Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. maí 1962.
VISIR
5
„Reykjavík er..."
var hann búinn að fylla út úttekt-
arnótu á 38 þúsund krónur.
Létu þeir feðgar lögregluna
handtaka manninn þar á staðnum,
en flýttu sér niður í Landsbanka.
Þar hittu þeir hinn drykkjufélag-
ann í anddyrinu. Hann hafði orðið
eilítið seinni fyrir en félagi hans
og var að koma inn þegar feðg-
arnir hittu hann. Kveðjur urðu
stuttar og var hann einnig afhent
ur lögreglunni. Við leit á honum
fannst vindlakassi sá sem hann
hafði stolið um nóttina.
Þjófarnir voru báðir settir í
gæzluvarðhald og Iaust fyrir há-
degið játuðu þeir á sig sakir.
sakir.
Iþróftir —
Framh. af 2. síðu.
Keflavík og ísafirði, en samt voru
sumir liðsmanna langt frá því að
vera £ góðri þjálfun. Beztir voru
Skúli, Steingrímur og Þórður Jóns-
son á köflum. í vörninni var Jón
Stefánsson nokkuð góður og hlýt-
ur að koma sterklega til greina í
landsliðið £ sumar, enda virðist
staðan vera hálfgerð vandræða-
staða þar eð fátt er um góða mið-
verði.
Dómari var Grétar Norðfjörð og
dæmdi hann sæmilega með nokkr-
um undantekningum þó, eins og
fyrr greinir. — jbp —
Scott Carpenter geimfari sést hér í hylki sínu. Myndin sýnir hvemig hann hélt um stjómtækin,
þannig gat hann sjálfur stýrt geimskipi sínu.
Þjóiviljinn ver njósnarann
^ Enn heldur Magnús Kjart-
ansson Þjóðviljaritstjóri á-
fram að bera blak af tékkneska
njósnaranum V. Stolch. Þjóðvilj
inn ræðst með heift á Sigurð
Ólafsson flugmann fyrir að hafa
kært njósnarann og komið upp
um launráð kommúnistastjómar
Tékkóslóvakiu gegn íslandi.
► Reynir blaðið að gera um-
mæii Sigurðar tortryggileg
um að utanrfkisráðuneytið is-
lenzka taki að sér að reka mál
hans sökum hinnar hálfónýtu
tékknesku flugvélar. Sagði Sig-
urður að sér þætti ekki ósann-
gjamt að utanrikisráðuneytið
sæi um að láta Tékkana taka
aftur við flugvélinni, sökum
galla hennar, að þeir greiddu
honum fyrir milligöngu ráðu-
neytisins hálft verð hennar.
Þetta reynir Þjóðviljinn að
leggja út á þann veg að Sigurð-
ur heimti fé af íslenzka ríkinu
fyrir að hafa komið upp um
njósnarann!
► Óheiðarlegri getur málflutn
ingur blaðsins vart verið.
Öll brögð em notuð til þess að
rægja íslenzka flugmanninn,
sem vísaði tékkneska njósnar-
anum á bug. Þeim rennur blóð-
ið til skyldunnar Þjóðviljamönn
um þegar félagamir £ austri eru
fangaðir, hirtir og reknir úr
landi. ÖIl þjóðin fordæmir hátt-
arlag hins télckneska njósnara
og lýsir viðbjóði á sorpskrifum
Þjóðviljans, sem reynir að verja
óhæfuverk hans.
>> Auðvitað er útilokað með
öllu að Sigurður geti tekið
upp samninga við tékkneska
sendiráðið hér eftir að hann hef
ir afhjúpað fyrrverandi starfs-
mann þess. Sjálfsagt er og eðli
Iegt að hann snúi sér til þeirrar
stofnunar íslenzkrar sem í for-
svari er fyrir íslendinga gagn-
vart erlendum sendiráðum og
ríkjum, utanríkisráðuneytisins.
Jafn sjálfsagt er að ráðuneytið
taki að sér að reka mál Sig-
urðar út af göllunum á tékk-
nesku vélinni og haldi fast á
rétti hins íslenzka flugmanns.
Framh. af bls. 9.
— Ég settist að í Reykjavík
fyrir fullt og allt fyrir 30 árum,
eða rúmlega það. Það hefur
margt gerzt á þeim árum, og á
þeim hefur starfssaga mín að
mestu leyti verið skráð. Það
er saga margháttaðrar baráttu
— og sérvizku. En Reykvík-
ingar hafa umbunað mér og
Reykjavíkurborg hefur síður en
svo reynt að bæla sérvizku
mína niður, heldur þvert á
móti gert sitt til að ég mætti
fara mfnu fram. Og hún fékk
mér góðan stað þar sem ég hef
getað lifað í næði og starfað að
hugðarefnum mínum. Fyrir allt
þetta er ég þakklátur.
Þróunin hefur orðið stórkost-
leg í Reykjavík á þessum 30
árum. Hún skapast raunar að
verulegu leyti af aukinni vel-
megun og getu, en jafnframt
skylt að geta þess að það ríkir
mikill myndarleiki yfir öllum
framkvæmdum hennar. Hún er
vissulega á framtíðarleið.
★
í einu tilliti finnst mér þó
ástæða til að vekja Reykvík-
inga til umhugsunar um fram-
tíðina í skipulagi hennar og
byggingu. Við vitum það öll að
manneskjan hefur eignast eina
mublu, sem er orðin óaðskiljan-
leg við hana — einskonar
draugur eða fylgja. Þessi
mubla er bíll. Og bíllinn krefst
þess að mikið tillit sé tekið til
hans, miklu meira heldur en
hægt hefur verið að gera £
Reykjavik, enda var gamli hluti
Handsláttuvélar
Sama verð.
Framh..á bls. 13.
hennar byggður áður en bill-
inn kom til sögunnar Þess;
vegna þurfa bæjaryfirvöldin að
taka þeim mun meira tillit til
þessarrar mublu i skipulagn-
ingu nýju hverfanna. Ef til vill
hefur það verið gert — ég veit
það ekki — en ég sé það að £
hverl sinn sem heppni fer fram
á Laugardalsvellinum fyllast
allar götur í nærliggjandi hverf-
um af bílum. Þess vegna datt
mér þetta í hug.
En aðal hugðarefni mitt er
þó það, sem ég gat um áður,
að Reykjavíkurborg haldi á-
fram á þeirri braut sem hún er
byrjuð á, það að skreyta svæði
sín með höggmyndum —
fallegum myndum, svona hægt
og sígandi þannig að hún verði
í framtiðinni borg myndanna,
enda voru það guðirnir sem
beindu myndinni á öndvegis-
súlum Ingólfs Arnarsonar
hingað inn til Reykjavíkur.
Þ. J.
Þjófar —
12” kr. 620.00.
14” kr. 725.00.
Þeir, sem eiga pantanir hjá
okkur, vinsamlega vitji þeirra.
GiYSIR H/F
Vesturgötu 1.
I Rafvirfcjar
: Höfum til afgreiðslu næstu
j daga á hagkvæmasta verði:
ídráttarvir 1,5 qmm. 2,5. 4. 6.
10. 16 qmm.
j Hringingarvír 2x0,8 qmm
Plaststreng 2x1,5 qmm
Tenglar fyrii rakvélar. sem
nota má i baðherbergi.
Töfluefni. Aobestos .Sindanoy”
G Marteinsson H.F.
Umboðs- & Heildverzlun
Bankastræti 10 — Sími 15896.
E Vesturbænum -
Framh. af 8. síðu.
vellir eru ekki nógu margir enn
og því oft fullir, en ef við höf-
um i huga að svo til engir voru
til fyrir tíu árum, megum við
sannarlega vera þakklát.
Það er ákaflega mikil fram-
för fyrir okkur að fá sundlaug
ina hér i Vesturbæinn. Einn
galli fylgir því þó. Hún tekur
sv o mikið heitt vatn að vatns-
skortur kemur fyrir. Þetta verð
ur þó lagfært bráðlega, þegar
dælustöð kemur hér á Melana
Fyrir mitt leyti er ég ánægð-
með gang borgarmála undanfar
in ár og tel vel að þeim staðið.
X
Árlegur
bænadagur
Hinn árlegi bænadagur vor, 5.
sd. e. páska, er að þessu sinni 27.
maí. Þótt kosningar eigi að fara
fram þann dag í mörgum presta-
köllum, er þess að vænta, að fólk
geti komið saman einhvern tíma
dagsins í kirkjum sínum, í þeim
sóknum sem öðrum, til þess að
Iyfta huga í bæn.
Væri vel, ef kirkjan gæti sam-
einað sem flesta um bænarefni
dagsins, en það er:
Sáttfýsi og samhugur, ábyrgð
og drengskapur í þjóðlifi og
þjóðmálastarfi.
Bið ég bræður mína í presta-
stétt að standa saman um að
stuðla af megni að þvi, að þessi
dagur verði sem almennastur og
sannastur bænardagur, þjóð vorri
til bJessunar.
Sigurbjörn Einarsson.
Óbreytt
vísitala
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun maímánaðar og reyndist
hún vera 116 stig eða óbreytt
frá vísitölunni í aprílbyrjun.
Þjófar
teknir
Lögreglan handtók í nótt tvo
þjófa á innbrotsstað, en það var
í verzluninni Síld og fiskur í Aust
urstræti. Þriðja þjófnum mun hafa
tekizt að forða sér áður en lög-
reglan kom á vettvang og slapp
því — í bili.
Þjófarnir komust inn um opinn
glugga á bakhlið hússins og virt-
ust talsvert svangir. Voru þeir að
borða úr ávaxtadós þegar lögreglan
kom að þeim og handtók þá. Þeir
voru fluttir i fangageymsluna í
nótt og teknir til yfirheyrzlu í
morgun.
KJALLARI
Bæjarstjómarfundur var haldinn
á Seyðisfirði 16. þ. m. og var þar
tekin ákvörðun um, að innrétta
sundhallarkjallarann fyrir fanga-
geymslu, sem mjög brýn þörf er
fyrir. Þar verður og Iögregluvarð-
stofa og snyrtiherbergi.
Þegar landlegur eru hér t. d. á
síldveiðitímanu.a þrefaldast íbúa-
talan, og verði lögreglan að hand-
taka þó ekki sé nema 1—2 menn
hefur hún verið bundin yfir þeim.
Fangageymslan í sundhallarbygg-
ingunni er bráðabirgðaráðstöfun,
— á næsta ári verður byggð
fangageymsla, ásamt lögreglu-
varðstofu og herbergi til yfir
heyrslu,