Tölvumál - 01.05.1989, Qupperneq 4

Tölvumál - 01.05.1989, Qupperneq 4
Tölvumál maí 1989 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Sú hugmynd hefur komið fram að SÍ setji á fót tœkninefndir sem fjalli um t.d. löggjöfum tölvumál, höfundarrétt, samrœmingu á þýðingum forrita, tölvusamskiptamál, netmál, EDI ogEFTPOS. Beðist afsökunar! í síðasta pistli frá formanni var þess getið að ráðstefna um hagnýt tölvu- samskipti yrði haldin 25. apríl og félagsmenn og lesendur beðnir að taka frá tíma. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum var ekki hægt að halda ráðstefnuna á þessum tíma. Vegna þess aðdrag- anda sem er að útgáfu Tölvumála var þó ekki hægt að breyta þessu og því fór sem fór. Ekki er við neinn að sakast nema mig og bið ég félags- menn velvirðingar á þessu. Ráðstefna um hagnýt töivusamskipti ákveðin! Nú er það frágengið að þessi áhugaverða ráðstefna verður haldin miðvikudaginn 17. maí að Hótel Sögu. Hún hefstklukkan 13.15 eins og fram kemur í auglýsingu í þessu blaði. Er það von mín að sem flestir láti sjá sig. Rétt er að benda þeim, sem ætla að sækja ráðstefnuna, á að bóka þátttöku hjá framkvæmdastjór- anum okkar, Helgu Erlingsdóttur, í tæka tíð. Hópferð Skýrslutækni- félagsins á NordDATA ráðstefnuna Eins og áður hefur verið getið um verður farin hópferð á vegum Skýrslutæknifélagsins á NordDATA ráðstefnuna, sem að þessu sinni verður haldin í Kaupmannahöfn. Brottför er að morgni 17. júní og heimkoma föstudaginn 23. júní. Ráðstefnan sjálf hefst með sam- komu að kvöldi 18. júní. Ráðstefn- unni lýkur upp úr miðjum degi, miðvikudaginn 21.júní. Það gefast því tveir heilir dagar í Kaupmanna- höfn til að njóta lífsins og skoða borgina. Á þessum tíma skartar borgin sínu fegursta og búast má við veðurblíðu allan tímann. Það er því tilvalið að hafa makann (og bömin!) með í ferðina og draga sig um stund út úr amstri dagsins og njóta fræðslu og hvfldar í Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni verða haldin erindi um fjölmörg mjög áhugaverð efni og verða Þorgeir Pálsson og Haukur Oddsson með erindi af okkar hálfu. Það hlýtur að vera memaður okkar að styðja við þá félaga með fjöl- mennri þátttöku af hálfu íslendinga. Verðinu á ferðinni er stillt í hóf, en það er um 40.000 krónur fyrir ein- stakling í tveggja manna herbergi. Ferðaskrifstofan Úrval sér um bókanir en allar frekari upplýsingar og aðstoð við skráningu á ráðstefn- una veitir Helga Erlingsdóttir, fram- kvæmdastjóri SÍ. Mikilvægt er að skrá sig til þátttöku fyrir 12. maí, til að njóta afsláttar af þátttökugjaldi. Tækninefndir hjá SÍ? Á vegum IHP (Alþjóðasamtaka um upplýsingatækni) starfa tækni- nefndir sem fjalla hver um sig um afmarkað svið tölvu- og upplýsinga- tækni. Er á þeirra vegum öflugt starf sem ekki takmarkast eingöngu við fundarsetur heldur er einnig unnið mikið á milli funda. Sú hugmynd hefúr komið fram að setja á fót tækninefndir innan Skýrslutæknifélagsins sem fjalla um ákveðin afmörkuð efni á sviði upp- lýsingatækni. Nefndimar munu hittast reglulega en vinna þess á milli að upplýsingaöflun. Þær gætu síðan staðið að ályktunum og tillögugerð til opinberra aðila og þeirra sem málefnin varða hverju sinni auk greinaskrifa í Tölvumál og fjölmiðla. Starfssvið nefndanna gætu verið margvísleg og má nefna sem dæmi löggjöf um tölvumál, höfundarrétt, samræmingu á þýðingum forrita, tölvusamskiptamál, netmál, EDI, EFTPOS og svo mætti lengi telja. Stjóm SÍ hefur þessi mál til umfjöll-

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.