Vísir - 28.05.1962, Qupperneq 1
VISIR
Úrslitin úti á landi * 16. s.
Vakað á kosninganótt | 7. síða
Stórsigur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík
Bætti nær 3.000 atkvæðum við sig. Kommúnistar tapa
Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum hér í
Reykjavík. Fékk flokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn og einum fulltrúa
betur. Bætti hann við sig 2.746 atkvæðum frá síðustu kosningum, alþingiskosn-
ingunum 1959. Sitja nú níu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm en alls
eiga þar 15 fulltrúar sæti.
Hefir Sjálfstæðisflokkurinn haldið hinu óvenju mikla fylgi sínu frá bæjarstjórnarkosning-
unum 1958 nær því óskertu, þótt hann eigi nú einum manni færra f borgarstjóminni.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarmenn bættu við sig atkvæðum ef borið er saman við bæjar-
stjómarkosningarnar 1958. Fengu Framsóknarmenn nú 2 bæjarfulltrúa . Kommúnistar töpuðu
atkvæðum en héldu þó þremur borgarfulltrúum.
Hvorki Þjóðvarnarflokkurinn né bindindismenn komu manni að.
Geir Hallgrímsson.
Auður Auðuns.
Nú Bæjarstj. 1958 Alþingi 1959
Alþýðufl. 3961 atkv. (1) 2860 (1) 5946 atkv.
Framsókn 4709 - (2) 3227 (1) 4100 —
Sjálfstæðisfl. 19220 - O) 20027 (10) 16474 —
Kommúnistar 6114 - (3) 6698 (3) 6543 —
Þjóðvöm 1471 1831 2247
Bindindismenn 893 —
36897 greiddu atkvæði af 41780 á kjörskrá eða 88,3%.
Gísli Halldórsson
Gróa Pétursdóttir.
Stjómarstefnunni
vottaB traust
í morgun snéri Visir sér til
forsætisráðherra Ólafs Thors,
Bjarna Benediktssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins og
Geirs Hallgrímssonar borgar-
stjóra og bað þá að segja áiit
sitt á úrslitum bæjar- og sveit-
Úlfar Þórðarson.
Guðjón Sigurðsson.
‘Meirihluti borgarstjómar.
stjórnarkjörsins, sem fram fór
í gær. Fara ummæli þeirra hér
á eftir.
„Kosningaúrslitin eru mér mik-
ið gleðiefni. Víðast hvar hefir
Sjáifstæðisflokkurinn ýmist
haldið velli eða bætt miklu við
sig.
Reykjavík er stórsigur.
Úrslitin eru sigur þeirra, sem
í kjöri voru, en jafnframt sigur
stjórnarstefnunnar. Bezt sést
þetta á samanburði úrslitanna
1958 og nú. Þá höfðum við óvin
sælustu stjórn, sem setið hefir,
að bandamanni, því auðvitað
urðu óvinsældir hennar okkur
til framdráttar.
Nú hafa Sjálfstæðismenn bíir
ið ábyrgð á ríkisstjóminni í nær
3 ár. Úrslitin eru þessvegna
líka traustyfirlýsing til ríkis-
stjómarinnar, sem mér er ljúft
og skylt að þakka“.
Ólafur Thors.
„Ég er mjög ánægður með úr-
slitin í Reykjavik og sama má
segja um úrslitln í heild, þótt
misjafnlega hafi gengið á ein-
stöku stöðum. Þegar meta skal
stjórnmálaþýðingu kosninganna
verður að minnast þess, sem
Sjálfstæðismenn margoft tóku
fram fyrir þessar kosningar í
bæjarstjórnarkosningum 1958
var kosið undir allt öðrum skil-
yrðum en nú. Þá var vinstri
stjómin í öilu sínu veldi og
hvarvetna um land vildu menn
nota tækifærið til þess að lýsa
vantrausti á hana. Þess vegna
urðu þær kosningar Sjálfstæð-
ismönnum óvenju hagstæðar.
Eftir fall vinstri stjórnarinnar
gerbreyttust viðhorfin. Að svo
miklu leyti sem nú er kosið um
sveitarstjórnarmál á hverjum
stað er kosið um núverandi
stjórnarstefnu. Mega Sjálfstæð-
ismenn vel una vlð þann dóm,
Framh. á 5. síðu.
Þór Sandholt.
Birgir ísl. Gunnarsson.
Þórir Kr. Þórðarson.