Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudagur 26. júní 1962. y Listaskóli Eins og frá var sagt í Vísi fyrir helgi, er hér staddur í heimsókn þýzkur listfræðipró- fessor, Hans Nienheysen, frá Folkangskólanum í Essen. Hann flutti fyrirlestur í Tjarn- arbæ s.l. föstudagskvöld á veg- um Handíða- og myndlistar- skólans, og voru málarar og myndlistarnemar sérstaklega boðnir. Fréttamaður Vísis hitti prófessorinn að máli um stund heima hjá Kurt Zier skólastjóra Handíðaskólans og spurði und- an og ofan af starfi skólans, sem er einn elzti skóli sinnar tegundar, og þó ekki nema um hálfrar aldar gamall, — Þetta er ekki ýkja hár aldur fyrir menntastofnun, eða hvernig stendur á þvi', að skól- inn er samt talinn einn hinn eizti af sínu tagi? — Listaháskólar og mynd- listarskólar eru margir til eldri. En skóli sem þessi er fyrst og fremst ætlaður til kennslu og þjálfunar í listrænu verki í þágu verksmiðjuiðnaðar, fjölda- framleiðslu og viðskipta 20. ald- arinnar. Það eru ekki enn fleiri en 20 slíkir skólar í Vestur- Þýzkalandi. Þeir byrjuðu eða risu eiginlega upp af listiðn- skólum handiðnaðarmanna, þar sem lögð var áherzla á full- komnun handverksins eftir þvi sem föng voru á, og má nefna silfur- eða gullsmíðaiðnina sem dæmi. En með sívaxandi fjölgun iðngreina og þó miklu fremur verksmiðjuiðnaðar og fjölda- framleiðslu, hefir komið nýtt til skjalanna, sem sé að beina list- inni inn á það svið og nýta hana betur í þágu atvinnulífsins en áður hefur verið gert. Það var ekki tóm tilviljun, að hagnýtur skóli á þessu sviði skyldi ein- mitt rísa fyrst í Essen eða þar í grennd, því að sem kunnugt er, er sú borg í einu mesta náma- og verksmiðjuhéraði Þýzkalands. — Var þá skólinn stofnaður nr um. Hann er orðinn það kunnurp þar meðal þeirra er áhuga hafa \ á þessum greinum, og þó \ hefur aidrei farið þangað neinn f frá skólanum til að kynna hann \ sérstaklega. Svo eru þó nokkr- ir nemendur frá Frakklandi og fleiri löndum, þar sem þeir hafa verið um tíma eins konar sendifulltrúar frá skólanum. För mín hingað er m. a. til þess að kynnast hér landi og þjóð og athuga, hvort takastí rnegi að koma á tengslum milli í stóriðnað af einhverjum þessara verk- smiðja? — Nei, hann er opinber stofnun, rekin af rikinu. Hins vegar er hann að ýmsu leyti studdur af ýmsum verksmiðjum og iðngreinum, og má t. d. nefna, að Kruppverksmiðjurnar hafa m. a. stutt hann með framlögum eða gjöfum. Þetta er eðlilegt, svo mjög sem iðnaður- inn nýtur góðs af starfi skólans. — Er þetta ekki æði fjöl- mennur skóli? — Ætla mætti, að nemendur væru fleiri en í rauninni eru. Á síðasta skólaári voru nemendur um 300 í dagskóla og álíka margir í kvöldskólanum. Við skólann eru 35 prófessorar og 35 aðstoðarkennarar. En taia nemenda getur verið talsvert breytileg, og stafar það af því, að hún takmarkast eigin- lega af þörf sérmenntaðra manna í þessum greinum á hverjum tíma í grennd við skól- ann, svipað og gegnir um iðn- skóla að ekki verði offjölgun í iðngreinni. — Eru þá nemendur aðeins úr Essen og grennd? —, Nei, raunar ekki, en flest- ir þó þaðan. Þeir koma víðar að, meira að segja frá ýmsum lönd- um, alla leið austan frá Japan. — Engir frá íslandi? — Nei, ekki enn. Flestir út- lendingar í skólanum hjá okkur eru frá hinum Norðurlöndun- skóla míns annars vegar og skóla eða annarra slíkra aðila hér hins vegar. En upplýsingar um skólann eru annars veittar í sendiráði okkar hér, sem og veitir allar fyrirgreiðslu þeim, sem áhuga hafa. — Hverjar eru námsgreinarn- ar £ skólanum? — Þær eru í aðalatriðum sjö. Fyrst skal nefna gráfík teikning og leturgerð o. s. frv.), £ öðru lagi er mótun hvers konar hluta £ iðnaði, Industrie-form, og verður ekki tölu komið á það, sem um ræðir, þvi að það er óendanlegt, sem sé ýmist hlut- ir, sem til eru og það sem enn á eftir að verða til. Þar eru bú- in til móf eða likön úr plasti, tré og fleiri efnum af tannburst- um og þvottavélum, eggjabikur- um og útvarpstækjum og grammófónum, ritvélum og bif- reiðum, svo að eitthvað sé nefnt. Nemendur gera i sam- vinnu við kennara og verk- smiðjur tillögur um hvað eina og setja fram hugmyndir, sem nemandi og kennari hjálpast sfð an að við. Þriðja námsgreinin er hagnýt máliin, 'þ. :e. fýrir byggingar, svo .sera skrautm^l- un, steind gler, mósaik óg freskómálning. 1 fjórða lagi er plastik i sambandi við bygging- ar, 5. Ijósmyndun, ýmist frétta- ljósmyndun eða aðrar greinir, 6. er vefnaðardeild, þar sem gerðar eru tilraunir hvers konar Kanada fær 1 milljarð dala lán til að afstýra kreppu John Diefenbaker forsætisráð- herra Kanada hefur boða mikla á- ætlun til sparnaðar og fjárhagslegr ar viðreisnar. Felur hún í sér ýms- ar ráðstafanir til þess að sigrast á vaxandi fjárhagserfiðleikum Kan- ada. Hefur stjórnin tryggt sér að láni frá Alþjóðapeningastofnunum 1 milljarð eða 1000 milljónir dollara, þar af 300 millj. frá Alþjóðabank- anum, 400 frá Export-Inport bank- anum, en Englandsbanki leggur fram 100 millj., o. s. frv. Innflutningstollar verða hækk aðir, aðallega á óþarfa varningi svo nemur 5—15 af hundraði, og áformaður sparnaður á út- gjöldum rfkisins er 230 milljónir dollara árlega. Forvextir hafa verið hækkaðir £ 6%. Fékk færri þingsæti en ætlað var. Við endurkosningu atkvæða í tveimur kjördæmum urðu úrslit þau, að Frjálslyndi flokkurinn sigr- aði, en áður var búið að telja I þingmenn £ fulltrúadeild sambands íhaldsflokknum þessi tvö sæti. Hef þingsins, en Frjálslyndi flokkurinn ir þvf íhaldsflokkurinn að eins 1161 fær þar 99 sæti. Menntun hnignar hjá stórþjóðum Asíu Aætlað er, að mannfjöldinn sé nú um 2500 milljónir, og af þeim fiölda eru um 1600 milljónir full- orðinna, og af þeim um 700 millj. ólæsir og skrifandi. Þetta kemur fram í skýrslu, sem samin hefir verið á vegum Vfsinda- og menningarstofnunar SÞ og þar segir að auki, að gera megi ráð fyrir, að meira en helm- i ingur allra barna á skólaskyldu- aldri fái enga tilsögn f undir- stöðuatriðum menntunar. Rannsókn sú, sem hér er í vitn að, fór fram í 198 löndum eða nýlendum, og £ 97 þeirra er ólæsi meira en 50%. í 17 löndum er ó- i læsi frá 80-85 af hundraði, £ sex I frá 85-90, f 17 frá 90-95 og í tutt ugu hvorki meira né minna en frá 95-99%. Loks kpm það fram við rannsóknina, að menntunar- ástandi hefur hnignað í þeim Asíulöndum, þar sem mannfjöldi er mestur, á tfmabilinu frá 1950 - ’60. (UNESCO.) Twist veldur bilun Læknafélag Bandarík-anna — American Medical Associ- Hans Nienheysen prófessor í grafík. varðandi fatnað og híbýli, föt, húsgögn, teppi, gluggatjöld og veggfóður, og loks er bygging- arlist (arkitektúr), bæði innan húss og utan, en snertir meira svokallaðan innanhúsaarki- tektúr. — Hvað er námið langt og hver eru inngönguskilyrði? — Áður en nemendur setjast í sjálfa deildina, er þeir óska eftir, verða þeir að ganga í forskóla í 2 misseri, læra þar grundvallaratriði í að fara með flöt, rúm og lit, sem er teikning og formun, eins konar listræn rúmfræði og rytmiskar æfingar. En skólinn er 8 missera skóli. Skilyrðin fyrir þvf að fá inngöngu má segja að séu þrenns konar: í fyrsta lagi, að hafa til að bera einhverja list- ræna hæfileika á því sviði, sem nemandinn velur sér. í öðru lagi, að hafa aflað sér einhverr ar undirstöðuþekkingar f grein inni, og loks að hafa almenna undirstöðumenntun eins og t. d. landspróf hér. — Er þá skólinn opinn inn- göngu fyrir fslenzka áhuga- menn f þessum greinum? — Eftir því sem ég hef kom- izt næst, virðast vera hér gffur- ■ lega miklir möguleikar i iðnaði margs konar og að ísland eigi mikla framtíð á því sviði. Þess vegna er ekki nema sjálfsagt, að ungir menn og konur mennt- ist til að ganga í þjónustu stór- iðnaðar, einnig að listfengt ungt fólk leggi fram hæfileika sína svo að sem flestir hlutir verði með listrænu handbragði, hvort sem þeir eru handunnir eða framleiddir í þúsundatali. ation — hefir varað fólk, sem orðið er fertugt. eða meira, við að stíga nýja dansinn, vinding eða twist, eins og hann heitir á ensku. Segir á- litsgerð, sem félagið hefir sent frá sér um dansinn, að hann sé hættulegur fyrir þá, sem eru ekki lengur í fullkom inni sjálfun, því að tognan- ir og annað verra, svo sem bilun í hrygg, sé algeng af- leiðing, ef fullorðnir reyni að vinda sig of hressilega. íþróttir og útiiíf Fyrir milligöngu Kaupstefnunn- ar hefur verið sett upp sýning í Listamannaskálanum sem nefnist „íþróttir og útilíf“. Blaðamönnum var boðið að skoða sýninguna f gær, og þegár inn kom brasti við hinn fjölbreyti- legasti útbúnaður til útivistar, auk allra tegunda íþróttatækja. Ekki hvað minnsta athygli vekja tjöld sem komið hefur verið fyrir f skálanum. Eru þau nær þfisvar sinnum stærri en þau tjöld sem yfirleitt eru notuð hér og svo haganlega fyrir komið að mikil á- nægja hlýtur að vera að dvelja í þeim. Eru tiöld þessi sem og ann- ar viðleguútbinaður frá DIA KULTURWAREN í Berlfn sem er ein af útflutningsmiðstöðvum al- þýðulýðveldisins. Er þar m. a. vindsængur, svæflar, tjaldlegu- bekkir, ferðatöskur o. fl. o. fl Þarna getur og að líta veiði- stengur og önnur veiðiáhöld, álagrindur, byssur og báta auk íþróttatækjanna eins og fyrr er sagt. Má þar nefna hin frægu Bauer-skíði, sem þekkt eru um all- an heim. AÍlir þessir hlutir verða seldir að lokinni sýningunni, en hún stendur alla þessa viku milli 2 — 10 e. h. og Iýkur á sunnudags- kvöldið. Umboðsmenn vara þessara eru ýmsir kaupsýslumenn hér í bæ, og verða þeir eða umboðsmenn þeirra til viðtals alla morgna f Lista- mannaskálanum. Er fólk, sem áhuga hefur á útiveru og fþróttum hvatt til að skoða sýninguna. Minnkandi berklar Noregi á stríðsárunum af augljós um orsökum, en nú hefir aftur dregið mjög úr þeim. Árið 1947 dóu 56 menn af hverjum ÍOO.OOO árlega úr berkl- um, en tólf árum sfðar hafði þessi tala lækkað ofan f 6 til- felli af 100.000 dánum. Hundruð þúsunda manna eru gegnumlýst á ári hverju, og er þessi góði árangur í baráttunni gegn hvfta dauðanum meðal annar talinn því að þakka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.