Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 14
Tölvumál október 1989 GunnarSigurðsson: Tölvunet Verelunarskóla íslands Höfundurer kerfisfræðingur og starfar viðTölvuháskóla Verzlunarskóla íslands Ennfremur gerir búnaðurinn kleift að bœta aðstöðu kennara og skrifstofu þar sem þarfir eru margvíslegar og kalla á annað umhverfi en hentar kennslu. Verzlunarskóli íslands lauk nýverið við uppsetningu á netkerfi, sem er með þeim stærstu á landinu. Á undanfömum ámm hafa netkerfi rutt sér æ meir til rúms og má því ætla að mörgum þyki fróðlegt að heyra um þær leiðir sem famar vom við uppsetninguna. Tækjabúnaðurskólans Síðustu vetur hefur V.í. haft þrjár kennslustofur búnar 30 nettengdum PC tölvum hver. Netkerfið er af gerðinni AST RSN (Resource Sharing Network), og keyrir Novell Netware hugbúnað. I hverri stofu er netstjóri, sem geymir allan hugbúnað og stjómar prentun í viðkomandi stofu. í sumar voru netstjóramir tengdir saman með RSN neti, þannig að hægt er að tengjast þeim öllum frá hvaða vél sem er á þessum þremur netum. Þetta er einkum til bóta fyrir Tölvuháskólann, þar sem nemendur hans geta tengst sínum diski úr hvaða tölvustofu sem er. Einnig er samtengingin notuð í verklegum prófum, þegar nemendur eru fleiri en tölvur í einni stofu, auk þess sem hún eykur vemlega rekstraröryggið. Bili einn netstjórinn, getur annar séð um þá tölvustofu. Sumarið 1988 keypti Tölvuháskóli V.í. 21IBM PS/2 model 80 vélar, og setti upp í fjórðu tölvustofunni. Hver vél er með 70 MB disk og 4 MB minni, og var tengd Token Ring neti. Stýrikerfið OS/2 var sett á vélamar, en í Tölvuháskólanum er m.a. kennt á það stýrikerfi. Nethugbúnaður á OS/2, LAN Server, kom um síðustu áramót, en notað var IBM PC-LAN fram að þeim tíma. Nú er ein PS/2 vélin notuð sem netstjóri og er hún með 8 MB minni og tvo 70 MB diska. Um síðustu áramót bættist IBM AS/ 400 tölva í flotann, og var hún tengd inn á Token-Ring netið, þannig að PS/2 vélamar má nota sem útstöðvar í gegnum PC-Tengil (PC- Support). Með tilkomu útgáfu 1.2 af OS/2, sem væntanleg er um næstu áramót, verður hægt að tengjast AS/ 400 vélinni beint úr OS/2, og einfaldar það til muna vinnu í þessum tveimur umhverfum. Parfirstarfsfólks Ofantalinn búnaður uppfyllir þarfir vegna kennslu bæði í dagskóla og Tölvuháskóla. Nemendur geta unnið á nettengdum PC tölvum í notenda- hugbúnaði eins og ritvinnslu, töflu- reikni, gagnagrunni o.fl. og notað sameiginlegan prentara. Ennfremur gerir búnaðurinn kleift að bæta aðstöðu kennara og skrifstofu þar sem þarfir eru margvíslegar og kalla á annað umhverfi en hentar kennslu. Kennarar Tölvuháskólans þurfa að geta tengst frá sínum vélum þeim tölvukerfum sem þeir kenna á hverju sinni. Sumir þurfa að tengjast einni af PC tölvustofunum með Novell netinu, þar sem nemendur á fyrstu önn skólans vinna. Aðrir hafa þörf fyrir tengingu við OS/2 netið, enn aðrir við AS/400 vélina og loks þurfa sumir aðgang að fleiri en einu kerfi frá sömu tölvu. Kennarar dagskólans þurfa fyrst og fremst aðgang að PC hugbúnaði og laser prentara, en einnig er æskilegt að þeir hafi aðgang að diska- geymslu, þar sem flestar vélar kennara eru aðeins búnar diskettu- drifum. Skrifstofa skólans þarf PC hugbúnað eins og kennarar og tengingu við AS/400 vélina vegna bókhalds og nemendaskrár. 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.