Vísir - 25.05.1962, Síða 7

Vísir - 25.05.1962, Síða 7
Föstudagur 25. maí 1962. v.v. VlSIR v.w.v.v.v.v.v.v.v I ■ (I ■ ■ ■ ■ I l■■■■oa■■■■aa■■aai Heilbrigðismál hvergi betri Verna Jóhannsdóttir og Hall- dór Auðunsson, sem búa í Faxaskjóli 18, hafa án efa eitt- hvert skemmtilegasta útsýni i Reykjavik. Þau eiga þrjú börn, á aldrinum 12 til 26 ára og eru tvö þeirra gift. Við spurðum nýlega Vernu hvað hún vildi segja um útlit bæjarmáianna. „Þegar maður er spurður svona dettur manni nú fyrst í hug það sem aflaga kann að - ' '■■■>% > "g>" \ jfti s Verna Jóhannsdóttir Úr smábœ i stórborg í í Gisli Marteinsson er 25 ára að aldri. Hann hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Skóbúðar Reykjavíkur urn nokkurt skeið og starfar nú á skrifstofu hjá Friðrik A. Jóns- syni í Garðastræti 11. „Eitt ;.að mikilvægasta sem Sjálfstæðisflokkkurinn hefur á- orkað, á undanförnum árum, er hið aukna frelsi í viðskiptamál- um. Það skilur enginn, sem ekki hefur fengizt við það, hversu miklu hagkvæmara er að gera viðskipti nú en fyrir nokkrum árum síðan. Öll okkar viðskipti og at- vinnuvegir byggjast svo mikið á innfluttum vörum, bæði hrá- efnum og fullunnum vörum að það verður ekki metið til fjár, hversu miklu frjálsara þetta er orðið. Það sem þarna er að þakka, eru efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem hafa stórbætt aðstöðuna. Ekki má heldum gleyma því, að því frjálsari sem innflutningur verður, því meiri verður sam- keppnin. Bein afleiðing henn- ar hlýtur alltaf að verða hag- kvæmari innkaup því að ekki þýðir að vera með dýrari vörur en aðrir. Breytingarnar eru raunar svo örar núna að maður fylgist varla með þeirn. Það mál sem ég álít eitt það stærsta í borgarmálunum, eru hitaveituframkvæmdir Á und- anförnum árum hafa stór svæði fengið hitaveitu, en nú eru ráð- gerðar enn stórstígari fram- kvæmdir. Að þær komist í framkvæmd er ekkert vafamál, þar sem fjármagn til þeirra er þegar fyrir hendi. Hver er sú fjölskylda sem bíður ekki með óþreyju eftir að fá hitaveituna? Það er ekki að- eins að þar sé um þægindi að ræða, heldur einnig stórvægi legan sparnað. Reykjavík hefur nú vaxið ú) smábæ í stóra borg á nokkrum áratugum, undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins. Óhætt er að fullyrða að hvergi á landinu hafi hagur fólks verið betri en hér á þessum tíma. Ég tel að þessi reynzla sé næg trygging fyrir því að Reykjavík sé bezt borgið undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins.“ fara. Ég hef ýmislegt við rekstur bæjarins að athuga, en ég vil taka það fram að ég tel engar líkur til að það myndi batna ef skipt væri um stjórn á borginni og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins tækju við. Það veldur okkur nokkrum vonbrigðum að við erum í seinni hluta þeirra sem fá hita- veituna og nýjar götur, en það geta ekki allir verið fyrstir. Það sem ég tel til sérstakrar fyrirmyndar hér í bænum er fyrirkomulag heilbrigðismála. Ég er sannfærð um að hvergi er betur séð fyrir þörfum borg- aranna í þeim efnum, en hér i Reykjavík. Borgin rekur hér Heilsuverndarstöðina, sem er ákaflega góð stofnun og veitir margvíslega og nauðsynlega þjónustu. Þá má ekki gleyma nýja fæðingarheimilinu, sem bætti úr brýnni þörf á sínu sviði og nýja Borgarsjúkrahúsinu, sem er að rísa í Fossvoginum. Ég er borin og barnfædd hér í Vesturbænum og hef séð þá ótrúlega hröðu fjölgun, sem átt hefur sér stað í borginni. Það er ótrúlegt fyrir fólk sem er að vaxa upp núna hvað breytingarnar hafa verið örar. Braggaíbúðir eru nú alveg að hverfa og hefur borgarstjórn mikið gert tii að hjálpa fólki sem í þeim bjó til að eignast íbúðir. Hitaveitan fer nú að koma um alla borgina, stór- stígar gatnaframkvæmdir eru nú í uppsiglingu og á öllum öðrum sviðum hefur orðið stór- stíg þró’ n. Ég er þess fullviss að borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert sitt bezta til hags- bóta borgurunum. Maður sér að vísu ýmislegt sem gæti verið betra, en það verður að hafa f. huga að ekki er hægt að gera alla hluti í einu. Ég held að fjölgunin í Reykjavík hefði orð- ið eitthvað minni, ef það væri eins slæmt ástand hér og and- stæðingar borgarstjórnarinnar halda fram. |. ijsBBi Ólafur Júlíusson í vinnusalnum Ánœgður með bœjarmálin4 ‘ Ólafur Júlíusson er verkstjóri í Hraðfrystistöð Reykjavíkur þar sem nú er fryst síld af kappi. Hann hefur þetta að segja um borgarmálefni. „Ég hef nú haft lítinn tíma til að hugsa um þessi mál að undanförnu. Þegar síldin er, eru stöðugar hringingar, hvort sem er á nótt eða degi, til að vita hvort við viljum ekki síld. Eitt er þó augljóst, að það hafa orði miklar framfarir hér í borginni. Fjölgunin hefur ver- ið geysileg og því margt þurft að gera til að taka við henni. Það má segja að ráðin séu meSt hér til að taka við fólkinu, en það kostar mikið að byggja alla hluti upp. Raunar er ekki hægt að bera Reykjavík saman við neinn annan stað hér á landi, vegria stærðarmunar. Annars er það sem ég hef mestan áhuga fyrir athafnalíf- ið. Það er verið að tala um að það sé siæmt að dreifa frysti- húsum og fiskvinnslustöðum frá höfninni. Segja menn að bílakosturinn sé svo mikill við að aka fiskinum frá höfninni Við erum hér alveg við höfn- ina, en verðum samt að nota bíla. Ég fæ ekki séð að það breyti miklu að aka fiskinum 3-5 mínútum lengra, þegar hann á annað borð er kominn á bíl, enda er bílakostnaður ekki stór hluti af verðmæti afurð- anna. Á þessu máli er önnur hlið Það er óþægilegt að vera með matvælaframleiðslu við höfn- ina, þar sem allt er fullt af skít og ryki. Það má að vísu segja að rykið minnki, þegar búið er að steypa allar götur hér í kring Það breytir þó ekki því að það er mikill munur fyrir starfs fólkið að geta farið út fyrir húsið i matar og kaffitímum. Til þess að það sé hægt þarf að vera eitthvað annað land- rými en gatan. Það munar ótrú lega miklu hvað fólk er glaðara og hressara við vinnu sína ef það sér annað slagið til sólar. Annars er það mjög mikil- vægt að byggja sem mest upp atvinnuvegina. Hjá okkur í frystihúsunum er vinnan alltof gloppótt. Það er óvenju slæmt núna vegna togaraverkfallsins, en síldin bjargar málinu nokk- uð. Ég tel mig ekki hafa ástæðu til annars en að vera ánægður með gang bæjarmálanna í heild.“ ■ .VV.V.V .■.■.’.V.V.V.V.V.V Gísli Marteinsson kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja aka fyrir flokkinn á kjördegi, eru beðnir áð láta skrá sig fyrst í síma 20124 eða 17100. ■ ■■■■■ I >■■■■■■■■■1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.