Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. maí 1962.
9
VISIR
„Reykjavík et á framtíBarkH"
— Það voru guðirnir,
sem völdu Reykjavík.
Hún byggðist af trúar-
ástæðum. — Sennilega
eina höfuðborgin í ver-
öldinni, sem er útvalin
af æðri máttarvöldum.
Þannig fórust Ásmundi
Sveinssyni myndhöggvara orð
þegar blaðamaður Vísis átti tal
við hann í gærmorgun. Og Ás-
mundur hélt áfram: Ýg minnist
alltaf orða Halvards Lange ut-
anríkisráðherra Norðmanna
þegar hann opnaði norska
myndlistarsýningu hér á árun-
um og sagði m. a. að það hafi
ekki verið mennirnir sem hafi
komið fyrst til Reykjavíkur,
heldur hafi það verið — mynd-
in — sú mynd sem greypt var
á öndvegissúlur Ingólfs Arnar-
sonar landnámsmanns. Þetta sé
friði i- jafnvel fyrir myndum.
Þeir hafa sína friðhelgi.
★
— Hvar vilt þú helzt stað-
setja þínar eigin myndir?
— Þessu er ekki unnt að
svara almennt. Hver mynd
krefst síns ákveðna umhverfis
og andrúmslofts. En umfram
allt ekki á torgum eða við fjöl-
farnar götur. Það er lífsháski
að virða þær fyrir sér. Þær eiga
miklu fremur heima í almenn-
ingsgörðum, þar sem fólk leitar
hvíidar og getur skoðað lista-
verkið i næði.
Um staðarval höggmynda
getur engin regla gilt. Ég skal
nefna eitt dæmi. Það er starf-
andi félag hér í Reykjavík —
sem keypti af mér mynd af
Ein'ari Benediktssyni og nú er
verið að steypa hana í varan-
legt efni úti í Bretlandi. Þetta
er mikil mynd — 3 metrar á
hæð fyrir utan stöpul. Ég veit
valinn — þarf að vera sér-
stakur eins og maðurinn var
sjálfur. .
■Á
Af því að ég er að tala um
staðarval fyrir höggmyndir,
ætla ég að segja þér sögu. Ég
var einu sinni á ferð í Stokk-
hólmi og frægur menningar-
frömuður þar í borg bauð mér
til miðdegisverðar. Hann spurði
hvort ég vildi borða með sér
í súkkulaðiverksmiðju. Jú, mér
var svo sem sama hvar ég
borðaði, en fannst þetta samt
skrítið og spurði hversvegna.
Hann sagðist ætla að vekja at-
hygli mína á ákveðnum hlut og
skyldi sýna mér hann þegar við
kæmum á staðinn,
Það sem maðurinn vildi sýna
mér var fjöldi höggmynda, sem
eigendur súkkulaðiverksmiðj-
unnai höfðu keypt og komið
upp umhverfis hana.
Ég spurði manninn hvers-
vegna þeir hefðu vaiið styttun-
Listamaðurinn og eitt af listaverkum hans.
Þróun borgarinnar hefir verið stórkostleg,
segir Ásmundur Sveinsson myndhöggvari
ekkert hvar henni verður val-
inn staður, en vildi að það yrði
hér í Reykjavík því að mér
þykir orðið vænt um þessa
borg. En hvar í Reykjavík er
spurningin. Einar var risi og
hann þarf stað við sitt hæfi.
Mönnum hefur komið háskóla-
lóðin til hugar, en það vil ég
ekki. Einar Benediktsson pass-
ar ekki við prófessora og rekt-
ora. Hann þarf að vera einn —
og staðurinn sem honum verður
tákn fyrir Reykjavík — þessa
borg, sem guðimir völdu. Ég
er sannfærður um það að hún
verður borg myndanna og hún
á að verða það.
Það er kannski útúrsnúning-
ur, en mér hefur alltaf fundizt
hún stórkostleg þessi trú Ing-
ólfs Arnarsonar að fela guð-
unum að velja fyrir sig bústað.
Hún hefur valdið mér heila-
brotum þessi trú hans. Út frá
þeim hilabrotum varð myndin
mín „Religion“ til Hún er e.
t. v. framar öðru mynd Reykja-
víkur og í vissum skilningi til-
einkuð henni, enda á hún
hvergi heima nema hér
★
— Þú hefur, Ásmundur, gert
dálítið af myndum fyrir
Reykjavíkurborg.
— Það er eiginlega hægt að
orða það svo að ég hafi ekki
unnið fyrir neinn aðila annan
en Reykjavíkurborg. Allt sem
ég hef selt öðrum af myndum
minum hefur að meira eða
minna leyti verið tilviljana-
kennt og lítið sem ekkert af
stórum verkum. En starf mitt
síðUstu áratugina hefur að
meira eða minna leyti verið
helgað Reykjavík. Hún hefur
keypt ýmsar af myndum mín-
um og valdið þeim góða staði,
staði sem ég er ánægður með.
Ég er sérstaklega ánægður með
staðsetninguna á „Pilti og
stúlku" og ekki síður á
„Þvottakonunni“ minni. Ég sé
hana alveg í nýju ljósi á þeim
stað þar sem hún er nú. Það er
eins og staðsetningin lyfti
henni upp.
Staðsetning á myndum er
stórkostlegt atriði, vandamál
og viðkv aismúl í senn.
Sumir staðir draga myndirnar
niður, aðrir lyfta þeim upp. Við
höfum líka reynzlu af því að
Reýkvíkingar eru viðkvæmir í
þessum sökum. Þurfum ekki
annað en benda á staðsetningu
„Hafmeyjarinnar“ í Tjörninni
og örlög hennar.
Sumir staðir þurfa að vera íÁsmundur Sveinsson við hús sitt í Sigtúni.
um stað í kringum verksmiðju-
bákn. Það væri ekki póetiskur
staður fyrir listaverk. En gest-
gjafi minn benti mér á að
þarna ættu listaverkin heima.
Þau hefðu bætandi og göfgandi
áhrif á starfsfólk verksmiðj-
unnar — og hvað væri hægt
að gera betra fyrir fólkið.
Gestgjafi minn hafði á réttu
að standa og þess vegna hef ég
sjaldan orðið þakklátari nokkr-
um manni heldur en Steingrími
grími rafmagnsstjóra þegar
hann lét reisa myndina mína
„Rafmagn" austur við Sogið,
þar sem hún rís af grunni með
turna og rafmagnsvíra á bak
við sig. Það er hennar rétta
umhverfi. Þetta eru hennar ein-
kenni, og staðsetningin er sú
eina rétta.
Ég hef orðið þess var að
myndin hefur vakið athygli. 1
fyrra var ég eitthvað að sngl-
ast úti á lóðinni hjá mér. Þá
vék sér að mér útlendingur
sem bað mig að vísa sér á lista-
manninn sem hefði gert högg-
myndina „Rafmagn“. Hann
hefði séð hana austur við Sog
og hún hafi vakið athygli sína.
Þessi maður var Karl Hartung,
heimskunnur myndhöggvari og
nú prófessor við listaakademí-
una í Berlín. Þegar ég sagði
honum að ég væri maðurinn,
sem gert hefði „Rafmagn" rak
Hartung upp stór augu, ég held
að honum hafi fundizt ég vera
svo skítugur og búralegur. En
hann lét þó sannfærast þegar
hann leit inn í vinnustofuna
mína, og fór þá miklum viður-
kenningarorðum um list mína.
Einu sinni spurðu erlendir
verkfræðingar mig að því
hversvegna ég hefði gert non-
figurativa mynd sem minnis-
merki yfir rafmagnið. Ég sagði
þeim að rafmagnið sjálft væri
nonfiguratif og þess vegna
hafi ég ekki átt annars völ.
Ég sagði að ég væri Stein-
grími Jónssyni sérstaklega
þakklátur fyrir hlutdeild hans í
því að reisa höggmynd eftir
mig austur við Sog_ Það er
vegna þess að það er svo margt
sameiginlegt með mér og þess-
um sífelldu tækniumbrotum nú-
tímans. Líf mitt rímar einhvern
veginn saman við tæknfram-
kvæmdir og stóriðju — þessa
miklu slagæð samtíðarinnar. Ég
er hluti eða þáttur í þessum
umbrotum og verk mín eru af-
leiðing þessarar byltingar. Ég
get ekki svæft þá hugmynd
mína að reisa monument yfir
hitaveituna — þetta einstæða
tæknimannvirki Reykjavíkur-
borgar, sem ekki á sér neina
hliðstæðu í nokkurri höfuðborg.
Hugsum okkur að sjóðandi gos-
hver kæmi upp úr miðri Lund-
únaborg! Myndi þá ekki verða
uppi fótur og fit í allri heims-
pressunni!
★
— Það er auðheyrt að þú dá-
ist að hitaveitunni, en hvað
segir þú um aðra þróun hér í
Reykjavík að undanförnu?
Hvernig geðjast þér að henni
og hvernig geðjast þér að sam-
skiptunum við Reykjavík og
Reykvíkinga í heild?
Framh. á bls. 5
{ í i 4 X á i Í I
W 'Ú í t t iM ilill í/l'i'ii á 1 :•( i l i »'
M ! '