Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 8
\ 8 (/ i S / R Föstudagur 25. maí 1962. Otgefandi Blaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinr. Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónui á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. - Stmi 1166C (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. ----:--------------------------------------------------------------------/ Á framtíðarleið „Reykjavík er á framtíðarleið“ segir Ásmundur Sveinsson myndhöggvari í viðtali við Vísi í dag. Um fáar borgir Evrópu munu slík ummæli eiga betur við. Myndhöggvarinn í Laugardal mælir fyrir munn fjöl- margra Reykvíkinga, hvar í flokki sem þeir standa. Þróunin í málum höfuðborgarinnar á síðustu áratug- um hefir sannarlega verið stórkostleg. Þar hefir fjöldi góðra manna og kvenna lagt hönd á plóginn og vissu- lega er engum einum flokki öll sú þróun að þakka. Á þessum tímamótum hæfir vel að við, sem í höfuðborginni búum, gerum stutta stund hlé á dag- legri önn og strengum þess heit að hin farsæla þró- un skuli halda áfram; að borgin okkar skuli enn vaxa og blómgast. Um það ættum við öll að geta orðið sammála. Lægri útsvör Lítið hefir verið minnzt á mjög merkilegt mál í kosningabaráttunni. Það er hve mjög útsvörin í Reykjavík hafa lækkað á kjörtímabilinu. Hjón með 3 börn og hreinar tekjur að upphæð 80 þúsund krónur greiddu árið 1958 9.643 krónur í útsvar. Sömu hjón greiða í dag 6.500 krónur. Lækk- unin er 3.143 krónur. Önnur dæmi sýna svipaða lækkun. Nú er það svo að menn eru næsta vantrúaðir á að opinber gjöld lækki nokkurn tíma og hafa rót- gróna tilhneigingu til þess að véfengja allar slíkar frá- sagnir. En hér verður ekki komizt fram hjá stað- reyndum. Utsvörin hafa lækkað. Og því ættu allir borgarbúar að fagna, hvar í flokki sem þeir standa. Sjötti flokkurinn Sú yfirlýsing Einars Braga í útvarpsumræðutíma Þjóðvarnarflokksins að innan fárra daga mundi stofn- aður sjötti andstæðingaflokkur Sjálfstæðisflokksins vakti verðskuldaða athygli. Enn eykst sundrung vinstri manna. Og það broslega er, að stofnun eins sundrungarflokksins enn er rökstudd með þvi að hún horfi að sameiningu vinstri aflanna! Svoleiðis hunda- lógikk mun ganga í fáa borgarbúa. Nú bjóða sjö flokkssamtök fram fimm lista gegn Sjálfstæðismönnum. Ekkert sýnir betur en þessi háa tala hvemig fara myndi um stjórn borgarinnar ef Sjálfstæðismenn missfu meirihlutann. Andstæðingarn- ír skiptust á óbótaskömmum innbyrðis í útvarpinu. Hvernig halda borgarbúar að þeim muni ganga að stjórna borginni eftir kosningar, þegar sundrungin er svo ofboðsleg jafnvel fyrir þær? Þar mun hver hönd- in verða upp á móti annarri, hver skarar eld að sinni köku, en hagsmunum hins óbreytta borgara varpað fyrir borð. V.V.V.V.VAV. OrB og áfit borgaranna \Kennarar vinna með börnunum Á Vesturgötu 55 A, búa hjónin Ágústa Guðmundsdóttir og Gunnar Þórðarson, renni- smiður. Þau hjónin eiga þrjú böm, á aldrinum 11 til 29 ára og eru tvö þeirra þegar gift. Frú Ágústa í eldhúsinu heima hjá sér. ■ \Alltafí Vesturbœnum Einhver rótgrónasti Vestur- bæingur, sem við höfum lengi hltt, er Guðrún Faaberg, sem gift er Haraldi Faaberg, hótel- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Hún er fædd í Vesturbænum og uppalin þar. Fjölskylda hennar hefur búið i Vesturbæn um, allt frá því langafi hennar byggði Vesturgötu 9. Hann var á sfnum tíma fyrsti bæjarfull- trúi tómthúsmanna í Reykja- vfk. Þau hjón eiga tvær dætur, 10 og 12 ára, og eru búsett að Hagamel 41. Við spyrjum hana hvað hún vilji segja um borgarmálin. „Mér eru skólamál mjög of- arlega í huga, þar sem ég á tvær dætur á skólaaldri. Þær ganga í Melaskólann. Ég tel hann vera alveg til fyrirmynd- ar, hvað umgengni og rekstur snertir. Árangurinn af skóla- göngunni fer mikið eftir því hvernig kennararnir eru. Mínar dætur hafa verið sérlega heppn ar með þá. Það sem kemur þó til með að breyta miklu fyrir okkur, er malbikun á götunum hér 1 kring. Eins og nú er standa þær ekki við, þó að verið sé að skafa þetta. Við erum svo hepp in að vera með þeim fyrstu sem fá þetta gert, samkvæmt nýju áætlunum gatnagerðar. Eitt af þvl sem snýr mjög að Frú Ágústa hefur starfað i Slysavamafélaginu og ýmsum góðgerðarfélögum. Við spyrjum hana hvað hún vilji segja um borgarmálin. „Það sem flestir em senni- lega hrifnastir af, er hitaveitan og ég er þar engin undantekn- ing. Hún ,er hinn mesti sparn- aður, auk þess sem hún er til ómetanlegra þæginda fyrir hús- mæður. Það er mikill munur að hafa alltaf heitt vatn úr krön- um og geta notað til þvotta og annars. Það er sannarlega gleði- efni að hún skuli nú komast til alira borgarabúa á næstu árum. Ég hef einnig mikinn áhuga fyrir skólamálum. Mér er það sérlega hugstætt að allir eigi möguleika á að læra eitthvað. Fyrr á árum var það engan veginn á allra færi að komast til mennta, hvort sem um er að ræða bóklegt eða verklegt nám. Nú er aftur á móti öllum mögulegt að ganga í skóla. Eitt af því sem ég hef tekið eftir í sambandi við skólagöngu barna minna, er það að kenn- arar virðast hafa miklu nánara samband við nemendur núna, en áður tíðkaðist. Þeir gera á- kaflega mikið fyrir þau og börnunum er mjög hlýtt til þeirra. Skólarnir eru líka á- kaflega fín hús, nú orðið, og það sem mikið ,hefur að segja er það, að börnunum er kennt að ganga vel um þau. Það þekk- ist til dæmis alls ekki að börn fari inn í skólastofur á útiskóm. Það er mikil nauðsyn að börn- um sé kennd góð umgengni ut- an heimilanna líka. Ég tel að frammistaða borg- arstjórnarinnar hafi verið með mestu prýði í þessum málum. Fjölgunin á skóiastofum og leikvöllum og öðru sem að börn unum snýr er mjög mikilvæg. Ein mestu þægindi sem borg- in stendur fyrir eru þó barna- leikvellir með barnagæzlu. Ég bjó rétt hjá Barónsborg áður en við fluttum hingað og notaði mér oft þessa þjónustu. Það eru ómetanleg' þægindi að geta skilið börnin þarna eftir, af og til, í öruggum höndum. Gurðún Faaberg og dóttir hennar, Ingibjörg, sem var að ljúka fullnaðarprófi í gærmorgun. ;■ okkur konunum, eru leikvell- sem eiga ung börn að geta irnir. Ég þarf að vísu ekki leng skilið þau eftir á leikvöllunum, ur á þeim að halda, en það er með gæzlukonum, ef þær þurfa mikil þörf fyrir þá. Sérstaklega aðeins að skreppa frá. Þessir j! er það þægilegt fyrir konur Framh. á bls. 5 !■ |-......VAV.V.V.^\\V.V.V.,.V.V.V.,.V.,.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.VV 4 il.i1,', I [ i L, 11 III11 i > i. , I I I I i I > t : )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.