Vísir - 28.05.1962, Side 7
Mánudagur 28. maí 1962.
VISIR
Vakað yfír tölum
Hreinasti barnaleikur
UM EITT leitið í nótt hittum
við frú Sigþrúði Pálsdóttur, þar
sem hún sat og hlustaði á kosn
ingaúrslit. Hún er vestan af
ísafirði ,en hefur búið í Reykja
vík að undanförnu og unnið á
skrifstofu hjá Kron, sl. 16 ár.
— Hafið þér mikinn áhuga
fyrir stjórnmálum?
— Ég hef mjög gaman af
þeim. Ég hef raunar aldrei ver
ið flokksbundin, en fylgt Sjálf-
stæðisflokknum. Ekki sam-
þykki ég allt sem hann gerir,
en mér virðist hann alltaf hafa
meiri málsbætur en aðrir, þeg-
ar eitthvað ber út af.
— Hafið þér hlustað oft áð-
ur á talningu?
— Ég hlusta alltaf á taln-
ingu. Þegar hún stendur fram
á dag, hef ég með mér útvarp
í vinnuna. Samstarfsfólki mínu
líkar það mjög vel, því að þá
er alltaf hægt að fylgjast með
kosningunum inni hjá mér.
— Þeir eru væntanlega
margir ósammála yður hjá
Kron?
— Það veldur mér ekki
minnstu óþægindum að vinna
hjá kommúnistafyrirtæki. Ég
fæst ekki við hluti sem koma
stjórnmálum við.
— Hvernig er útlitið?
— Útlitið er gott núna. jMér
leizt þó ekkert á blikuna i dag,
þegar ég hitti Úlfar Þórðarson
augnlækni. Hann sagði mér að
kjörsókn væri ennþá mjög lítil
og myndi skaða Sjálfstæðis-
flokkinn ef svo héldi áfram.
Það virðist þó hafa rætzt úr
þessu og nú er ekki annað að
gera en að bíða og vona að
hamingjan verði okkur hlið-
holl.
— Hvað er athyglisverðast
við þær tölur sem komnar eru?
— Mér þykir það afleitt að
kommúnistar virðast ekki ætla
að tapa neinu að ráði. Það er
þó ekki gott að segja hvernig
þetta fer enn.
— Hvað er athyglisverðast
við kosningaundirbúninginn?
— Þetta er hreinasti barna-
leikur miðað við kosningar á
ísafirði í gamla daga. Hitinn
var óskaplegur þar.
Frú Sigþrúður við útvarpið.
Ekki annað en bíða rólegur
í Eskihlíð 22 A heimsóttum
við Einar G. Sveinbjörnsson,
fiðluleikara. Við komum þar
klukkan langt gcngin eitt og
hittum hann og konu hans,
Hjördísi Viihjálmsdóttur, þar
sem þau sátu og hiustuðu á
kosningaúrslit í útvarpinu.
—. Er þetta mjög spennandi?
— Ég hef engar áhyggjur af
þessu lengur. Það er ekkert
annað að gera en bíða rólegur.
Ég er viss um að þetta gengur
allt vel.
Einar er með í höndunum
stóra leirkrús og við spyrjum
hann hvað hann geri við hana.
— Ég drekk kaffi úr henni.
Þegar maður drekkur kaffi all-
an daginn, er ómögulegt að
vera með venjulega litla bolla.
— Hefur þú mikið starfað
fyrir þessar kosningar?
— Það er nú líklega. Ég sá
mér ekki annað fært en að spila
á kosningafundinum í Háskóla-
bíóinu á föstudaginn, til að
tryggja alveg að Sjálfstæðis-
flokkurinn héldi meirihlutanum
í borgarstjórn. Ég efast ekkert
um að það hafi haft tilætluð á-
hrif.
— Hefur þú oft hlustað á
talnin0u áður?
— Ég hef alltaf haft gaman
af slíku og því gert það oft.
Ekki hef ég þó gert það alltaf.
— Hvað finnst þér merkileg-
ast við þessar kosningar?
— Ég vorkenni þessu fólki,
sem er að henda atkvæðinu
sínu á lista fanatiskra bindind-
ismanna, eða eitthvað þaðan af
verra. Það ætti að virðast aug-
ljóst að það er varla von á
nokkurri stjórn af viti frá þess-
um litlu flokksbrotum, sem hér
ei'u í minnihluta.
Framtíðarstarf
Ungur, reglusamur maður getur fengið fram-
tíðarstarf. — Æskilegt að viðkomandi hafi
þekkingu á töku ljósmynda.
Tilboð sendist Vísi strax merkt „Starf 166“.
Iðnrekendur
FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA
heldur almennan félagsfund í dag, mánudaginn 28. maí.
Fundarefni: Tillögur um breytingar á kjarasamningum
við Iðju. — Fundurinn verður haldinn í Leikhúskjall-
aranum og hefst kl. 16.30.
Félagsstjórnin.
Sjómannadagsráð
efnir til hófs í Lídó sunnudaginn 3. júní n.k. kl. 19
í tilefni af 25. sjómannadeginum. Nánari upplýsingar
og miðapantanir í aðalumboði Happdrættis DAS,
Vesturveri, sími 17757. Dökk föt.
STJÓRNIN.
Áskriftarsími Vísis
er 1 16 60
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
gengst fyrir samkomu í kirkjunni í kvöld klukkan 8.30.
1. Orgelssóló: Sigurður ísólfsson kirkjuorganisti.
2. Ávarp: séra Þorsteinn Björnsson.
3. Einsöngur: Björn Þorgeirsson.
4. Erindi: Páll V. G. Kolka læknir.
5. Orgelsóló: Sigurður Isólfsson kirkjuorganisti.
6. Blandaður kór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn
Sigurðar ísólfssonar.
Lokaorð flytur formaður safnaðarins Kristján Siggeirsson kaup-
maður.
ALLIR VELKOMNIR.
Systir mín og frænka okkar
ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR
fyrrverandi rikisféhirðir
andaðist í sjúkrahúsi 26. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 30. þ. m. kl. 10.30 f. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Pétur J. Hoffmann Magnússon,
Guðrún Tryggvadóttir,
Sigrún Tryggvadóttir.
nsssm
Einar og Hjördís. Krúsin stendur á stólnum.
Jarðarför mannsins míns
ÞÓRÐAR EINARSSONAR
bókhaldara, Kambsvegi 36,
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 30. þ. m. kl. 1.30 e. h. Blóm
vinsamlegast afbeðin. — Fyrir mína hönd og barna hans
Margrét Þorsteinsdóttir.