Vísir - 22.06.1962, Page 3
Föstudagur 22. júní 1962.
VISIR
Fréttaritari Visis á Siglutirði
hefur sent blaðinu^ nokkrar
myndir er eiga að sýna þennan
höfuðstað sfldveiðanna, er bíð-
ur nú tilbúinn og óþreyjufullur
eftir þvi að farið verði að moka
silfri hafsins á land.
Sildarverksmiðjurnar standa
tilbúnar, hvenær sem kaliið kem
ur og unnið hefur verið að því
að lagfæra og bæta söltunar-
stöðvarnar, en áætlað er að 22
söltunarstöðvar vérði starfrækt-
ar á Siglufirði i sumar.
Siglfirðingar bíða þesS óþreyju
fyllri en aðrir að síldveiðideilan
leysist, vegna þess að það er
reynsla undanfarinna ára, að
síidin kemur fyrst á Vestursvæð
ið en færist sfðan austur með
landinu. Því eru fyrstu vikurn-
ar, jafnvel fyrstu dagarnir þýð-
ingarmestir á Siglufirði.
Ljósm. Ólafur Ragnarsson.
Löndunarkranar síldarverksmiðjunnar eru tilbúnir að lyfta farmi síldarskipanna upp í færi-
böndin, sem flytja bræðslusíldina í geymsluþræmar. Bak við er| hið stolta fjall Hóls-
hyman.
Mjög mikil vinna fer í það á hverju vori að endurbæta síldarplönin og mála og lagfæra
öll áhöld og tæki á söltunarstöðvunum. Er keppzt um að gera þar þrifalegt og snyrtilegt
umhorfs. Sést hér þar sem verið er að mála síldarborðin. Úrgangurinn úr síldinni er flutt-
ur með færiböndum eða í rennandi vatni £ síldarþræmar. Sést á myndinni, að við hverja
skurðarfjöl er gat, þar sem úrgangurinn er látinn niður um og flyzt hann svo burt. Á
fyrstu árum síldarsöltunar var úrskurðurinn látinn falla á planið jafnóðum og skorið var
og slorið ekki hreinsað upp fyrr en að lokinni söltun.
Á söltunarstöðvunum rísa nú óðum háir tunnuhlaðar og sést
einn slíkur á myndinni. Framan við hann eru söltunarkass-
amir og stólarnir undir síldarbjóðin og skúffur undir salt
og krydd.