Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 11
Tölvumál október 1989 Ég vil aðeins bæta við fyrir aðdáendur módemsins að orðið mótald virtðist ekkert hafa fram yfir orðið módem nema tilgerðina. Orðið módemfer vel í málinu og beygist eins og exem. Vilmundur styrktist mjög í trú sinni á þetta orð þegar Halldór Halldórsson tjáði honum að orðið veira kæmi fyrir í orðabók séra Bjöms Halldórssonar (1814). Bjöm þýðir ekki orðið veira en vísar til orðsins feira sem hann segir merkja myglu eða fúkka. Vilmundur segir síðan: “Enda þótt sú nafngift, að virus heiti á fslenzku veira, kunni nú að þykja hafa nokkuð til síns máls, ferþví fjarri, að unnt sé að ætlast til, að hún falliíhvers manns smekk. Allra sízt er nokkur von tilþess, að hún geðjist þeim vandlátu mönnum, sem gæddir eru hinum tilgeröarlausa þrímussmekk fyrir tungu feðra sinna og mæðra. Auðvitað deili ég ekki á þann smekk fremur en annan smekk, og verður hver maður að hafa sinn smekk. En víst leyfist mér að velta þessu smekksmáli lítiö eitt fyrir mér og íhuga, hve miklu tilgerðarlausari íslenzk tunga hefði mátt verða, efhann hefði fengið að njóta sín betur á liðnum tímum en raun ber vitni. Fyrir rúmum hundrað árum, svo að ekki sé litið lengra aftur í tímann, baslaði Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur og skáld við að þýða stjömufræði á íslenzku. Hann felldi sig einhvem veginn ekki rétt vel við, að æter héti á íslenzku blátt áfram eter, og nefndi ljósvaka, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið eter nema tilgerðina. Orðið eter fer vel í málinu og beygist eins og barómeter. Æðilöngu síðar hugkvæmdist Sigurði L. Jónassyni stjómarráðsritara að nefna terrítoríum landhelgi, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið tem'toríum nema tilgerðina. Orðið terrítoríum fer vel í málinu og beygist eins og sammensúrríum. Um líkt leyti rak dr. Jón Þorkelsson rektor homin í exemplar og kallaði eintak, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið exemplar nema tilgerðina. Orðið exemplar fer vel í málinu og beygist eins og ektapar. Enn var það ekki fjarri þessum tíma, að Amljótur Ólafsson, síðar prestur, samdi Auðfræði sína og smíðaði fjólda nýyrða. Ekki bar hann beskyn á að kalla begreb einfaldlega begrip, heldur kaus hann nýyrðið hugtak, sem virðst ekkert hafa fram yfir orðið begrip nema tilgerðina. Orðið begrip fer vel í málinu og beygist eins og beskyn og bevís. Um og eftir síðustu aldamót seldu allir skókaupmenn hér á landi og auglýstu ákaft galossíur. Þorsteinn Erlingsson skáld fann upp á því, einhvem tíma þegar honum gekk illa að komast í galossíumar, að kalla þennan nýja fótabúnað skóhlífar, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið galossíur nema tilgerðina. Orðið galossía fer vel í málinu og beygist eins og drossía. Á sama tima voru centrífúgur auglýstar því nær í hverju íslenzku blaði, unz Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, nema það hafi verið einhver annar, gat ekki setið á sér og stakk upp á að kalla þetta þarfa áhald bænda skilvindu, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið centrífúga nema tilgerðina. Orðið centrífúga fer vel í málinu og beygist eins og Good- Templarstúka. Ekki reyni ég að rýna eftir því, hvenær sá sundurgerðarmaður var uppi með íslenzkri þjóð, sem gerði móðurmáli sínu það til óþurftar að þykjast þýða patríót á íslenzku og kalla föðurlandsvin, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið patríót nema tilgerðina. Orðið patríót fer vel í málinu og beygist eins og idíót. Þannig má rekja þessa fáfengilegu tilgerðarrollu aftur og fram um gervalla ævi tungunnar, og má vera átakanlegt fyrir þá, sem smekkinn hafa fyrir tilgerðarleysinu, enda skal hér brotið blað.” Ég vil aðeins bæta við fyrir aðdáendur módemsiris að orðið mótald virtðist ekkert hafa fram yfir orðið módem nema tilgerðina. Orðið módem fer vel í málinu og beygist eins og exem. Sigrún Helgadóttir 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.