Vísir - 22.06.1962, Síða 6

Vísir - 22.06.1962, Síða 6
6 Fiat ’60 Volkswagen ’60 Volkswagen ’55, '56, ’57 Rænus fólksbíll sport-bifreið Opel Record '58 til sölu eða i skiptum fyrir eldri Station. Opel Record '55 og ’56 Opel Caravan ’55 og ’56 Taunus Station '59 17 m Skoda 1200 '55. '56, 57 og ’58 fólks og Station bílar Skoda 440 '56 og '58 Benz 180 '58 Ford '56 4ra dyra 8 cyl. Ford ’55, '56, '57, '58 fólks og Station bílar Ford Mer^ury '56 2ja dyra 8 cyl. Chevrolet '51 fæst útborgunar- laust. Chevrolet '47 2ja dyra Jeppar Ford og Willys jeppar ’42 - '55 Rússa-jeppar '56 — '59 Vörubflar: Benz ’60 í skiptum fyrir eldri. Höfum mikið úrval af flestum tegundumbifreiða. Oft mjög góð kjör og engar útborganir. Multipla ’60 Volkswagen ’61 með stöðvar- plássi. Skoda 1200, mjög góður bíll, haglcvæmt verð. Skoda Station 1201 ’58. Fiat Station ’57. Fiat 1400 ’57, selst fyrir gott, vel tryggt fasteignabréf, kr. 70 þús. Morris ’50, góður bíll, kr. 38 þús. Chevrolet ’54 selst gegn góðu fasteignabréfi, 4—5 ára. Buick ’52, kr. 40 þús., útborg- un 10 þús. Samkomulag um eftirstöðvar. Humber ’50, selst með 1 þús. kr. mánaðargreiðslum. Fiat 1800 ’60, kr. 125 þús. út- borgaðar. Fallegur bíll. Garmandia ’57. Verð samkomu- lag. Opel Record ’61 og ’62. — Vel tryggt fasteignabréf. Ford Taunus ’61, samkomulag. Ford Taunus ’62, 160 þúsund útborguð. Höfum kaunpendur að Volks- wagen bllum, árg. ’60—’62. Gjörið svo vel að skoða bílana. Þeir eru á staðnum. BIFREIÐASALAN Borgartúni 1, slmi 18085, 19615 Heimasfmi 20048. / -- VIS IR ------------ Föstudagur 22. júní 1962. Ferðir um Suðurlönd og á heimssýningunu Ford Zephyr '60, lítið ekinn. Opel Capitan ’60 ’59 ’58 ’57 ’56 '55. Opel Rekord '60 ’58 ’5b '55 ’54. Opel Caravan ’57 56 55. Chevrolet ’59. góður blll, gott verð. Volkswagen ’62 61 60 58 56 55 54. Moskwitsh '60 59 58 57 55. Mercedes Benz ’52 53 54 55 57. Chevrolet ’55, tækifærisverð. Chevrolet ’53 og 54, góðir bíl- ar. Fiat ’59, mjög glæsilegur. Ford '58 i 1. fl. standi Taunus Station ’61, mjög litið ekinn. Höfum úrval af öllum teg. og árg. 6 manna bifreiða. ÚRVAL af jeppum. ÚRVAL aí vörubifreiðum. ÚRVAL af sendibifreiðum. ÚRVAL af 4-5 manna bifreið- um. Bifreiðar tii sýnis á staðnum Laugavegi 146, á horni Mjölnisholts. Gírkossar fyrirliggjandi í: Ford Taunus 12 m. Skoda, Opel Record og Caravan frá ’55—58 Opel Capitan ’55 — 57 Mercedes Benz 180 Mercedes Benz 170 Fiat 11, Fiat 1400 Renau Duffin Chevrolet Buick sjálfskiptan. Willys Jeep. RÚÐUR, fram- og afturrúður í: Opel Record og Caravan '55-58 Fiat 1100 og 1400 og Opel Capitan ’55-’57. Sætaáklæði í flestar tegundir bifreiða, og mottur. Króm og Stál Simi 11381. Sumarbiístaður með bátaskýli við veiðivatn til sölu. Bátur getur fylgt. Uppl. í síma 36763. Verzlunarpláss 50 fermetra verzlunarpláss til eigu við fjölfarna götu. Uppl. síma 16528. Eiubýlishús eða 5—6 herbergja hæð sem mest sér, óskast til kaups. Til greina kemur óstandsett að einhverju leyti. Uppl. í síma 35872 eftir kl. 5 Stúlka óskast til framreiðslustarfa á sumarhóetli. Kunnátta í ensku æskileg. Uppl. í síma 12423 eftir kl. 6 í kvöld. Ferðaskrifstofan SUNNA býður upp á hópferðir með fslenzkum fararstjórum til flestra Evrópu- landa í sumar. Eru sumar þessara ferða nú þegar nrerri fullskipaðar. Um páskana efndi Sunna til fyrstu stóru utanlandsferðar ársins til Kanarieyjar með 80 þátttakendum og komust færri með en vildu. Ferðaskrifstofan SUNNA hefur frá upphafi haft nokkuð annan hátt á skipulagi hópferðanna en aðrar skrifstofur. Flogið er lengstu leiðirnar og gefst fólki þá lengri tími til dvalar um kyrrt á eftir- sóttustu stöðunum. Vegna þess að skrifstofan- er viðurkennd af Al- þjóðasambandi flugfélaga - IATA - nýtur hún þeirra hlunninda að fá flugfargjöld á eins konar „heild- söluverði” í sambandi við skipu- lagðar ferðir. Getur skrifstofan því gefið almenningi kos't á hópferðum með betra fyrirkomulagi og full- kominni tilhögun með frjálsu sniði, þar sem frelsi farþeganna er í engu skert. Aðbúnaður og þjón- usta er eins og bezt verður á kosið á góðum hótrelum. Hefur þessi viðleitni borið þann árangur, að fólk sem vant er ferð- um með erlendum skrifstofum vel- ur gjarna ferð með SUNNU að vel athuguðu máli. — Auk þess sem ferðaskrifstofan SUNNA, sem er alþjóðleg ferðaskrifstofa og með- limur í Alþjóðasambandi ferða- skrifstofa FIAV, skipuleggur hóp- ferðir með íslenzkum fararstjór- um, skipuleggur hún á svipaðan hátt ferðir fyrir einstaklinga á hópferðakjörum, auk venjulegrar ferðaþjónustu, svo sem farmiða- sölu, með flugvélum, skipum, járn- brautum og bílum, hótelpantanir o.s.frv. Fer það mjög í vöxt að fólk notfærir sér þau þægindi og öryggi, sem slíkri þjónustu er sam- fara, og kostar ferðalanginn ekkert aukalega. Hér fer á eftir stutt yfirlit yfir hópferðir SUNNU í sumar með íslenzkum fararstjórum. Norðurlandaferð með viðkomu í heimabyggðum islenzkra landnámsmanna. Þriggja vikna sumarleyfisferð, sem hefst 22. júlí. Flogið til Bergen og farið þaðan um hinar fögru fjarðarbyggðir, meðal ann- ars til heimkynna hinna fyrstu ís- , lenzku landnámsmanna, þar með til Dalsfjarðar, þar sem íslending- ar hafa nú reist mynd Ingólfs Arn- arsonar í heimabyggð hans. Frá hinum fögru fjarðarbyggð- um Noregs verður flogið til Oslo og dvalizt fáeina daga i höfuð- borginni og ferðazt um nágrennið. Síðan flogið til Stokkhólms, sem er ein fegursta borgin í Evrópu og stundum kölluð „Feneyjar Norð urlanda”. Þaðan er farið í skoð- unarferðir til Sigtúna og Uppsala og siglt um skerjagarðinn. Frá Stokkhólmi er flogið með SAS- þotu'til Kaupmannahafnar og dval ið í hinni lífsglöðu borg við sundið síðustu viku ferðarinnar. Kvöld- verður er þá til skiptis á ýmsum skemmtistöðum borgarinnar og er það innifalið í verði ferðarinnar, þar á meðal kvöld i Tivoli. Ferð til sex landa með skemmtiferðaskipi. Sextán daga ferð til Englands og sex annarra landa hefst 25. júlí. Flogið verður til London og dvalið þar á Regent Palava hóteli i tvo daga við Piccadiliy Circus, en síðan tekinn þáttur i ferð með skemmtiferðaskipinu Arkardia, sem er glæsilegt hafskip yfir 20 þús. smál. að stærð, búið öllum þeim luxus og þægidnum, sem bezt er völ á í skemmtiferðahaf- skipum. Þar á meðal stórum sund- laugum, glæsilegum samkvæmis- sölum, verzlunum og sólbaðsþil- förum. Skipaferðin tekur 12 daga og kemur skipið til Hollands, Þýzkalands, Póllands, Helsingfors, Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Að þessari ferð lokinni er enn dval- ið tvo daga I London, en fólk get- ur síðan að vild framlengt dvölina á eigin vegum, því að farseðill gildir heim með öllum flugferðum í 30 daga. París - Sviss - Rínarlönd. Þessi vinsæla þriggja vikna sumarleyfisferð, sem farin hefur verið á vegum SUNNU óbreytt ár eftir ár hefst að þessu sinni 17. ágúst. Flogið er til Parísar, þar dvalið i heila viku í borg lífs- gleðinnar. Þaðan farið í skoðunar- ferðir til Versala og um borgina. Frá París er flogið með Caravella- þotu frá Air France til Ziirich í Sviss og ekið þaðan til hinna und- urfögru vatnahéraða Alpafjalla- landsins og dvalið í borginni Luz- ern, þar sem náttúrufegurð er mjög rómuð og ágæt aðstaða til vatn- og sólbaða. Þessi héruð eru oft kölluð „Hjarta Svisslands”. — Vikuna ,sem dvalið er á þessum slóðum geta þeir sem vilja skropp- ið í tveggja daga ferð til Ítalíu ásamt fararstjóranum. Frá Sviss er síðan farið til hinna sögufrægu og rómuðu Rínarlanda og dvalið þar á sjálfri uppskeruhátíðinni, þegar mest er um dýrðir og „Vín- ardrottningin” valin og krýnd. Þar er siglt á Rín og ferðazt um fagr- ar byggðir. Á heimleiðinni getur fólk orðið eftir á eigin vegum í London eða Kaupmannahöfn. Vikuferð á Edinborgarhátiðina 24. ágúst. Þetta er þriðja árið í röð, sem SUNNA skipuleggur sams konar ferð. Flogið er til Glasgow og far- ið þaðan með bíl til Edinborgar, þar sem dvalizt verður eina há- tíðavikuna. Er mjög til hátíðarinn- ar vandað að venju og margir af fremstu listamönnum, leikurum, söngvurum og hljómsveitum heims koma þar fram. Meðan dvalizt er í Skotlandi verður farið í skemmti- ferð um vatnahéruðin sögufrægu, sem líka eruð rómuð fyrir fegurð. Meðal annars komið til Loch Lom- ond. Einnig verður iarin verzlunar-.. ferð til Skotlands. Flugfarseðillinn heim gildir í 30 daga, enda þótt ferðin með fararstjóra standi ekki nema viku. Skotland - írland og England. Tólf daga ferð, sem hefst 7. september. Komið er til Edinborg- ar í lok Edinborgarhátíðarinnar, en þá er þar mikið um dýrðir. Ferðazt um skozku vatnahéruðin og síðan flogið frá Glasgow til Dublin, höf- uðborgar írlands, „eyjunnar grænu”, sem alltof fáir íslendingar heimsækja. Þetta er fagurt land og viðmótsþýð þjóð, sem býr við forna menningarsögu eins og ís- lendingar og sem raunar er ís- lendingum tengd. Ferðazt er um ýmsar fegurstu byggðir Irlands, meðal annars til Cork. Frá Dublin er svo flogið til Lon- don og dvalizt þar í fáeina daga áður en ferðinni lýkur. Farseðill er síðan opinn heim í 30 daga eins og í öllum sumarferðum SUNNU. Ítalía í septembersól. Þessi vinsæla þriggja vikna ferð, sesn varð óhemju vinsæl af þeim sem tóku þátt í henni í fyrra, verð- ur nú alveg með sarrfa sniði og hefst, 14. september. Flogið er til Milano og farið þaðan með ný- tízku ítölskum langferðabíl stutta dagleið til Feneyja, draumaborgar- innar frægu við Adriahafið, þar sem dvalizt er í fjóra daga. Þaðan er ekið um fagurt land til Florens hinnar fornu höfuðborgar vísinda og fagurra lista á Ítalíu. Þaðan er ekið eftir þriggja daga viðdvöl til Rómar með viðkomu í Assisi og dvalizt í fimm daga í borginni ei- lífu. Þar er skoðað allt hið mark- verðasta og verið við áheyrn hjá páfa. Frá Róm er farið til Napoli og Sorrento með viðkomu í Pam- pei í Sorrento, hinum undurfagra baðstrandarbæ við Napoli flóann, er svo dvalizt f fjóra daga og farið þaðan út til Capri sem er örstutt til. Frá Napoli er síðan siglt með stærsta og glæsilegasta hafskipi ítala, Leonardo Da Vinci, sem er 33 þúsund smál., til Suður-Frakk- lands. Á skipinu eru þrjár sund- laugar, glæsilegur samkomusalur, verzlanir og fjölbreytt skemmtana- líf. Síðustu þrjá daga ferðarinnar er síðan dvalizt í Nizza á frönsku Rivieran. Hægt að fljúga heim með viðkomu í London, eða Kaup- mannahöfn að vild. Mallorka i september. Sjöunda september hefst hálfs mánaðar ferð til Mallorca, sem SUNNA efnir til vor og haust. Búið er eingöngu á beztu hótelum I. fl. A og luxusfl. og öll herbergi með einkabaði og sólsvölum. Farið verður í ferðalög um þessa undur- fögru paradísarey, sem um 400 Is- lendingar hafa nú heimsótt á veg- um ferðaskrifstofunnar SUNNU. Þar er margt að sjá, enda Mall- orca stórt land með löngum land- leiðum um tilkomumikið og litrfkt Iandslag. En umfram allt er það þó sjórinn og sólin, sem heillar fólk til stranda hennar og septem- bermánuður er af fíestum talinn heppilegastur til dvalar þar og þá hóflegur hiti. Spánn, Portúga! og Marokko. Þriggja vikna ferð sem hefst 15. september. Flogið til Madrid. Dval izt þar í nokkra daga, en ekið síð- an um hið tilkomumikla landslag Spánarsléttunnar til Portúgals, sem er undurfagurt land með blómaskrúði og vogskornar strend- ur, land sem fáir íslendingar þekkja enn þá af eigin raun. Þar verður dvalizt f höfuðborginni Lissabon, sem talin er ein af feg- urstu borgum veraldar. Frá Lissabon er farið aftur til Spánar og komið til Sevilla, hinn- ar sögufrægu höfuðborgar Suður- Spánar og þaðan^til Gibraltar og yfir sundið til Afríku. Dvalizt verð ur í Marokko í þrjá daga og ferð- azt suður undir Atlasfjöll hin nyrðri. Þegar komið er aftur til Spánar verður dvalið í baðstrand- arbænum Torremilinos í nokkra daga, skammt sunnan við Malaga og þaðan haldið til Granada og svo aftur til Madrid. I þessari ferð, sem gerir ráð fyrir hóflegri yfir- ferð og góðum hvíldum kynnist fólk öllu því eftirsóknarverðasta á Spáni og Portúgal, en fær að auki að kynnast hinum sérkenni- lega töfraheimi Afrfku í Marokko, þar sem fullkominn friður rfkir milli innfæddra og Evrópumanna, sem báðir halda sínum siðum. Um byggðir Vestur-lslendinga og á heimssýninguna í Seattle. Þetta er fyrsta skipulagða hóp- ferðin frá Islandi til Ameríku- byggða frá því á árum „vestur- faranna”. Flogið verður til New York og þaoan farið til margra helztu byggða íslendinga f Banda- ríkjunum og Kanada. Dvalizt á „íslendingadeginum” á Gimli og ferðazt vestur á Kyrrahafsströnd og dvalizt þar meðal annars á heimssýningunni miklu í Seattle. Frá þessari ferð hefur áður verið skýrt í blöðum og útvarpi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.