandi bolta upp
við endamörk og gaf fallega fyr-
ir, en enginn var þó nógu nærri
marki af framlínumönnum Fram,
en Framarar héldu áfram að
pressa. KR-heppnin gat jafnvel
ekki gert betur en að gefa liði
fnu eitt stig, því Fram tókst að
bjarga á marklínu sinni á 17. mín.
og Geir tókst 5 mínútum síðar að
slá hættulegan skallabolta Ellerts
Schram yfir þverslá. Heimir varði
svo ágætt skot frá Ásgeiri Sigurðs-
syni, hinum unga og skotglaða
Framara á 25. mínútu. Guðmundur
Óskarsson sannfærði menn svo
á 40. mín. að liðið gæti ekki skorað
mark er hann fékk færi 4 metra
frá marki, er Baldur hafði gefið
fallega fyrir, — hann brenndi af.
★ Framarar nær markinu
Það var heldur nær Framur-
um að skora í þessum leik eins og
sjá má af þessu „regitri" yfir
helztu sóknaraðgerðir leiksins. En
það var sem vantaði einhvern kraft
til að binda endahnút á sóknirnar.
Grétar Sigurðsson, ekki ólíklegur
kandidat í landslið í sumar, var
t.d. góður upp að vítateig, en þar
vantaði yfirvegunina og grimmdina
jafnframt til að geta skorað, Hall-
grfmur og Ásgeir eru skemmtilegir
leikmenn og eru, sem betur fer,
alls óhræddir við að skjóta ef ávo
ber undir, og það kunna þeir.
Hrannar Haraldsson bar mikið uppi
sóknaraðgerðir Fram og átti góðan
leik. Beztur í vörninni var Halldór
Lúðvfksson.
KR hafði nú bætzt við kraftur
þar sem Gunnar Felixsson kom
inn, en þó var hann heldur daufur
og bar lítið á honum sem öðrum
framlínumönnum KR í þessum
Ieik. Beztur í framlínunni var Jón
Sigurðsson, en Sigurþór á v. kanti,
sem í öllum leikjum KR í vor hefur
sýnt góða leiki, fékk nú vart að
koma við boltann, gleymdist algjör
lega. KR saknaði líka manns þar
sem Halldór Kjartansson er, einn
af þremur nýjum leikmönnum, sem
verið hefur í umferð hjá KR að
undanförnu. Er greinilegt að mikið
munaði um hann í framlínunni.
Garðar átti ágætan leik og er að
komast á strik og Sveinn átti all-
góðan leik í framvarðarstöðunni.
Vörn KR var ekki veigamikil, en
Heimir var henni mikill styrkur.
Magnús Pétursson dæmdi leik-
inn og gerði það ágætlega.
Reykvíkingar tóku alla
íslandsmeistarana f sundi
.'lundmeistaramót íslands fór
fram í björtu og fögru veðri um
helgina að Laugaskarði, hinni
ágætu 50 metra keppnissundlaug
Hvergerðinga. Áhorfendur voru
margir, einkur.i í gær. Margir ár-
angranna sem náðust voru góðir,
enda þótt met væru ekki sett, því
þau eru yfirleitt sett í 25 metra
laugum.
Guðmundur Gíslason fékk af-
hentan afreksbíkar mótsins, Páls-
bikarinn, gefinn af Forseta íslands,
fyrir 100 metra skriðsund, sem gef
ur 810 stig. Hörður B. Finnsson
átti 2, og 3. bezta afrekið, en þau
voru 100 og 200 metra bringusund-
in. Ágústa Þorsteinsdóttir fékk svo
afhentan svonefndan Kolbrúnarbik
ar, sem gefinn hefur verið til minn
ingar um hina kunnu sundkonu
Kolbrúnu Guðmundsdóttur. Fær
Ágústa bikarim fyrir bezta afrek-
ið á síðasta ári í kvennasundunum,
en þaö var 100 metra skriðsund
hennar, 1:05,2 sem gefur 912 stig.
Úrslit á mótinu urðu þessi:
100 m skriðsund karla
Guðm. Gíslason, SRR 54,4
Trling Georgsson, SH 1:04,4
Helgi Björgvinsson, UMFS 1:08,3
100 r.i bringusund karla
Hörður B. Finnsson, ,'IRR 1:16,3 i
Árni Þ. Kristjánsson, SH 1:18,0
Ólafur B. Ólafson, SRR 1:23,4 I
4x100 m fjórsund karla
SRR-a sveit 5:03,9
SRR-b sveit 5:40,6
1500 m frjáls aðferð karla
Guðm. Gíslason, SRR '20:49,0
Davíð Valgarðsson, ÍBK 21:45,2
Guðm. Þ. Harðars., SRR 22:39,4
40n metra skriðsund karla
Guðm. Gíslason, SRR 5:00,3
Davíð Valgarðsson, ÍBK 5:24,3
Júlíus Júlíusson, SH 5:50,5
100 m baksund karla
Guðm. Gíslason, SRR 1:11,0
Þorsteinn Igólfsson, SRR 1:30,8
200 metra bringusund karla
I Hörður B. Finnsson, SSR 2:48,9
Árni Þ. Kristjánsson, SH 2:50,9
Ólafur B. Ólafsson, SRR 3:05,3
4x100 m skriðsund karla
SRR-a sveit 4:34,3
SRR-b sveit 4:47,8
SH 5:09,8
200 m bringusund kvenna
Hrafnhildur Guðm.d., SRR 3:09,9
Sigrún Sigurðard., SH 3:15,7
Kolbrún Guðm.d., SRR 3:30,5
Framh. á bls. 5
/ dag
Þróttur og Víkingur leika í kvöld
kl. 8:30 á Melavellinum um hvort
liðið lendir á botninum í Reykja-
víkurmótinu, en hvorugu liðinu hef
ur enn tekizt að sigra, Þróttur tap-
að með litlum mun, en Víkingur
tvisvar með stórri tölu.