Vísir - 13.06.1962, Síða 3

Vísir - 13.06.1962, Síða 3
 Miðvikudagur 13. júní 1962. VbSIR : ls V s V............................... i ' «■< <•■•.•:. v« • y ; . !........................................................................................................................... ->^Pv ^2 p» Á öðrum degi hvítasunnu efndi Hestamannafélagið Fákur til kappreiða að venju. Kappreið ar þessar voru þær 40., sem fé- lagið efndi til. Þær fyrstu fóru fram sunnudaginn 9. júlí, en þá hafði félagið nýlega fengið fengið skeiðvöll sinn við Eiliða ár fyrir 150 kr. leigu á ári. Aldrei fyrr hafði sézt annað eins fólksstreymi á vegum þeim, er inn úr bænum liggja, enda veður mjög gott og áhorf- endur voru hátt á þriðja þús- und. Fyrstu kappreiðar sumarsins 1923 voru haldnar annan dag hvítasunnu, og sfðan hefur hann orðið fastur dagur, þó nokkrum sinnum hafi út af brugðið. Kappreiðarnar hafa oftast verið mjög vel sóttar, enda lengi vel fyrsta útiskemmt un Reykvíkinga. Fjöldi manns lagði leið sina inn á skeiðvöli s.l. mánudag til að fyigjast með kappreiðunum, enda virðist hestamennskan eiga vaxandi fylgi að fagna hér f höfuðstaðnum. Hvarvetna mátti sjá fólk streyma að, margir höfðu tekið fram gömlu reiðbuxurnar og sportblússuna, einnig höfðu margir meðferðis vasapela, sem að állti margra er ómissandi hlutur á kappreiðar og má þvi búast við því, að sumir hafi komið glaðir og reifir heim. Klukkan rúmlega tvö til- kynnti þulurinn að kappreiðarn- ar færu að hefjast og fyrst yrði keppt f skeiði. Bað hann menn að veðja VEL og MIKIÐ. Einna mestur virtist spenn- ingurinn vera f 350 m. stökki. Strax og veðbankinn ieyfði að veðja á hlaupin dreif að fjöldi fólks og þulurinn kallaði f magn arann að nú væri mikili mögu- Ieiki á því að geta orðið stór- ríkur og máli sínu til sönnunar sagði hann, að f folahlaupinu hefðu þeir, sem veðjað hefðu 25 kr. á Faxa fengið til baka 250 kr. Eins og fyrr er getið veðjuðu mjög margir, því auðvitað vildu sem fæstir missa af því að geta orðið stór-iríkir. Þegar hlaupinu lauk svo var tilkynnt, að þeir sem veðjuðu á réttan hest hefðu auðgazt um heilar TlU krónur. Á þessum kappreiðum var margt nýstárlegt m. a. var sýnt hindrunarhiaup og naglaboð- reið. í hindrunarhlaupinu áttu hest arnir að stökkva yfir fjórar hindranir, og var ekki iaust við að sumum gengi hálfskrykkjótt, einna mesta athygli vakti Hvell- ur, knapi Kristján Ágústsson. í naglaboðhlaupi háðu þrjár sveitir með sér harða og tví- sýna keppni, er lauk með sigri Vesturbæinga. Var ekki laust við að mönnum gengi hálf illa að hitta nagiana, annars var keppnin eins og fyrr segir mjög tvísýn og lögðu menn sig alla fram m. a. datt einn af baki i miðjum hita leiksins. Mikla athygli vakti sýning fjögurra barna undir stjóm Rosemarie Þorleifsdóttur. Börn- in framkvæmdu alls kyns æfing ar á hlaupandi hesti og hlutu að lokum mikið lof áhorfenda. Þulurinn átti mjög erilsaman dag, þurfti auk kynninga á kappreiðunum að auglýsa mik- ið böm i vanskilum, en mikla kátínu vakti það, þegar þulur- inn skipaði lögreglunni að skjóta hundgrcy, er var á hlaupabrautinni. Kappreiðarnar stóðu á sjöttu klukkustund og má því búast við að margir hafi snúið heim með góða matarlyst eftir skemmtiiegar kappreiðar. Sprett úr spori

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.