Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 15
Netkerfi þessi hafa verið í notkun frá því í september og hafa reynst mjög áreiðanleg. Varla kemur fyrir að netið eða vélar á þvífrjósi, og ef það gerist tekur ræsing aðeins 2-3 mínútur. Tölvumál október 1989 Uppsetning netkerfis Það var ekki þrautalaust að finna lausn sem gat komið til móts við allar þessar þarfir, enda voru margir aðilar til kallaðir við þá leit. S.l. vor voru gerðar margvísiegar tilraunir sem að lokum leiddu til þeirrar lausnar sem varð fyrir valinu og hér verður lýst. Sett var upp Token-Ring net í skrifstofuálmuna, og var það net tengt við Token-Ring netið í PS/2 tölvuslofunni. Þar með var einnig lagður grunnur að netvæðingu alls skólans, því Token-Ring netið nær nú um alla bygginguna. Við uppsetninguna var notuð hönnun IBM kapalkerfisins og er hægur vandi að bæta við kerfið. Til að tengjast RSN netinu í gömlu tölvustofunum var sett upp svokölluð brú á milli Token-Ring netsins og RSN netsins. Þar með var gert mögulegt að tengjast Novell netstjórunum frá vélum á Token- Ring netinu rétt eins og frá vélum á RSN netinu. Er uppsetningin nú þannig, að þegar vélar dagskóla- kennara eru ræstar, tengjast þær sjálfkrafa við netið, kennari skráir sig inn, og hefur þar með aðgang að öllum hugbúnaði skólans og geymsluplássi á diski. Kennarar Tölvuháskólans geta einnig tengst Novell netinu og AS/ 400 vélinni auk OS/2 netinu á einfaldan hátt. Þessi uppsetning hefur uppfyllt flestar þarfir, og reynst vel. Þótt Novell Netware sé líklega einn öflugasti nethugbúnaður í heimi, kom fram eitt vandamál, sem hann réð ekki við, en það er prentun án þess að prentarinn sé tengdur við netstjórann. Novell gerir nefnilega ráð fyrir að allir prentarar séu tengdir við netstjóra, en þar sem ætlunin var að nota netstjóra í tölvustofu í öðrum enda hússins var það mjög óhentugt. Lausnin fólst í notkun á forriti frá Brightwork, PS- PRINT, en það gerir kleift að gera hvaða PC vél sem er á netinu að prentarastjóra, og stýra prentun á þeim prentara. Hafa nú þegar verið settir upp tveir prentarar með þessu forriti, annar fyrir kennara Tölvuháskólans og hinn fyrir skrifstofu og kennara dagskólans. Einnig var tengdur plotter við netið sem kennarar Tölvuháskólans geta notað. Þessi uppseming hefur virkað mjög vel og geta starfsmenn skólans nú sent prentun sína á “laser” prentara eftir þörfum. Tenging hinna þriggja tölvustofa við AS/400 vélina var næsta skrefið. Eiginleg tenging milli RSN og Token-Ring er ekki til, og eina lausnin sem fannst var notkun gáttar. Sett var spjald í eina PC vél og virkar hún nú sem gáttarstjóri, sem leyfir 6 öðrum tölvum að tengjast í gegnum RSN netið um gáttina inn á AS/400. Sett voru spjöld í 4 vélar, þannig að tengja má heila stofu, alls 28 vélar, við AS/ 400 vélina. Netkerfi þessi hafa verið í notkun frá því í september og hafa reynst mjög áreiðanleg. Varla kemur fyrir að netið eða vélar á því frjósi, og ef það gerist tekur ræsing aðeins 2-3 mínútur. Það er von mín að einhverjir lesendur hafí fundið fróðleik í þessari stuttu grein, sem þeir geti hagnýtt sér við uppsetningu netkerfa annars staðar. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum eða langar til að skoða netkerfi V.f. geta haft samband við greinarhöfund hjá Verzlunarskóla íslands, sími 688400, sem er fús til að sýna félagsmönnum Skýrslutæknifélagsins búnað skólans. 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.