Vísir - 28.05.1962, Page 10

Vísir - 28.05.1962, Page 10
w ro Mánudagur 28. maí 1962. ViSlK Frestun dómsákvæðis V Það er nú löngu liðin tíð, að ■I dómarar í refsimálum eigi Iítið !■ annað að gera en að sakfella j! menn og dæma til þyngstu refs- >J inga. Á þessari öld gætir þess æ [■ meir, að dómurum ber að V kynna sér sem ýtarlegast allar I* aðstæður hjá brotamanni og |! reyna að varast þær slæmu af- ■J ieiðingar sem refsingin getur !■ haft og gildir það þá sérstak- lega um óharðnaða unglinga :■ sem e. t. v. hafa framið brot í fyrsta skipti og getur það þá / munað miklu, að í stað refsing- :■ ar sé þeim gerð aðvörun með •: ýmsum hætti. :■ Stærsta skrefið i þessa átt ;I kom snemma á þessari öld, þeg ar skilorðsbundnir dómar voru ;■ færðir í lög, en siðan hafa ýms- ■; ar aðrar leiðir verið reyndar. í ;. Fyrir nokkrum árum var það / t.d. tekið í lög, að þegar sér- ;• staklega stæði á mætti dómari ■; fresta því skilorðsbundið að ;* kveða upp dóm. Var það álit V manna, að dómurinn sjálfur þó skilorðsbundinn væri kynni að :• hafa slæm áhrif. Litið væri á % menn sem „dæmda menn“ jafn ;■ vel þó refsing kæmi ekki til % framkvæmda. .; Þessu ákvæði hefur þó ekki '• verið beitt mikið. En fyrir nokkru gerðist það þó í saka- I; dómi Reykjavíkur, að frestað ;. var dómsuppkvaðningu gegn .; tveimur sextán ára piltum. Þeir ;. höfðu framið all alvarlegt brot, ■; ráðizt að næturlagi inn í hús, ;■ sem stendur afvikið hér í bæn- v;í um og ráðizt að einbýliskonu .; rúmlega sextugri og nauðgað :• henni eða gert tilraun til að ■; nauðga henni. Sjá allir að það ;■ er mjög alvarlegt brot og nauð- ;! synlegt að þjóðfélagið tryggi ■; mjög öryggi fólks gegn slíku atferli, því að margir búa einir .■ ■V.V.’.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V. í afviknum húsum i jöðrum bæj arins. Þó taldi dómarinn að þær að- stæður hinna ungu pilta væru slíkar að rétt væri að fresta í þrjú ár ákvörðun um refsingu þeirra og felli refsing þá niður ef þeir héldu það skilorð að gerast ekki brotlegir á þessu tímabili. Sem forsendur þessa telur dómarinn ungan aldur hinna ákærðu, vanrækt uppeldi og andlegt ástand. ★ Við skulum nú líta nokkru nánar, hvernig uppeldi og and- legt ástand þessara tveggja ungu brotamanna var og gefur það nokkra hugmynd um það við hvaða vandamál er að stríða í löggæzlunni. Annar sakborninganna hefur frá fæðingu verið alinn upp hjá ömmu sinni, sem komin er á áttræðisaidur. 1 heimilinu eru og tvö hálfsystkini hans sam- mæðra. Faðir hans var í ame- ríska hernum hér, en móðirin búsett á Keflavíkurflugvelli. Fjárhagur heimilisins hefur ver ið þröngur og þó kveðst piltur- inn ætíð hafa fengið nóg að borða í uppvextinum. Samkomu lag taldi hann hafa verið gott á heimilinu, en mjög lítið eftir- lit verið með honum haft. Hann kvaðst hafa neytt áfeng is frá 14 ára aldri, sú neyzla ágerzt smám saman, þar til svo fór að hann drakk sig ölvaðan, hvenær sem hann gat því við komið. Eftir að hann varð laus úr barnaskóla en þar gekk hon um námið mjög illa, stundaði hann almenna verkamanna- vinnu, en vinnan hafði verið stopul og sáralítið af vinnuarð inum runnið til heimilisins. Sálfræðingur sem rannsakaði þennan 16 ára pilt telur greind- araldur hans 9,6 ára, hann stami, orðaforði hans sé fátæk- legur, þekkingarforði sömuleið- is, tæplega læs en ályktunar- hæfni sé all-sæmileg. í skap- gerð hans komi ekki fram ein- kenni er benda til sérstakrar afbrotahneigðar. Megi ætla að það muni mjög fara eftir þvi umhverfi sem hann verður í, hvernig hegðun hans verður framvegis, þar eð hann sé ó- sjálfstæður og hafi litla dóm- greind. Komist hann í góðra manna hendur sé sennilegt að honum megi kenna einföld störf og gera hann að sæmilega nýt- um manni. ★ Hinn sakborningurinn var al- inn upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs, en var eftir það á hrakhólum. Hann átti erfiða æsku, systkinin voru mörg, ósamlyndi og fátækt ríkti á heimilinu og lítið eftirlit ver- ið með honum. Honum gekk námið i barnaskóla illa, faðir hans vildi bara láta hann vinna, ekki fara í skólann Greindaraldur er talinn 11,00. Hann er illa farinn vegna lé- legs uppeldis, háett við að verði hann látin eiga sigr,geti hann orðið harðsvíraður lögþrjótur með tímanum. Til þess hefur hann margt að bera, litla dóm- greind, kæruleysi, ósannsögli. þrjózku og grunnt á árásar- hneigð (aggressivu atferli). Hinsvegar var eitt og annað sem gaf til kynna að hann myndi ekki með öllu ómóttæki- legur fyrir enduruppeldi, sé það ekki látið dragast úr hömlu og sé skynsamlega farið að. Þannig er smá innsýn i eitt dómsmál. Munu margir skilja afstöðu dómarans, að til lítils sé í slíku tilfelli að dæma refsi- dóm, að honum afplánuðum sé hætt við að sækti í sama farið. Bylting í sjóvorútvegi — Framh. af 4. siðu. væri yðar af byggingafram- kvæmdum. Eruð þér með nokkr ar nýjungar á þvl sviði? — Ég er víst fyrsti maðurinn hér á landi sem byrjaði með svokallaðar steinsteyptar bygg- ingaeiningar. Ég steypi húsvegg ina i verkstæði, nota einkum vetrartímann til þeirra hluta, en flyt þá síðan á byggingarstað- inn á bifreiðum og reisi húsið á skömmum tíma, jafnvel á 3 — 4 dögum. Þetta eru vegghellur, yfirleitt ekki stærri en það, að þær eru mjög meðfærilegar án hjálpar dýrra tækja, og það hef- ur reynzt auðvelt fyrir 3 — 4 menn að koma þeim upp og skeyta saman. Hellurnar eru boltaðar saman með járnfjöðr- um, sem loka samskeytum ásamt plastkvoðu, sem höfð er til þéttingar. Þannig er útilokað að þau geti lekið eða vatn kom izt með samskeytum. Hellurn- ar eru úr járnbentri steypu og hafa tilskilið burðarþol og styrk leika. — Hafið þér marga menn í vinnu? — Nei, aðeins tvo. Það nægir eins og stendur. En þeir þurfa talsverða æfingu til að ná full- um afköstum. — Er langt síðan að þér byrj uðuð á þessari nýung? — Þa~ var skömmu eftir 1930, en á þeim árum kom mér ýmislegt til hugar. Fyrstu til- raunir mínar sendi ég Búnaðar- félagi íslands til umsagnar, en undirtektirnar eru ekki örvandi. Seinna fékk ég fyrir tilstilli húsameistara ríkisins að byggja nokkra oifreiðaskúra úi hellu- einingum á Vífilsstöðum. En einkum síðustu árin hefur færst verulegur vöxtur i þessa bygg- ingaaðferð. Það hafa verið byggð mörg hús hér syðra, en ég hef líka byggt fyrir bændur víðs vegar um land, bæði pen- ingshús og íbúðarhús. Bændum þykir það hagkvæmt í alla staði að fá húsin flutt tilbúin til sín á bílum og spara þannig stór- lega vinnukostnað og hvers konar fyrirhöfn. — Þér eruð með eitthvað í smíðum núna? — Mörg hús meira að segja. Garðahreppur úthlutaði mér nokkrum ágætum lóðum í vor við Vífilsstaðaveginn í Silfur- túni. Á þei: ætla ég að byggja einbýlishús í sumar og sel þau jafnharðan og ég byggi þau. Ég hefi þessa dagana verið að koma upp einu þeirra, það er með áföstum bílskúr 138 fer- metrar að stærð. Það er þegar selt, enda stendur ekki á eftir- spurninni. — Það e ekki svo lítið sem þér hafið fengizt við um dag- ana. Er nokkuð fleira á döfinni? — Er þetta ekki nóg! Ég tel mig hafa lagt hönd á plóginn í landbúnaðarmálum með súg- þurrkunartækinu, í sjávarútveg inum með gervibeitunni og beit- ingarvélinni og loks í bygging- ariðnaðinum með hellueiningun- um. Þetta eru þrjár stærstu at- vinnugreinar okkar íslendinga. Hvað vilja menn meir! Þ. J. ♦ Ellefu börn og sex fullorðnir biðu bana í eldsvoða á Formósu um siðusti helgi. " Tk petta var allt statt á efri hæð tvílyftrar bygging- ar, er eldur kom upp á neðri hæð- inni. Ekki »'ar hægt að forða sér út um gl ggana, þar sem rimlar voru fyrir þeim, til þess að innbrots- þjófar kæmust jkki inn. Breti semur d351m42517ro7 Bretar eru nú loksins farnii að athuga í alvöru, hvort þeir eigi ekki að varpa pundakerf- inu fyrir róða og taka upp Desimalkerfi i mynt sinni. Jafnframt koma góðir borg-’ arar með alls konar tillögur um að gera ýmsa hluti einfaldari, og um daginn skrifaði einn grein í Guardian, þar sem hann Ieggur til að tekið verði upp nýtt stafróf, sem hann kallar „D351M4TLON". Til að byrja með yrðu sex stafir felldir niður, C, Q, W, X, Y og Z, en í staðinn yrðu not- uð þau hljóð, sem fyrir eru í K, S og U. Þá yrðu tölustafir settir í stað helmings þeirra stafa, sem þá voru eftir. A verður 4, B 8, E 3, F 7, G 6, I 1, O 0, P 9 og S 5. Þetta nýja stafróf mundi þess vegna líta svona út: 4, 8, D, 3, 7, 6, H, 1, J, K, 2, M, N, O, 9, R, 5, T, U og V. Árangurinn er þess vegna, að stafrófið verður tíu bókstafir og tíu tölustafir, sem koma sér vel á ritvélum, sem ætlaðar eru fyrir tíu fingur, og ekki þyrfti svo sem að breyta núverandi ritvélum eða setningarvélum vegna þessa. Hér kemur stutt dæmi um setningu, sem rituð er með hinu nýja stafrófi: 4R1D, 53M N1J4 5T47R071D KOM TI2 506UNN4R M4RKD1 M1K12 7R4M74R4T1M4M0T 1 8R3T24ND1. Ef lesandanum er ekki alveg Ijós merking þessarar setning- ar, þá er hér hárnákvæm þýð- ing: Árið, sem nýja stafrófið kom til sögunnar, markaði mikil framfaratímamót í Bret- landi. Harold Jackson (H4R02L J4K50N), hugvitsmaðurinn, sem fann stafróf þetta upp, segir einnig, að það muni hafa mikil áhrif í þá átt að draga úr spennu og ófriðarhættu í heim- inum. Auk þess, bætir hann við, „mun það leggja algebruna alveg að velli, og um leið eðlis- fræðivísindi að verulegu leyti.“ Og auk þess gerir þa mönnum erfiðara fyrir að skrifa foreldr um, ættingjum eða vinum sláttubréf! Ný útgáfa á lögfræðingatali I vændum er ný og mikið auk- in útgáfa á lögfræðingatali Agnars K.emenz Jónssonar ráðuneytis- stjóra, en frumútgáfan kom út á vegum Sögufélagsins 1950. I frumútgáfunni eru taldir sem næst 500 lögfræðingar, sem ýmist hafa útskrifast hér heima eða er- lendis. í nýja lögfræðingatalinu bætast 'um 160 manns í hópinn, sem lokið hafa embættisprófi í lög um frá 1950. Auk þess eru geysi- miklir viðaukar við æviatriði þeirra lögfræðinga sem á lífi /oru, er Lögfræðingatalið kom út. Það var þess vegna orðið tímabært mjög að gefa lögfræðingatalið út að nýju til að það geti komið þeim að fullu gagni, sem til þess þurfa að leita. í hinu nýja Lögfræðingatali verður sömu reglum fylgt um upp- lýsingaöflun og niðurröðun efnis eins og í Lögfræðingatalinu frá 1950. En þær eru í aðalatriðum þessar: Fullt nafn lögfræðingsins, fæðingardagar, ár og staður, fullt nafn foreldra hans, ásamt fæðing- ardegi og dánardegi — ef látin eru. Ennfrcmur upplýsingar um stöðu og heimilisfang föður, svo og nafna, stöðu og heimilisfangs föður- og móðurafa. Hvar og hve- nær lögfræðingurinn hefur verið útskrifaður úr menntaskóla, með upplýsingum um aðaleinkunn og stigafjölda. Hv^r og hvenær hann hafi tekið próf í lögfræði með upp- lýsingum um aðaleinkunn og stiga- fjölda. Helztu stöður og störf, þ. e. opinber störf, embætti, nefnda- störf, einkaatvinna o. s. frv. sem lögfræðingurinn hefur haft eða gegnt um ævina, ennfremur hve- nær hann hafi tekið við eða látið af þeim störfum og stöðum sem hann hafði á hendi. Upplýsingar um vfsindalegan frama og annan heiður, t. d heiðursmerki. Helztu bækur eða ritgerðir — aðrar en blaðagreinar með upplýsingum um hvar og hvenær þær hafi verið birtar. Þá hjónaband lögfræðings- ins, þ. e. fullt nafn eiginkonu og foreldra hennar, ásamt stöðu og heimili föður, hvenær hjónaband- ið var stofnað, fæðingardagur og ár eiginkonu, svo og dánardagur og hún er látin. Fullt nafn allra barna, ásamt fæðingardegi, ári og stað, svo og upplýsingar um dán- ardag ef látin eru. Að lokum aðr- ar upplýsingar sem viðkomandi sjálfur telur máli skipta. í Lögfræðingatalinu frá 1950 var efninu skipt í eftirfarandi kafla: Formálá, Inngang, Candidati juris, Examinati juris, Viðbætir, Skrá yfir lögfræðinga í tímaröð miðað við prófdaga, Heimildaskrá og loks skrá yfir helztu skamm- stafanir. Það rit var mikið að vöxt- um, rúml. 470 bls. í Skírnisbroti, vandvirknislega unnið og hið á- gætasta heimildarrit í hvívetna. Nýja útgáfan verður mun stærri enda veitir hún miklu fyllri upp- lýsingar um núlifandi lögfræðinga og eins þá sem látist hafa eftir 1950. Federspiel endurkjörinn Ráðgjafaþing Evrópuráðsins kom saman til funda f Strasbourg 15. — 18. maí. Var þetta fyrsti hluti 14. þingsins. Á fyrsta fundinum fór fram kjör forseta ráðgjafarþingsins. Danski stjórnmálamaðurinn 2er Federspiel var endurkosinn forseti. Hlaut hann 75 atkvæði, en Austurríkis- maðurinn Toncic 40 atkvæði. Ráðgjafaþingið fjallaði að þessu sinni um mörg nál, en einkum um ýmis atriði varðandi þróunina á sviði samstarfs Evrópuríkja síð- ustu mánuði. Var mælt með þvi, að samningaviðræðum um tengsl ýmissa ríkja við Efnahagsbanda- lagið væri hraðað, en jafnframt hafðir í huga hagsmunir annarra E rópuríkja. Þá var rætt um nýtingu offram- leiðslu á matvælum. um að stoð á sviði félagsmála við vanþróuð lönd, um vernd erlends einkafkjár- magns og um samvinnu Evrópu- ríkja við geimkönnun og stjarn- fræðirannsóknir. Ráðgjafarþingið fó) félagsmála- nefnd sinni að gera skýrslu um þær rannsóknii sem gerðar hafa verið og unnið er að i ýmsum Evrópuríkjum á sambandi tóbaks- reykinga og lungnakrabba. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðs.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.